Gjaldeyrir til utanlandsferða í anda 2007

Ef rétt og satt er, sem mér er sagt, að ég gæti fengið hálfa milljón króna í gjaldeyri, til að fara með í helgarferð til Boston. Og svo ef mér dytti í hug að fara aftur í næsta mánuði, eða þá kannski til London, mætti ég fá annað eins. Og svo áfram mánaðarlega ef ég ætti fyrir því. Hvers konar óráð er þetta ef rétt er?  Ég hef nokkrum sinnum farið til útlanda til lengri og skemmri dvalar, en aldrei eytt neinu í nálægð við þessra tölur. En ég er nú líka bara "venjulegt fólk" eða það held ég. Þetta eru ekki gjaldeyrishöft, heldur gengdarlaus mokstur, enda reglurnar sennilega settar af einhverjum þeirra sem hafa ruglast í ríminu - svona 2007 fólki.
mbl.is Gjaldeyrisfrumvarpi dreift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

500.000 per ferð er fyllilega raunhæf í sumum tilvikum - hins vegar eyða nú margir mun meiru, því ekki eru hömlur á kreditkortanotkun erlendis.

Púkinn, 31.3.2009 kl. 18:16

2 identicon

Vandamálið er bara að upphæðin er föst og ekki er tekið tillit til eðli ferða eða lengdar. Til dæmis finnst mér nokkuð raunhæft að árslangar heimsreisur kosti ansi mikið þó maður eyði aldrei neinu í námunda við 500.000kr í helgarferð til einhverrar borgar.

Arnór (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 18:45

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Jamm, og svo kostar þetta nú nokkuð, frænka góð, eins og gengið er núna!

Kv. í bæinn.

Sigurður Hreiðar, 31.3.2009 kl. 22:14

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ekki þarf ég ýkja mikið.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.4.2009 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 196837

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband