Færsluflokkur: Dægurmál
17.2.2009 | 20:25
Má rukka seðilgjald?
Bara forvitni þar sem ég hef kannski misst af einhverju.
Stundum er ekki gert of mikið af því að kynna fyrir "fólki flestu" það sem getur orðið til sparnaðar, hvernig sem á því stendur.
Ég las til dæmis í einhverju staðarblaðinu í vetur að nú væri frítt fyrir börn og unglinga í sund hér á Selfossi. Gott mál. En var þetta kynnt fyrir almenningi - almennilega?
Í skólanum hef ég svo stungið því að krökkum, sem "vita ekkert hvað þau eiga að gera" að skella sér bara í laugina - kostar ekki neitt. Og margoft hefur það komið þeim algerlega á óvart. Haaa? Er það hægt? Kostar það ekki neitt?
Þau vita ekki um þetta, en verða ákaflega ánægð þegar ég fæ þau til að trúa mér.
Þarna vantar eitthvað uppá kynningu.
Svo var það þetta með seðilgjöldin. Var ekki einhver reglugerð gefin út sem bannaði innheimtu seðilgjalda á meinlausa mánaðareikninga?
Kannski bara rugl í mér, en mér finnst mikið að borga 400 króna seðilgjald fyrir einn reikning frá Húsasmiðjunni. Það á ekki að skipta máli hver upphæðin er en í þetta sinn var seðilgjaldið nærri 1/3 af reikningnum öllum. Má þetta?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2009 | 20:07
Er ekki útrásarvíkingur þarna?
![]() |
Farþegaskip í vanda við suðurskautið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2009 | 21:39
Nú líkar mér lífið
Ég veit ekkert hvers vegna - ég er bara í góðu skapi. Ekkert hefur samt hent mig í dag sem sérstaklega er gleðiefni, ekki nema bara að ég vaknaði hress í morgun og allt gekk svo í dag eins og ætlað var, bara góður dagur. Samt gat ég eiginlega ekkert verið með í blakinu í leikfimitímanum af því ég er enn hálf stirð í hnénu sem ég tognaði víst á í hreystitíma fyrir hálfum mánuði. Bara ef maður sparkar bolta aðeins of fast geta svona gömul hné orðið fyrir tjóni. En það er alveg að lagast.
Ég kom við í bankanum á heimleiðinni og borgaði fasteignagjöldin. Kannski segir einhver að það sé nú ekki gleðiefni? Jú víst, það er gott að geta borgað, jafnvel þessi svívirðilegu fasteignagjöd sem hækka árlega og líka núna þó manni sé í hinu orðinu sagt að húsið sé nú eiginlega orðið þriðjungi minna virði en það var í fyrra. Það hefur engin áhrif til lækkunar, heldur öfugt. Dæmalaust er ég glöð að þurfa ekki að hugsa um þetta óréttlæti næsta mánuðinn.
Hálkan er að hverfa af götum og stéttum - frábært. Ég fór að vísu á göddunum í skólann í morgun af því það var dimmt. Aldrei að vita nema maður slysist í myrkrinu til að stíga einmitt á eina hálkublettinn á leiðinni. Þeir voru reyndar margir á gangstéttinni og Víðivellir voru ein klakabreiða. Það er von á því, ekkert mokað og bílarnir hafa bara troðið snjóinn sem svo varð að klakabrynju. En nú er þetta allt að hverfa og vonandi eru peningarnir sem ekki fóru í mokstur einhversstaðar annarsstaðar að gera góða hluti. Eða voru þeir ekki annars til - einhversstaðar?
Ég reif járnin undan þegar ég lagði af stað heim, þá gat ég valið mér gönguleið- alauða. Það er lika skemmtilegra þegar maður kemur í búðir og stofnanir - að vera ekki á járnum.Glamur í göddum, í bankanum eða Bónus, kallar á neikvæða athygli, og ég er í skólanum löngu búin að læra að svoleiðis athygli er ekki góð. Ég tala nú ekki um þegar autt er orðið. Þá líður manni eins og hryðjuverkamanni sem keyrir um alauðar götur bæjarins á negldu, jafnvel megnið af árinu.
Það slagrigndi á heimleiðinni. Ég kom við á "Sunnlenska" og Elín bauð uppá tertu, en ég afþakkaði - í þetta sinn, og gekk heim rennandi blaut, stórum skrefum og naut þess að finna hnéð, og reyndar alla ganglimi fá eðlilegt átak og hreyfingu.
Loksins búið þetta langa klakatímabil, þegar ég staulaðist með alla vöðva stífa og stirða, viðbúin því að skella á rassinn, eða hrammana.
Vorið er á næsta leiti - og það er gaman.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.2.2009 | 19:56
Ég hefði gaman af að sjá framaní þann --
--- sem reyndi að standa í vegi fyrir þessu réttlætismáli.
Næstu dagar fara í það hjá "Geira smart og co" að þrasa um það hverjum datt þetta í hug os.frv. Auðvitað reynir hann að þakka sér og sínum, og svo sitja þau hjá við atkvæðagreiðsluna, allavega flest.
Alveg ótrúleg vinnubrögð, að geta ekki staðið með því sem allir vita að er sjálfsagt mál, bara til að vera á móti hinu liðinu.
Þetta er auðvitað bara spá og spekúlering og úr því ég er byrjuð á því ætla ég að gerast svo djörf að spá því að Þorgerður muni styðja þetta - hún er "doldið kool".
![]() |
Vilja afnema eftirlaunalög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.2.2009 | 17:21
Blessuð sé minning hennar
![]() |
Fíkniefnahundur hlaut ótímabæran dauðdaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
14.2.2009 | 20:13
Hvað er svona eftirsóknarvert
Hvernig stendur á að maðurinn virðist ekki geta hugsað sér lífið án formannsembættis?
Eru peningar í spilinu? Ég bara spyr af eintómri fáfræði.
![]() |
Trúnaðarmannaráð VR kallað til fundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2009 | 13:25
Búin að finna sér stöðu til framtíðar?
![]() |
Valgerður ekki í framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2009 | 16:29
Dalmálalág?
![]() |
Þetta var óþægileg tilfinning" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.2.2009 | 12:13
Og af hverju þarftu þá, kjáninn þinn,
![]() |
Tvö hænufet og tvíhöfða þurs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.2.2009 | 16:55
Þið eruð á Íslandi
Hvernig væri þá að skíra fyrirtækin sín íslenskum nöfum í staðinn fyrir að vera að apa svona útlent bull eftir?
Vonandi verður nú í framtíðinni hætt þessu group, holding, magazin og öðru erlendu nafnabulli. Við erum á Íslandi.
Margur verður af Aurum api.
![]() |
Aurum á Íslandi ekki tengt Baugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar