Færsluflokkur: Dægurmál
12.5.2008 | 20:08
Vísur til að kenna smábörnum
Það vildi svo skemmtilega til að í morgun á milli svefns og vöku var ég að rifja upp vísurnar sem ég lærði fyrst af öllu.
Þar sem ég stóð á stéttinni í fjósinu í Hvammi og fylgdist með mjöltum kvöld og morgunn var ekki bara hlustað á bununa bylja á botni fötunnar, það var farið með kveðskap og fróðleik af mörgu tagi. Sögur og fræði ýmisleg lærði ég þar.
Fjósamenn voru ólatir við að fræða mig - og stundum Solveigu frænku mína. Ég stóð þarna handan við flórinn við flestar mjaltir frá því ég var tveggja, þriggja ára til ca. átta eða tíu, svo ég kann nú eitt og annað. Inní milli sungum við Solveig svo um Dísu í dalakofanum og dönsuðum sömbu með. Það var sérstakt skemmtiatriði viðhaft ef utanaðkomandi hjálpuðu til við mjaltirnar. Heimamenn voru fyrir löngu búnir að fá leið á því.
En það voru vísurnar. Ég held ég hafi alveg "gleymt" að kenna börnunum mínum þær, synd og skömm, en hér læt ég þær koma sem ég heyri fyrir mér að muni áhrifamestar í munni smábarna.
Sú fyrsta var held ég ort um Ölfusárbrúna gömlu, en ég þori ekki að segja hver það gerði, kannsi ekki rétt sem ég held.
Nú er brúin búin, bjöguð skökk og snúin,
dvergasmíði dánumanns.
Stöplar voru steyptir, stólpar niður greyptir,
alla leið til andskotans.
Og ég sem mátti aldrei blóta.
Svo eru hér tvær alveg tilvaldar í talþjálfun tveggja til þriggja ára barna. Og aldeilis ekki af verri endanum, báðar( er ég nokkuð viss um) eftir Halldór K. Laxness, sem var í sérstöku uppáhaldi þarna í fjósinu. Við fengumst aðallega við bókmenntir stórskálda, innanlands og utan.
1. Sofðu nú svínið þitt,
svartur í augum.
Farðu í fúla pytt,
fullan af draugum.
Og svo er hin, sem er nokkuð viðameiri.
2. Á morgun ó og aska hí og hæ,
ha og uss og pú og kannski sei sei.
Korrí ró og amen bí og bæ,
bösl í hnasli sýsl í rusli og þei þei.
Ég lærði líka "Bí bí og blaka" og "Dansi dansi dúkkan mín" og allt það, en það var bar heima hjá mömmu eða á Hulduhólum hjá ömmu.
Fjósakveðskapurinn var svo milku skemmtilegri.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.5.2008 | 22:47
Ó þú gamli Moscowits
Alltaf verður eitthvað til að rifja upp fyrir manni minningar - góðar og minna góðar.
Þegar ég keyrði frá Silfurtúni í áttina að Grund á þessum eðalvagni "Moscowits - model 60 og eitthvað". Með straumlínulagi, gírskiftur með bilaðan upphalara í framrúðunni.
Kannski var það mér til happs þegar fór að rjúka og svo loga úr stefnuljósarofanum. Ég gat sett hausinn út um gluggann þar sem rúðan hefði átt að vera - og lifði af.
![]() |
Eldur í bíl á Reykjanesbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.5.2008 | 14:18
Það hlaut að vera ástæða
Ég hef einmitt verið að hugsa undanfarið - hvernig stendur á því að mér hefur tekist að komast í gegnum þennan "pestavetur" - eiginlega án þess að snýta mér. Auðvitað er það af þessu, ég er notandi nr. 38 - 460 á tölvunum í skólanum.
Ég er baneitruð. Enginn vírus treystir sér til að ráðast á mig.
![]() |
Fleiri sýklar á lyklaborði en klósettsetu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.5.2008 | 20:09
Samræmdu prófin einu sinni enn
Tvö próf búin, íslenska og enska.
Ég er "yfirsetukona", eins og stundum áður. Mér finnst núna krakkarnir óvenju rólegir og áhyggjulausir í þeim prófum sem búin eru. Stundum hef ég fundið verulega til með þeim af því þau hafa setið þarna með vonleysi í augum, nagandi pennann og átt það eina ráð að fá að fara á klóið. Nú er engan kvíða að sjá og allt er rólegt. Það er bara ég sem er í samræmdu prófunum árum saman. Alltaf koma nýir tíundubekkingar. Kannski er þetta óvenju yfirvegaður árgangur? Kannski er ég sjálf orðin rólegri en áður, árleg próf verða að vana. Vonandi gengur okkur öllum vel í náttúrufræðinni á morgun.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.4.2008 | 22:01
Kjáni gat ég verið
![]() |
Ráðherrar á rökstólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.4.2008 | 21:56
Helgin, í myndum og örfáum orðum
Þessi helgi var frekar erfið. En kannski bara ágæt upphitun fyrir þá næstu sem verður miklu erfiðari - eða þannig.
Fljótlega eftir vinnu á föstudag lagði ég af stað í óvissuferð með öðrum "karlakórskonum" og fórum við vítt og breitt um Flóann. Komum við í flottu safni Óla í Forsæti og líka blómabúð í Þorlákshöfn, sem er svo fín að hún er sýnd í sjónvarpinu hvað eftir annað. Þetta er svona búð sem er "nefnd" í Innlit útlit, og búðir sem eru kynntar þar hefur mér skilist að séu "fínar" búðir. Fólkið í þessum þætti verður ekki fyrir verra áfalli en þegar einhver missir útúr sér að hann hafi nú bara keypt eitt eða annað í Rúmfó eða IKEA. Það eru víst ekki "fínar" búðir.
Alla vega við fengum fínar móttökur og veitingar í þessari blómabúð, kannski er það málið, veitingarnar?
Svo vorum við allt í einu komnar að Hótel Hlíð í Ölfusi og þar fengum við góðar viðtökur og dúkuð borðin svignuðu fljótlega undan góðum mat og drykkjum við hæfi.
Svo kom nóttin.
Á laugardaginn fór ég fyrst aðeins í ruslaferð í garðinum en svo komu tvær kaupstaðarmeyjar í helgardvöl hjá ömmu og afa og þar með var ruslið gleymt. Urður og Una tóku svo þátt í að taka á móti öðrum gestum sem tíndust inn síðdegis. Emil kom með mömmu sinni á leið í sveitina og Dýrleif Nanna kom með foreldrunum til að hitta frænkurnar.
Svo kom önnur nótt og það var svolítið á reiki hver svaf í hvaða rúmi.
Stúlkurnar voru svo sóttar af örþreyttum foreldrum uppúr hádegi á sunnudag og þá fórum við að tygja okkur til söngferðar í Reykjavík. Karlakórinn söng í Háteigskirkju síðdegis, en áður kom hann við í garði hér á Selfossi og söng fyrir afmælisgesti í austurbænum.
Það er engin nauðsyn að fara bara á tónleika til að hlusta á söng, það má alveg gera eitthvað annað í leiðinni og útkoman getur bara verið nokkuð góð.
Svo var komið kvöld og fljótlega nótt, ég svaf eins og steinn til morguns.
Vonandi geri ég það líka næstu nótt, samt kvíði ég aðeins morgundeginum.
Samræmdu prófin byrja klukkan níu í fyrramálið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.4.2008 | 21:01
Gerum okkur glaða daga
Gott hjá þeim í Ameríku. Þeir halda að kreppan sé að koma og eru hræddir um að Hillary og O´Bama gangi hvort frá öðru svo hvorugt komist í Hvíta húsið. Fellibylur gæti rústað hverfinu eða húsið farið á kaf í flóði. Allt svo leiðinlegt og vonlaust.
Þá er bara málið að fara í bíó og skemmta sér konunglega - það er á meðan er.
Við gætum reynt að nota þetta ráð líka. Hætta að hlusta á vælandi peningapúka, hætta að leita að pólitíkusum sem eru á flækingi og engum til gagns. Hætta að skammast útí löggur í hermannaleik og taugaveiklaða fréttamenn. Þetta lagast ekkert þó við séum að horfa hlusta og velta okkur úppúr leiðindunum. Förum bara í bíó eða leigjum spólu og hlægjum að öllu saman.
![]() |
Glens og grín í kvikmyndahúsum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2008 | 19:04
Hvað er þá til ráða?
Þessi vandi er meiri en svo að hægt sé að láta eins og ekkert sé.
"Að geta ekki beðið eftir barni". Ég er svo lánssöm að hafa aldrei lent í svona vandræðum og hef reyndar ekki heyrt af neinum sem það hefur gert.
En það þarf auðvitað að finna einhverja leið til að flýta fyrir blessuðum börnunum? Hraðinn á öllu er orðinn svo mikill að níu mánuðir eru "orðnir langt útúr öllu korti".
Tillögur og góð ráð óskast.
![]() |
Beckham hjónin vilja fleiri börn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2008 | 22:21
Mér líst vel á þennan mann.
hann er eitthvað svo jarðbundinn að sjá, hvernig sem maður getur nú séð svoleiðis?
Alla vega vona ég að hann láti minningargreinarnar vera þar sem þær eru.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.4.2008 | 19:48
Eru pólitíkusar á "feigðarflani" um heiminn?
Ég hef tekið eftir því á undanförnum áratugum( ég er nú svlítið gömul, en vel minnug) að síðasta árið fyrir þingkosningar leggjast ráðherrar og þeir þingmenn sem geta, í utanlandsferðir af miklum móð. Þeir vita þá ekkert hvort þeir komast aftur í þær kjöraðstæður að geta endalaust flækst um heiminn á kostnað okkar óbreyttra.
Ekki reyna að telja mér trú um að þeir séu að þessu til að nota síðustu mánuðina í að bæta heiminn fyrir mig og okkur hin. Þau geta ekkert í því gert og ég er vantrúuð á að nokkur maður í stóra heiminum taki eftir þeim.
En nú er eitthvað öðruvísi. Frá síðustu stjórnarmyndum hefur allt liðið verið á stöðugum flækingi út um allan heim, "til að bjarga þeim sem þar búa"!?
Ég held að þetta flan sé til komið vegna þess að undir niðri eigi þau ekki von á að fá mörg ár til ferðalaga, að það veri ekkert "síðasta ár fyrir kosningar". Best að flakka sem mest og sem allra fyrst, við "kembum ekki hærurnar" í ráðherrastólunum.
En geta þau þá ekki fundið einhverja gæja í austurlöndum eða Kína sem vilja redda málunum hér á meðan þau eru að bjarga heiminum fyriir þá?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar