Færsluflokkur: Dægurmál

Fjölmiðlabann

Það ætti að loka á allar leiðir til að athyglissjúkir Íslendingar geti bullað og ruglað við útlenda fjölmiðla. Kannski er það ekki bara fyrrum fjármálaráðherra sem ekki getur tjáð sig skiljanlega á erlendum málum? Maður gæti haldið það, alltaf eitthvert rugl sem prentað er eftir þeim.

Einn fjöltyngdur fjölmiðlafulltrúi á vegum ríkisstjórnar sem héldi balðamannafund einu sinni í viku, það væri feykinóg.

Og þá meina ég fyrir íslenska fjölmiðla líka, við erum að verða ónæm fyrir  vitleysunni.

Þá væri líka hægt að draga úr gengdarlausri yfirvinnu fréttamanna sem kostar okkur örugglega skildinginn.


mbl.is Viðtalið tekið úr samhengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvurra manna ert þú?

Í síðustu viku voru svokallaðir þemadagar hjá okkur í skólanum.  "Ísland áður fyrr" var það sem við glímdum við í þrjá daga. Hjá okkur á unglingastiginu voru níu starfsstöðvar hver með sínu efni sem tengdist einhvernvegin inn í fortíðina. Það sem einu sinni var.

Ég var, ásamt henni Dýrfinnu frænku minni, í einni stofunni og þar var grúskað í ættfræði. Nema hvað, við erum jú fjórmenningar undan Fjöllunum og vitum allt um ömmur okkar og afa aftur í aldir.

Fyrst var sagt frá því hvernig staðið var að ættfræðirannsóknum og skráningu áður fyrr, setið á söfnum og leitað í ættfræðiritum, skjölum og kirkjubókum. Flestir fengu áhuga á þessu á efri árum, enda upplögð dægradvöl þegar hægðist um í lífinu.

Ég varð hins vegar fyrir því að fá áhuga á þessu löngu löngu fyrr. Varla meira en þrítug var ég meðfram barnauppeldi og búskaparbasli farin að leita í bókum að frændum og frænkum. Bækurnar sem geyma afkomendur Jóns Steingrímssonar í þúsundatali pældi ég í gegnum á bókasafninu og fékk svo ljósrit af þeim síðum sem helst sneru að mér. Þar fann ég hana Elínu Einarsdóttur langa langömmu, sem ólst upp austur í Skógum hjá foreldrum sínum og var svo gefin norður í Húnavatnssýslu prófastssyni sem kannski hefði aldrei að eigin frumkvæði haft rænu á að biðja sér konu. Hún hefur sennilega haft lítið um málið að segja.  Þar fann ég skýringuna á því hvers vegna mér leið alltaf svona vel í Skógum. 

Nú lenti ég óvart út af brautinni.

Svo sýndum við krökkunum Íslendingabók og bentum þeim á hvernig hægt væri að fá aðgang að henni. Svo hófust gjarnan rannsóknir á því hverjir væru skyldir hverjum á meðal þeirra sem höfðu aðgang. Þau eru furðu mörg sem hafa hann. 

Að endingu teiknuðu þau svo og skráðu sitt eigið ættartré. Þá var nú misjfnt hvað langt var hægt að komast, en mörgum gekk ljómandi vel.

Við náðum í "Sunnlenskar byggðir" inn á bókasafn, en í þeim er margt hægt að finna um afa og ömmur sem hafa átt heima í sveitunum. Og svo hef ég nú átt hér heima í fjödamörg ár, svo stundum var nóg að spyrja mig, ef einhver langafinn var nafnlaus. 

Þetta var bara reglulega gaman og eiginlega ótrúlegt hvað þau höfðu mörg mikinn áhuga og fóru frá okkur ákveðin í að læra meira. 

Þetta átti ekkert að verða svona langt, ég fer alltaf fram úr mér.

Þess vegna finnst mér svo gott að setja inn klausur um pólitíkina, um hana er nefnilega best að hafa sem fæst orð.

Ég ætlaði í upphafi eiginlega bara að setja hér tvær skemmtilegar myndir sem ég fann í Ljósmyndasfni Reykjavíkur. Önnur er af safni Hrunamanna  nálgast Hrunaréttir og ég er örugglega einhversstaða, en hef bara ekki lent í mynd í þetta sinn.

Hin er af gamla Flúðaskólanum og sjást þar gluggarnir á borðsstofunni, þar sem ég einu sinni fóðraði upprennandi bændur sveitarinnar. Litla viðbyggingin var "hverahúsið", en þar kraumaði hverinn sem notaður var til að sjóða matinn áður en rafmagnið kom. En það var nú fyrir mína tíð. Gilsbakki og  búningsklefinn við sundlaugina eru svo hægra megin á myndinni.untitled_6untitled_18


Það er deginum ljósara --

 --að þessar vikur fram að kosningum verða ekki til mikils gagns fyrir "þjóð í vanda" ef höfuðpaurarnir nýta tímann í svona rugla og vitleysu.

Kannski allt í lagi fyrir þá sem ætla sér ekki framhaldslíf í pólitikinni, en ég myndi nú reyna að vinna mig í eitthvert smáálit væri ég í sporum hinna, sem telja sig ómissandi.

 

 


mbl.is Skoða breytingar í bankaráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir!!!!!

Þú ert ekki í vinnu hjá mér til að standa í svona skætingi - passaðu þig bara.
mbl.is Ýmislegt breytt á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og vandast nú málið

Enn fá fjölmiðlarnir í útlöndum eitthvað til að skrifa um og skemmta sér yfir.

Þegar ég horfði á Spaugstofuna í gær datt mér allt í einu í hug að kóngurinn hefði átt að fá leyfi til að segja þar af sér í beinni. Mér datt í alvöru í hug að hann gerði það!

Ég held nefnilega að hann hafi húmor, eða hafði alla vega einu sinni. Hefði hann gert þetta held ég að hann hefði tryggt sér framhaldslíf í pólitíkinni, en nú sýnist mér öll sund hafa lokast. Kannski vill hann ekkert annað líf?

Leikurinn er ekki búinn fyrr en flautað er af. 


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki líst mér á það

Vonandi verður því komið í kring fyrir þessar kosningar að við, óbreyttur lýðurinn, fáum að raða á listana. Þá er ekki víst að allir þessir kandidatar verði jafn borubrattir eftir.

Annars - af hverju er myndin af Eyþóri langstærst- er verið að mismuna mönnum hér? 


mbl.is Sjálfstæðismenn með prófkjör í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælisdagurinn sjöundi febrúar

"Bræður", eiga afmæli í dag.

Enn eru þeir ungir og bera sig vel. Annar í útlöndum en hinn í Mýrinni.

Til hamingju bræður mínir báðir tveir og vonandi njótið þið dagins sem best.Scan10028Scan10024Scan10001


Góð lýsing

Það var ekkert að sjá á textavarpinu, alltaf 0 - 0,  en hér kom allt fram sem skipti máli.

Nú væri gaman að búa á nesinu, en okkar menn stóðu sig líka vel. 


mbl.is Grótta leikur til úrslita í bikarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann er þó alla vega ritfær

Það er meira en margir þarna inni geta stært sig af.

Þó að ljótt sé að segja það þá finnst mér allt of lítið af vinum Sigmundar fara yfir móðuna miklu - hann skrifar svo dæmalaust góðar minningagreinar.

Svona er auðvitað synd að segja - en "maður á að segja eins og manni finnst", er það ekki? 


mbl.is Sigmundur Ernir í pólitíkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tal - Síminn - Vodafón og allt hitt

Ég hef aldrei skilið hverig mönnum dettur í hug að öll þessi fyrirtæki geti þrifist hér á okkar litla landi. Helst dettur mér í hug að hugsunin á bak við stofnun svona félags sé að farga öðru í sama rekstri. samkeppni er nauðsynleg, en er ekki stundum farið of geyst? 

Og eins allir þessir bankar og önnur fyrirtæki sem eiga að þjóna fólki.

Þarna er ekki um neina framleiðslu verðmæta að ræða -  eða er það?

Kannski héldu einhverjir að hægt væri að búa til peninga í bönkunum, en ég veit ekki hvað væri hægt að búa til í fjarskiptafyrirtækjum, ekki framleiðum við símana?

Kannski þrífst þetta af útflutningi - en hvað er þá flutt út?

Ég er nú svo vitlaus að ég veit það ekki.     En ég veit að við - sem eigum að nota þjónustuna og standa undir öllum þessum rekstri - sem er nú ekki ódýr - við erum bara 300.000, eins og starfsmennirnir í meðalstóru iðnaðarfyrirtæki úti í Evrópu.

Fyrirtæki sem kannski býr eitthvað til.

 


mbl.is Ný stjórn Tals kosin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband