Færsluflokkur: Dægurmál
13.3.2009 | 19:56
Lager af pottum
Til að fá betri viðbrögð við fyrr pistli. Hvað verður um pottana sem plönturnar eru í?
Mörghundruð flottir pottar - fara þeir á haugana?
![]() |
Fundu um 100 kannabisplöntur - einn handtekinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2009 | 19:51
Löggan eyðir gróðri í stórum stíl
Sem er bara gott, þar sem um er að ræða eiturefni og verstu skaðræðisplöntur, sem ekki eiga skilið að lifa.
Ég er áhugamanneskja um ræktun góðra og hollra jurta af öllum tegundum og þegar ég horfði á sjónvarpsfréttir áðan - í miðri kreppunni - datt mér dálítið í hug.
Hvað gerir löggan við alla pottana þegar búið er að farga plöntunum úr þeim? Þetta eru flottir pottar, upplagðir fyrir trjáplöntuuppeldi. Væntanlega eru þeir hluti af málsgögnum í einhvern tíma, en hvað svo? Ekki kæmi mér á óvart að þeir væru bara keyrðir á haugana - í miðri kreppunni! Löggan hugsar örugglega ekkert útí að þarna er um heilmikil verðmæti að ræða sem margur garðyrkjubóndinn eða frístundaræktandinn myndi glaður vilja hirða, eða kaupa fyrir lítið.
Varla getur verið að pottunum sé skilað aftur til fyrri eigenda? En hvað veit maður?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2009 | 16:58
Þær verða þá að mæta
![]() |
Þingkonur mótmæla karlanefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.3.2009 | 21:23
"Enginn veit sína ævi fyrr en öll er"
Og kannski eins gott. Og það er alltaf eitthvað að koma manni skemmtilega á óvart.
Í dag kom til umræðu væntanlegt afmæli stuðningsfulltrúans í bekknum - þau vita öll eftir áralanga samveru að ég á afmæli í mars. En aldurinn hafa þau samt ekki sett á minnið.
Það kom uppástunga um að halda pizzuveislu í tilefni þessa afmælis, eins og einu sinni áður, en engu þó slegið föstu.
Og í dag var spurt - hvað verður þú gömul núna? Ég svaraði ekki alveg strax, ekki af því ég vildi leyna því, ég hef margoft sagt þeim satt til um aldurinn, var bara eitthvað sein til svars. Þá var farið að geta sér til, og tóku nokkrir strákar þátt í því. "Fimmtíu og þriggja"? "Nei ertu vitlaus, sagði annar, eldri en amma"? "Fimmtíu og eins þá"? Nú tók ég við mér og sagði að það væri miklu meira. Meira en sextíu? Já, mörgum árum meira, alveg fimm ár í viðbót. Vááá maður!!!!! færðu þá ekki eldriborgaraafslátt af pizzum?
En því miður, það eru víst nokkur ár í það. Og pizzur eru dýrar, svo það verður víst ekkert partí á afmælisdaginn núna. En það gerir ekkert til, kannski fáum við bara köku í staðinn.
Annað sem ég upplifði ánægjulegt í dag var minn fyrsti fiðlutími.
Ég var þó ekki að byrja að læra sjálf, heldur fór í tíma með henni Júlíu Katrínu dótturdóttur minni. Ég átti að keyra hana í skólann og sitja svo í salnum og horfa og hlusta á meðan börnin spiluðu í hóptíma. Ekkert mál.
Við komum á staðinn og fórum úr úlpum og skóm niðri og héldum síðan upp á þriðju hæð þar sem salurinn er. Þar tókum við fiðluna úr töskunni og settum mottuna á gólfið.
Ég var heppin, við vorum fyrstar, svo ég gat látið Júlíu segja mér hvernig allt ætti að gerast. Ég hafði meira að segja haft rænu á að spyrja mömmuna fyrirfram hvað ætti að gera við þessa mottu? Átti Júlía að standa á henni, eða átti ég kannski að sitja á henni? Eða átti bara fiðlan að liggja á henni?
Þetta var allt klárt áður en fleiri komu. Júlía búin að setja mottuna á gólfið, þar sem hún valdi sér stað. Fiðlan og bogin( það er prikið) lágu fyrir framan mottuna, sem Júlía sat á. Og ég sat á stól sem hún hafði valið fyrir mig, fremst, svo ég sæi nú allt vel - og hún mig. Það komu ellefu börn, með foreldrum eða öðrum ættingjum, fleiri höfðu ömmur með sér en Júlía og einhver jafnvel frændur eða bræður. Svo byrjaði tíminn og það var reglulega gaman að -- jú - alveg hlusta, en mest að horfa á þessa snillinga. Þau eru víst svona frá þriggja til sex ára og alveg frábær. En svo fór kennarinn að kalla "foreldrana" til hjálpar. Ekket mál að klappa takt og baða út öngum. En svo færðist þessi þátttaka í aukana og endaði með hringdansi með höfuðherða og hnjá og táa æfingum á vaxandi hraða. Samt öðrum handahreyfingum en ég hef áður æft og er þó orðin "svo gömul sem á grönum má sjá" eins og áður er sagt. En þetta var samt allt í lagi. Það voru allir með og allir jafnmiklir klaufar. Samt taldi ég mér trú um að hin væru öll í vetrarlangri þjálfun. Ég stóð mig, fannst mér, alveg einstaklega vel. Og Júlíu fannst það líka, hún var alveg hæst ánægð með ömmu sína.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.3.2009 | 21:38
Gott að allt er með kyrrum kjörum
![]() |
Fáfnismenn fagna í Hafnarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.3.2009 | 22:40
Og hvenær gjaldfalla svo þessi lán?

![]() |
Lánuðu sjálfum sér milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2009 | 15:12
Ég hef einmitt stundum verið að hugsa
Hvort ekki væri nær að hafa sjóð sem héti "Atvinnutryggingarsjóður", sem sæi um að halda úti fóki í atvinnubótavinnu, í staðinn fyrir "Atvinnuleysistryggingarsjóð" sem borgar fólki fyrir að gera ekki neitt.
Þessar pælingar byrjuðu á því að ég velti fyrir mér því sem kellað er "unglingavinna" um sumartímann. Þá halda bæjarfélögin úti stórum hópum unglinga sem ráfast um göturnar eða velta sér í blómabeðum og skilja harla lítið eftir sig að unnum verkum. Auðvitað eru samviskusamir og duglegir einstaklingar innanum en það ber minna á þeim.
Þess vegna hugsaði ég: Hvernig væri að semja við verktaka, eða bara hvaða fullorðið vinnandi fólk sem er, um að taka að sér unglinga á sumrin, bara einn eða tvo í hvern stað, til að kenna þeim að vinna og gefa þeim tækifæri til að umgangast fullorðið fólk. Einn krakki í einhverskonar starfsþjálfun hlýtur að vera viðráðanlegt fyrir alla?
Bæjarfélagið gæti svo fækkað í sínum stóru krakkahópum og borgað launin til "barnavinafyrirtækjanna"á bæjarvinnutaxta, eftir einhverskonar samningum, eða alla vega hluta af þeim. Ég held að þetta væri miklu meira þroskandi fyrir unglinginn en að hangsa í unglingavinnu sem þeim finnst mörgum algerlega tilgangslaus.
![]() |
Ætla að skapa 4000 ársverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.3.2009 | 11:59
Erum við þá aftur orðin norsk?
![]() |
Þak matvöruverslunar hrundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2009 | 21:47
Enn ein ástæða
![]() |
Milljarðar birtust á reikningnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.2.2009 | 13:51
Nú skil ég ekki?
1.Áður en bankarnir voru einkavæddir átti ríkið þá og allt sem þar hékk á veggjum af listavekum.
Er þetta ekki rétt?
2.Svo voru bankarnir seldir og af einhverjum óskiljanlegum ástæðum "gleymdist" þá alveg að taka listaverkin af veggjunum og undanskilja frá "sölunni". Margmilljónavirði af sígildri list lenti í höndum gróðafíklanna, fyrir slikk.
Er þetta rétt?
3.Svo fara þeir á hausinn með allt saman og ríkið eignast bankana aftur - og listaverkin með, skyldi maður ætla.
Er það ekki?
4.Hvers vegna þarf þá að gera sérstakar ráðstafanir til að ríkið eignist þessi listaverk aftur? Voru gaurarnir búnir að tína þau af veggjum bankanna og hengja upp heima hjá sér?
Ha?
![]() |
Vill listaverk bankanna í ríkiseigu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar