Færsluflokkur: Dægurmál
31.3.2009 | 17:58
Gjaldeyrir til utanlandsferða í anda 2007
![]() |
Gjaldeyrisfrumvarpi dreift |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.3.2009 | 18:47
Aumingja "flokkurinn"
Þetta hefur væntanlega bara "gerst", án þess að nokkur maður sé ábyrgur.
Mér sýnist að stjórnmálaflokkarnir þurfi að koma sér upp "skilanefndum"
![]() |
Skilar framlagi Neyðarlínunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 25.3.2009 kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.3.2009 | 20:37
Og svo Controlant hvað?
Ef ég hefði ekki séð þarna orðið "Gulleggið" á alvöru íslensku hefði ég haldið að þetta væri frétt frá útlöndum sem lent hefði á röngum stað. Að vísu er svo mynd og nafn borgarstjóra líka. En það sem mér finnst aðallega vanta í fréttina er upplýsing um þetta frábæra fyrirtæki. Ég veit, ég er óupplýst og vanhæf í umræðum um "sprotafyrirtæki", en það eru held ég fleiri.
Ég sá eftirá að hægt var að finna frekari upplýsingar um fyrirbærið. En það bar eiginlega að sama brunni, ég er litlu nær, enda á ég örugglega að vera það. Þarna er eitthvað á ferðinni sem ekki er ætlað tæknifötluðu fólki fæddu fyrir miðja síðustu öld.
![]() |
Controlant hlaut Gulleggið 2009 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.3.2009 | 20:51
Þá líður mér alltaf hálf illa
Það kemur fyrir að ég "eyði" vinum mínum en get samt aldrei vanist því.
Það er ekki eins og ég geri þetta af illum hvötum eða til gamans, frekar af illri nauðsyn eins og þegar ég tek til í húsinu eða elda kvöldmatinn.
Til dæmis núna - ég eyddi tveimur vinkonum án þess að láta þær vita fyrirfram. En þær voru bara alveg steinhættar að sýna nokkurt lífsmark. Höfðu reyndar gefið út yfirlýsingar um að þær nenntu ekki að standa í þessu bloggi. Var þá ekki alveg réttlætanlegt að ég "kæmi þeim fyrir kattarnef"? Mig grunar líka að þær séu orðnar uppteknar á öðrum vettvangi, "fésbókinni", en þar hef ég ákveðið að koma hvergi nærri.
Það er auðvitað af því ég treysti ekki sjálfri mér. Ég hef umgengist fólk sem er á barmi brottrekstrar úr vinnu vegna ofsalegrar fésbókarfíknar, ég hef orðið vitni að dramatískum vinslitum og grátklökkum samtölum á "trúnó", og ég hef heyrt að hverskonar pestir og vírusar finni leiðir inn á friðsælustu heimili í gegnum þetta fyrirbæri, fésbók. Ég vil ekki eiga þetta allt á hættu og veit líka að fari ég einu sinni af stað munu engin bönd halda mér og ég yrði væntanlega fljótlega atvinnulaus, grenjandi, vinalaus og fárveik af vírus sem enginn vissi hvaðan kom og engin lækning væri til við.
Ég veit þetta eins vel og að ég var "heppin" að vera ekki uppi á hippatímanum. Almáttugur má vita hvað af mér hefði orðið þá? Mér hættir til að gera allt svona einhvernvegin "mikið". Alla vega var það svoleiðis einu sinni og gæti alveg verið enn.
Ég tek ekki sénsinn.
Ég ætla bara að lifa áfram "gömlu góðu lífi", með þeim vinum sem nenna að líta hér við endrum og eins.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.3.2009 | 21:40
Nú er tími til að gera hreint fyrir sínum dyrum
Frábært þegar maður dettur inní svona hugarástand, af því að auðvitað er þetta ekkert nema ástand.
Nú er ég að sauma í klukkustreng sem ég gafst upp á einhverntíman rétt eftir miðja síðustu öld og ég skal ekki byrja á neinu öðru fyrr en hann er búinn.
Svo þarf ég að skrifa nokkur bréf, bæði rafræn og svo líka alvöru, svona með penna. Þau vilja oft verða nokkuð löng svo þetta tekur sinn tíma. Ég á líka myndir sem þurfa að komast í ramma og fræ sem þarf að fara í mold.
Ég er núna í einhvernvegin svona ástandi, það geta ótrúlegustu hlutir gerst.
Kannski er þetta útaf Passíusálmunum?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2009 | 21:25
Fasteignasalar borguðu hvort sem er ekkert
Það voru bara hækkuð þau gjöld sem kaupendur og seljendur voru rukkaðir um. Það voru, og eru kannski enn, engar smáupphæðir, sem fæstir vissu hvert fóru.
![]() |
Eftirlitsgjald með fasteignasölum fellt niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.3.2009 | 21:19
Er þetta gott eða vont?
![]() |
Yfirtekur hlutafé Moderna Finance |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2009 | 20:02
Borga og borga og borga
Ég veit um fullt af fólki, sem borgar og borgar og borgar. Bara svona venjulegt fólk með venjulegar tekjur og jafnvel minna. Er þá einhver ástæða til að efast um að hinir borgi líka? Þessir sem eiga eignir og milljónir á milljónir ofan. Ég bara ætla rétt að vona að þeir standi við sínar skuldbindingar.
Svo hef ég verið að pæla í einu, sem kannski má ekki segja upphátt, en ég geri það nú bara samt. Þurfum við alla þessa banka?
![]() |
Lítil heimt af lánum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2009 | 16:35
Er Eyjamönnum ekki treystandi -
- til að telja þessa miða. Það er alveg óþolandi vesen með talninguna hérna, í öllum prófkjörum og kosningum.
Það er eitt af því sem þyrfti að breyta.
![]() |
Talningu frestað í Suðurkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.3.2009 | 15:21
Brann ljósið?
Kannski óþarfa viðkvæmni, og ég skil alveg hvað gerðist.
En er ekki líklegra að ljósastæðið hafi brunnið?
Ég sendi í leiðinni góðar kveðjur til vina og vandamanna í Eyjum.
![]() |
Tilkynnt um eld í sjúkrahúsi Vestmannaeyja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 197600
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar