Færsluflokkur: Dægurmál
26.4.2009 | 21:44
Evrópuþráhyggja fréttakonunnar
Hvort sem Evrópa er góð eða slæm finnst mér alveg komið nóg af umræðunni í bili. Það er eins og ónefnd fréttakona (sem byrjar á J.V.) hafi verið ráðin í embættið af einhverjum dularfullum öflum til þess eins að halda þessu eina málefni á lofti.
Eins og þetta er indæl kona að hafa í stofu og eins og hún var alltaf þægileg og sýndist bráðgreind, þá held ég að dvölin í alþingishúsinu hafi ekki verið henni holl.
![]() |
Elítan vill í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2009 | 15:15
Slakaðu nú bara á stúlka mín
![]() |
Siv vill skoða ESB-stjórnarsamstarf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.4.2009 | 22:11
"Það er svo margt að minnast á" og Þyrnirós færi aldrei í framboð - hún er svo ljúf og góð
Ég hef nokkuð mikið að gera þessa dagana. Eiginlega þó mest um helgar, vinnan er bara kærkomin hvíld á milli tarna. Síðasta sólarhring vorum við hjónin í höfuðstaðnum að sinna ýmsum erindum. Við gistum meira að segja - ekki þó á hóteli, það er víst dýrt.
Í gær fór ég til hennar Ingu að sækja greinarnar af rifsinu hennar, hún gaf mér leyfi í haust og ég er búin að hlakka til í allan vetur. Náði þarna í nokkra fína stiklinga.
Svo var pizzupartí á Pizza Hut. Í morgun fórum við svo í morgunkaffi í Grafarvoginum og þaðan í Garðheima að kaupa rófufræ, það fékkst ekki hér austan heiðar.
"Rófufræ frá Sandvík" stóð á pokunum og ég stóð góða stund við rekkann og sagði þeim sem þar voru að gramsa að þetta rófufræ væri miklu betra en annað fræ. Svo fór ég út með þrjá pakka og líka poka með laukum sem maður á að setja niður svona eins og kartöflur. Þá verða til fjöldamargir laukar og ég þarf aldrei að kaupa lauk allan næsta vetur. Vona ég? Kannski bara rauðlauk.
Eftir hádegið voru svo sinfóníutónleikar í Háskólabíói, með ballett frá Listdansskóla Íslands. Þyrnirós var þar leikin og dönsuð af mikilli list. Gaman.
Ég frétti seinna að frambjóðendur hefðu verið á ferð um bæinn og gefið gjafir, jafnvel í vesturbænum, en við sáum ekkert af þeim. Svo fórum við heim og þá tók við eitt partí og svo tónleikar hjá afanum. En við Urður látum það ekki trufla okkur, við erum heima að hekla og prjóna og horfa á söngkeppni framhaldsskólanna - óruglað!
Svo ætlum við í sund snemma í fyrramálið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.4.2009 | 15:02
Er hægt að fá að vita -
- hversu margir eru á bótum að einhverjum hluta, en annars í vinnu?
Er kannski helmingurinn af öllum þessum þúsundum bara á 1/4 bótum?
Ef talið væri í heilum störfum hvað eru þá margir atvinnulausir á landinu?
![]() |
Hundeltum ekki fólk til að taka að sér störf" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2009 | 21:32
Framboðsfundur í sjónvarpi
Ég var að horfa á fund - svona með öðru auganu. Frambjóðendur í Reykjavík - norður held ég- en missti af byrjuninni svo ég veit ekkert hver er munurinn á norður og suður þarna í höfuðstaðnum. Við förum, eins og allir aðrir landsmenn "suður" til Reykjavíkur eins vitlaust og það er nú, vestur væri nær lagi í okkar tilfelli.
En alla vega, þarna sátu nokkrir karlar og ein stúlka - hún var þó víst sú eina í röðinni sem hafði haft rænu á að smala félögum sínum með í útsendinguna svo hún var ekkert ein á báti þarna.
Og svo voru þarna stjórnendur, alveg bráðhuggulegar ungar konur sem allir þekkja úr sjónvarpinu af góðu einu.
Það sem mér fannst skrítið, var hvernig "stýrurnar" töluðu til karlanna og stelpunnar í röðinni. Þau misstu sig auðvitað öll meira og minna í röfl og málalengingar, svona eins og allir gera sem koma nærri þessu bulli öllu saman.
En stýrurnar voru alltaf að segja þeim að svara þessu eða hinu "af því að fólk ætti rétt á því að vita fyrir kosningar hvað þessi eða hinn flokkurinn ætlaði sér" ?
Það var eins og þær tryðu því í alvöru að við, ótíndur lýðurinn, myndum taka mark á og jafnvel trúa eins og nýju neti einhverjum yfirlýsingum og loforðum frá þessu blessaða fólki. Ég hélt þær væru nú orðnar sjóaðri en svo í þessum bransa, alla vega hún J.V. sem er í þinghúsinu allan daginn, hún ætti að vita betur. Það er engu að treysta. Það getur enginn lofað neinu.
En þær eru nú líka miklu yngri en ég.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.4.2009 | 10:16
Hvernig stendur á því
![]() |
Landsbankinn veitti 2 styrki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.4.2009 | 21:51
Látum þá sitja sem fastast
![]() |
Þingmenn syngja og dansa darraðardans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.4.2009 | 21:35
Af hverju var löggan að keyra útaf?
Það verður spennandi að sjá framhald fréttarinnar.
Hvernig löggunni tókst að komast inní bílinn sem hún var að elta og hvernig stóð á því að hún (löggan) keyrði svo útaf Víkurveginum. Þetta sýnist hið dularfyllsta mál.
![]() |
Bíllinn þvingaður út af veginum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.4.2009 | 09:37
Hvað með hina- erum við ekki "launamenn"
![]() |
Laun á almennum vinnumarkaði 393 þúsund á síðasta ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2009 | 10:57
Það hangir á snögunum
Ég sé á hverjum degi að fólk kann að meta þá kjarabót sem Bónus er.
Í skólanum sé ég það daglega þegar ég geng um gangana.
Öll árin hafa krakkar gjarnan komið með leikfimis og sundföt í plastpokum. Meira að segja 2007 áttu ekki allir rándýrar íþróttatöskur. Þessir pokar hafa verið af ýmsum gerðum, merktir eða ómerktir frá ýmsum fyrirtækjum. Víst var þó flottara að koma með poka frá dýrum tískuverslunum eða græjubúðum. Krakkar kunna að lesa í svoleiðis poka.
Nú er öldin önnur. Nærri undantekningarlaust er páskagulur blær yfir öllum göngum, og það er ekki vegna þess sem þeir gerðu honum Jesú þarna um árið. Páskarnir koma hér ekkert við sögu. En það gerir hinsvegar Bónus, allir pokarnir á snögunum eru nú bónusgulir og gleymdust reyndar óþarflega margir í gær þegar við fórum í fríið. Næstu daga verður skólinn hljóður og hreinn í tilefni páskanna og skreyttur gulu - í boði Bónus.
![]() |
Verðkönnun ASÍ: 102% verðmunur á lambalæri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 197600
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar