Færsluflokkur: Dægurmál
23.5.2008 | 21:29
Úbbs! En hvað með sólblóm?
Nú ligg ég laglega í því. Böggandi bæinn fyrir fíflaræktun en stefni svo í stórfellda furðublómaræktun sjálf.
Í vetur þegar snjórinn var hvað mestur fór ég í "Evróprís" og keypti fjóra stóra poka að sólblómafræi. Þessu stráði ég svo yfir skaflana hér á bak við húsið og auðnutittlingarnir komu fagnandi í mat á hverjum degi. Þeim fjölgaði stöðugt og þeir eru hér enn. Fræin hurfu stundum í snjó en ég bætti þá bara á. Svo fór að hlána og grasið að vaxa, en ofaní sverðinum var, og er enn, fullt af fræjum.
Nú tek ég eftir því að það eru að koma upp sólblóm um alla lóð. Ekkert smá, og aldeilis verður gaman þegar þau blómstra öll í júlí. Ég hef séð sólblómaakra í útlöndum, það er flott, og ég veit að af þeim ökrum kemur sólblómaolía. Ég þarf held ég ekkert að kaupa sumarblóm í þetta sinn og kannski verður bráðum óþarfi að flytja inn þessa olíu.
En hvort þau sá sér eins og fíflarir veit ég ekki, það verður seinni tíma vandi, minn - og kannski nágrannanna?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.5.2008 | 20:32
Vel heppnuð "fíflaræktun" á Selfossi
Í mörg ár hef ég undrað mig á því hversu einkennilega er staðið að hreinsun illgresis á löndum, lóðum, götum og stéttum bæjarins. Fíflarnir eru reyndar aðaláhugamálið mitt núna.
Fíflarnir vakna af vetrardvala í maíbyrjun. Nú eru þeir að ljúka sínu blómgunarskeiði og biðukollurnar bíða þess um allt að goluhviða feyki fræjunum á góðan stað til spírunar. Þessu er öllu farsællega lokið áður en krakkarnir eru búnir í skólanum og leggjast niður á gangstéttunum til að blokka blöðin ofan af rótunum, sem eru þá ekki seinar að koma sér upp nýjum blöðum og undirbúa sig fyrir blómgun næsta vors.
Krakkagreyin verða kannski alveg hissa þegar þau sjá í haust fíflabreiðuna sem þau töldu sig vera að útrýma í júní? Reyndar held ég ekki að áhuginn á sumarvinnunni sé svo mikill að þau taki eftir því.
En aftur að fræjunum sem fuku frá biðukollunni. Þau verða von bráðar að nýjum fíflum. Gróskumiklum og fallegum sem vaxa og dafna í gangstéttum, götuköntum, görðum og grasblettum. Á hverju vori sker ég upp úr minni litlu lóð fleiri hundruð fífla sem hafa komið einhversstaðar úr buskanum. En það eru ekki allir garðeigendur jafn áhugasamir við útrýminguna og ég. Sumir bara hafa ekki nokkurn áhuga á fíflum og skilja ekkert í því hvernig stendur á þessu eilífa illgresi í lóðinni. Og þar má líka sjá njóla í fjöldaframleiðslu ásamt ýmsu öðru.
Einhverjir segja sjálfsagt að fíflar og njólar séu bara falleg blóm og það er sjónarmið fyrir sig. En þá ætti bara að hafa hluta bæjarins fyrir það fólk. "Þeir sem ætla að rækta fífla, njóla, hvönn og sóleyjar fá úthlutað lóðum hér eða þar".
Og bærinn á að gera eins og fjöldamörg önnur bæjarfélög, drepa fíflana áður en þeir blómstra og sá sér. Og gera það almennilega - endanlega. Ræktunarmenn kunna til þess ráð. Það er ekki til neins að bera því við að eitrun sé hættuleg, vond og óvæn umhverfinu. Hvað haldiði að lóðaeigendur sem ekki nenna að skera upp eins og ég, og eru búnir að fá nóg fyrir löngu, noti miklu meira af eitri en nauðsynlegt er til að reyna að halda umhverfinu sæmilega hreinu? Það er eitrað um allan bæ, en bara svo marklaust að vonlaust er.
Örugglega væri hægt að finna eitthvað uppbyggilegra fyrir krakkana að dunda við þessar vikur sem þau eru í "hreppsvinnunni" en að liggja dögum saman við að blokka blöð af rót, sem bara hlær að þeim. Í minni sveit hefði það í eina tíð verið kallað glórulaust "fokk".
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.5.2008 | 17:04
Rebbi er einn í heiminum á Ströndum
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2008 | 00:10
Einn ökumaður í bílnum?
![]() |
Tvö umferðaróhöpp á Grafningsvegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.5.2008 | 13:36
Vonandi kemur það þeim ekkert við
![]() |
17 ára stúlka grunuð um morð í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.5.2008 | 20:55
Yfirlysingar duga skammt
![]() |
Lýsir stuðningi við Júlíus Vífil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2008 | 20:29
Það gerðist líka á Íslandi
Það erörugglega ekkert óvenjulegt að gleyma einum og einum krakka hér og þar.
Einu sinni, fyrir tíma farsímanna, gleymdist stúlkubarn í Fossnesti. Hún var reyndar komin það á legg að við þurftum hvorki að gefa henni pela eða skipta á henni. Það eina sem hægt var að gera var að halda henni uppi á snakki og dæla í hana sætindum og gosi og óska þess svo að foreldrarnir uppgötvuðu tjónið áður en komið væri á Klaustur.
Þau voru komin að Seljalandsfossi þegar upp komst. Greyin urðu að snúa við og leita í öllum sjoppum sem þau höfðu komið í á leiðinni, og fundu hana loks í góðu yfirlæti hjá okkur. Mig minnir að þau hafi gleymt að þakka fyrir allt nammið.
![]() |
Gleymdu barninu á flugvellinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.5.2008 | 20:19
Og enn er vor
Í dag var indælt veður. Fyrst svolítið rakt í lofti, en eftir hádegið þornaði og svo endaði með sólskini. Hitinn var örugglega nær 20 en 10 ég bara gleymdi að gá.
Við vorum svo lánssöm að í dag var ákveðin golfferð hjá hreystihópnum. Fórum uppá golfvöll eftir hádegið gangandi eða hjólandi, (ég gekk) strákarnir lærðu þar það sem helst þurfti að læra og slógu svo kúlur góða stund. Ég passaði mig að vera fyrir aftan þá og hvergi nærri skotlínu. Líka rölti ég uppá hólinn og hitti þar tjaldapar. Tók mynd af strákunum úr fjarlægð með Selfoss í baksýn. Svo fór ég niður til þeirra og filmaði snilldartilþrifin. Ég ætla að sýna þeim myndirnar þegar við höldum 10 ára útskriftina hátíðlega eftir ellefu ár. Ég er búin að lofa að vera lifandi þá og vona að mér takist að standa við það.
Svo fórum við aftur heim í skóla og sum okkar fóru þá beint í matreiðslu. Þar bjuggum við til pizzu sem bragðaðist vel. Við vorum auðvitað orðin svöng, ég gleymdi að segja frá byrjuninni, tveggja tíma útileikfimi fyrir hádegi. Vor í Árborg.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2008 | 17:16
Hvar voru verndunarsinnar þá?
![]() |
Telur sveitarstjórn Ölfus vanhæfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2008 | 21:13
Vor í Árborg
Svo segja þeir alla vega í auglýsingunum. Ég er hrædd um að við séum að fara á hausinn af öllum þessum auglýsingum í útvarpinu. Mikið má koma inn á móti ef ekki á illa að fara.
Og kannski kemur mikið inn?
Við fórum í dag að leita að "vorinu í Árborg".
Þegar við vorum búin að gera allt sem átti að gera um helgina létum við verða af því. Við þurftum "nebbla" að gera svo margt að þetta komst ekki í verk fyrr en síðdegis í dag.
Við vorum þá búin að fara sex ferðir á haugana með jólatréð, það var búið að liggja hér á lóðinni í viku, fimmtán metra tré, ekkert smámál að koma því frá sér. Svo var þá hægt að taka til á lóðinni sem var undir trénu, og því lukum við. Við erum líka búin að fara í sveitina og skoða gróðurinn í Mýrinni, hann synist koma vel undan vetri, nema nokkur tré sem hafa sligast undan snjó. Við fórum líka í fjórar heimsóknir í þeirri ferð og eitt matarboð í Leynigarði.. Svo var í gær kvöldmatarboð hér fyrir börnin sem voru í grenndinni. Það er búið að flísa og ganga frá því öllu. Ég þvoði gróðurhúsið í gær og tók þar vel til. Þetta er bara það sem ég man í fljótheitum. Við vorum sem sagt rosalega dugleg og fórum svo síðdegis með Helgu Guðrúnu að skoða vorið í Árborg. Fyrst komum við út á Austurveg og þar var þá ekki kvikindi á ferð, bara dauður bær? Þá fórum við á Arnberg í ís og þar var lífsmark, nokkrir að þvo á planinu.
Við keyrðum svo í Sandvíkurhreppinn og þar var næst fólk að sjá. Frænkur og mæðgur og tík, í gönguferð við Sandvík, með nýtt og flott hús í baksýn.
Á Eyrarbakka fundum við þennan "Gónhól", sem er alltaf verið að auglýsa, og þar fann ég líka að húsabaki tvo pilta sem sögðust vera "að njósna". Þeir voru með sérstaka njósnaratösku, sem þeir sögðu að gæti"skotið sjálf"?
Að síðustu sáum við "á milli byggða", heyverkunartækin þeirra strandbúa, tilbúin til átaka sunarsins. Svona er nú "vorið í Árborg".
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar