Samræmdu prófin einu sinni enn

Tvö próf búin, íslenska og enska.

Ég er "yfirsetukona", eins og stundum áður. Mér finnst núna krakkarnir óvenju rólegir og áhyggjulausir í þeim prófum sem búin eru. Stundum hef ég fundið verulega til með þeim af því þau hafa setið þarna með vonleysi í augum, nagandi pennann og átt það eina ráð að fá að fara á klóið. Nú er engan kvíða að sjá og allt er rólegt.   Það er bara ég sem er í samræmdu prófunum árum saman. Alltaf koma nýir tíundubekkingar.   Kannski er þetta óvenju yfirvegaður árgangur? Kannski er ég sjálf orðin rólegri en áður, árleg próf verða að vana. Vonandi gengur okkur öllum vel í náttúrufræðinni á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gott að krökkunum gengur vel.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.5.2008 kl. 23:54

2 Smámynd: Rúnarsdóttir

Ég held, mín kæra Helga, að flestir foreldrar og margir kennarar sé búnir að breyta um taktík hvað þessi asnalegu próf varðar, búnir að átta sig á að þau eru tímaskekkja, vita sem er að þau verða aflögð á næstu árum og draga jafnvel markvisst úr mikilvægi þeirra í augum óharðnaðra ungmenna sem hafa ekkert við það að gera að halda að framtíð þeirra standi og falli með útkomunni. Litli stubburinn minn (192 cm og enn að stækka) er í samræmdu núna og við lítum á þau eins og hver önnur próf, mikilvægt að sýna metnað og gera sitt besta en engin taugaáföll takk.

Bið að heilsa í bæinn.

Rúnarsdóttir, 2.5.2008 kl. 09:06

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

OMG!!!!Rúnarsdóttir  - ég var að "eyða þér " í gær. Sorrý. Ekki vagna þess að ég vilji ekki vera vinkona þní, mér bara fannst svo tilgangslaust að hora alltaf á þig án þess að heyra eða sjá nokkurt lífsmark. Við lögum þetta seinna, gaman að fá orð frá þér. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 2.5.2008 kl. 12:52

4 Smámynd: Rúnarsdóttir

Gott þú ert ekki hætt að vera vinkona mín ... ég er meirasegja búin að blogga smá ...

Rúnarsdóttir, 4.5.2008 kl. 15:37

5 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Og ég keppti líka í sundi - fyrir nokkrum árum.

Til hamingju með afrekin. kv. 

Helga R. Einarsdóttir, 8.5.2008 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 196999

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 92
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband