"Enginn veit sína ævi fyrr en öll er"

 Og kannski eins gott. Og það er alltaf eitthvað að koma manni skemmtilega á óvart.

Í dag kom til umræðu væntanlegt afmæli stuðningsfulltrúans í bekknum - þau vita öll eftir áralanga samveru að ég á afmæli í mars. En aldurinn hafa þau samt ekki sett á minnið.

Það kom uppástunga um að halda pizzuveislu í tilefni þessa afmælis, eins og einu sinni áður, en engu þó slegið föstu. 

Og í dag var spurt - hvað verður þú gömul núna? Ég svaraði ekki alveg strax, ekki af því ég vildi leyna því, ég hef margoft sagt þeim satt til um aldurinn, var bara eitthvað sein til svars.      Þá var farið að geta sér til, og tóku nokkrir strákar þátt í því.    "Fimmtíu og þriggja"? "Nei ertu vitlaus, sagði annar, eldri en amma"?  "Fimmtíu og eins þá"? Nú tók ég við mér og sagði að það væri miklu meira. Meira en sextíu? Já, mörgum árum meira, alveg fimm ár í viðbót.  Vááá maður!!!!! færðu þá ekki eldriborgaraafslátt af pizzum?

En því miður, það eru víst nokkur ár í það. Og pizzur eru dýrar, svo það verður víst ekkert partí á afmælisdaginn núna. En það gerir ekkert til, kannski fáum við  bara köku í staðinn.

Annað sem ég upplifði ánægjulegt í dag var minn fyrsti fiðlutími.

Ég var þó ekki að byrja að læra sjálf, heldur fór í tíma með henni Júlíu Katrínu dótturdóttur minni. Ég átti að keyra hana í skólann og sitja svo í salnum og horfa og hlusta á meðan börnin spiluðu í hóptíma. Ekkert mál. 

Við komum á staðinn og fórum úr úlpum og skóm niðri og héldum síðan upp á þriðju hæð þar sem salurinn er. Þar tókum við fiðluna úr töskunni og settum mottuna á gólfið.

Ég var heppin, við vorum fyrstar, svo ég gat látið Júlíu segja mér hvernig allt ætti að gerast. Ég hafði meira að segja haft rænu á að spyrja mömmuna fyrirfram hvað ætti að gera við þessa mottu? Átti Júlía að standa á henni, eða átti ég kannski að sitja á henni? Eða átti  bara fiðlan að liggja á henni? 

Þetta var allt klárt áður en fleiri komu. Júlía búin að setja mottuna á gólfið, þar sem hún valdi sér stað. Fiðlan og bogin( það er prikið) lágu fyrir framan mottuna, sem Júlía sat á. Og ég sat á stól sem hún hafði valið fyrir mig, fremst, svo ég sæi nú allt vel - og hún mig. Það komu ellefu börn, með foreldrum eða öðrum ættingjum, fleiri höfðu ömmur með sér en Júlía og einhver jafnvel frændur eða bræður.  Svo byrjaði tíminn og það var reglulega gaman að -- jú - alveg hlusta, en mest að horfa á þessa snillinga. Þau eru víst svona frá þriggja til sex ára og alveg frábær. En svo fór kennarinn að kalla "foreldrana" til hjálpar. Ekket mál að klappa takt og baða út öngum. En svo færðist þessi þátttaka í aukana  og endaði með hringdansi með höfuðherða og hnjá og táa æfingum á vaxandi hraða. Samt öðrum handahreyfingum en ég hef áður æft og er þó orðin "svo gömul sem á grönum má sjá" eins og áður er sagt.  En þetta var samt allt í lagi. Það voru allir með og allir jafnmiklir klaufar. Samt taldi ég mér trú um að hin væru öll í vetrarlangri þjálfun. Ég stóð mig, fannst mér, alveg einstaklega vel. Og Júlíu fannst það líka, hún var alveg hæst ánægð með ömmu sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hefur verið mjög skemmtilegt

Mýrarljósið (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 21:46

2 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Þessi amma kallar sko ekki allt ömmu sína ...það vefst ekkert fyrir henni

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 12.3.2009 kl. 14:14

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Til hamingju með afmælið Helga. Ég veit nú ekki alveg hvenær en til hamingju.. 

Gaman að fylgjast með börnum í tónlistarnámi.  Skemmtileg grein hjá þér.

Ég hef lítið verið á blogginu undanfarið. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.3.2009 kl. 15:24

4 Smámynd: Josiha

Hahahahaha... eldriborgaraafslátt af pizzum!

Skil vel að börnin giskuðu á 50 ára frekar en t.d. 60 ára

Skemmtilegt blogg.

P.S. Fjólubláa pilsið er fundið. Það var undir öll í kommóðunni hennar DNG. Dýrleif Nanna spurði mig líka "Mamma, ertu alltaf að grínast?" þegar hún sá að pilsið hafði allan tíman verið á sínu stað. Ég var nú samt búin að leita mikið af því... Ég vil kenna huldumanninum um þetta!

Josiha, 13.3.2009 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 196839

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband