Nú líkar mér lífið

Ég veit ekkert hvers vegna - ég er bara í góðu skapi. Ekkert hefur samt hent mig í dag sem sérstaklega er gleðiefni, ekki nema bara að ég vaknaði hress í morgun og allt gekk svo í dag eins og ætlað var, bara góður dagur. Samt gat ég eiginlega ekkert verið með í blakinu í leikfimitímanum af því ég er enn hálf stirð í hnénu sem ég tognaði víst á í hreystitíma fyrir hálfum mánuði. Bara ef maður sparkar bolta aðeins of fast geta svona gömul hné orðið fyrir tjóni. En það er alveg að lagast.

Ég kom við í bankanum á heimleiðinni og borgaði fasteignagjöldin. Kannski segir einhver að það sé nú ekki gleðiefni? Jú víst, það er gott að geta borgað, jafnvel þessi svívirðilegu fasteignagjöd sem hækka árlega og líka núna þó manni sé í hinu orðinu sagt að húsið sé nú eiginlega  orðið þriðjungi minna virði en það var í fyrra. Það hefur engin áhrif til lækkunar, heldur öfugt. Dæmalaust er ég glöð að þurfa ekki að hugsa um þetta óréttlæti næsta mánuðinn.  

Hálkan er að hverfa af götum og stéttum - frábært. Ég fór að vísu á göddunum í skólann í morgun af því það var dimmt. Aldrei að vita nema maður slysist í myrkrinu til að stíga einmitt á eina hálkublettinn á leiðinni. Þeir voru reyndar margir á gangstéttinni og Víðivellir voru ein klakabreiða. Það er von á því, ekkert mokað og bílarnir hafa bara troðið snjóinn sem svo varð að klakabrynju. En nú er þetta allt að hverfa og vonandi eru peningarnir sem ekki fóru í mokstur einhversstaðar annarsstaðar að gera góða hluti.  Eða voru þeir ekki annars til - einhversstaðar? 

Ég reif járnin undan þegar ég lagði af stað heim, þá gat ég valið mér gönguleið- alauða. Það er lika skemmtilegra þegar maður kemur í búðir og stofnanir - að vera ekki á járnum.Glamur í göddum, í bankanum eða Bónus, kallar á neikvæða athygli, og ég er í skólanum löngu búin að læra að svoleiðis athygli er ekki góð. Ég tala nú ekki um þegar autt er orðið.  Þá líður manni eins og hryðjuverkamanni sem keyrir um alauðar götur bæjarins á negldu, jafnvel megnið af árinu. 

Það slagrigndi á heimleiðinni. Ég kom við á "Sunnlenska" og Elín bauð uppá tertu, en ég afþakkaði - í þetta sinn, og gekk heim rennandi blaut, stórum skrefum og naut þess að finna hnéð, og reyndar alla ganglimi fá eðlilegt átak og hreyfingu.

Loksins búið þetta langa klakatímabil, þegar ég staulaðist með alla vöðva stífa og stirða, viðbúin því að skella á rassinn, eða hrammana.

Vorið er á næsta leiti - og það er gaman.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Helga.

Er ekki einmitt alltaf hægt að finna sér ástæðu til að vera í góðu skapi? Rétt eins og sumir geta alltaf fundið sér ástæðu til að vera í vondu skapi.

Það er gott að vera laus við hálkuna, sérstaklega fyrir þá sem eru gangandi. Mikill sjálfsagi sem þú sýndir á Sunnlenska, ég er ekki viss um að ég hefði getað afþakkað tertusneiðina.

Ég tók eftir mynd hér vinstra megin, 3ja ofan frá, eru þetta ekki bræður þínir tvíburarnir fyrir utan Garð með Hvamm í baksýn? Finnst þetta svo kunnuglegt þó það hafi nú verið töluvert öðruvísi þegar ég var svo heppinn að fá að vera í Garði.

Bestu kveðjur til þín og þinna, gaman að lesa bloggið þitt.

Burkni (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 08:47

2 Smámynd: Josiha

Mikið er ég sammála þér. Finnst yndislegt að snjórinn (og hálkan) sé loksins farinn. Get ekki beðið eftir vorinu

Josiha, 17.2.2009 kl. 14:21

3 identicon

Ég hugsa það eigi eftir að snjóa meira

mýrarljósið (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 16:28

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Jú Burkni, rétt hjá þér og myndirnar þar fyrir neðan eru líka af þeim, og svo okkur systkinum og mömmu.

Jóh. og Ljósið mitt, verum bara ánægðar með það sem er í dag= rok og rigningu og vonum það besta fyrir morgundaginn. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 17.2.2009 kl. 17:00

5 identicon

Dásamlegt veður, skolar burtu drullu og skít og takk fyrir komuna, vel að merkja!

mýrarljósið (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 197009

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband