Vel heppnuð "fíflaræktun" á Selfossi

Í mörg ár hef ég undrað mig á því hversu einkennilega er staðið að hreinsun illgresis  á löndum, lóðum, götum og stéttum bæjarins. Fíflarnir eru reyndar aðaláhugamálið mitt núna.    

Fíflarnir vakna af vetrardvala í maíbyrjun. Nú eru þeir að ljúka sínu blómgunarskeiði og  biðukollurnar bíða þess um allt að goluhviða feyki fræjunum á góðan stað til spírunar. Þessu er öllu farsællega lokið áður en krakkarnir eru búnir í skólanum og leggjast niður á gangstéttunum til að blokka blöðin ofan af rótunum, sem eru þá ekki seinar að koma sér upp nýjum blöðum og undirbúa sig fyrir blómgun næsta vors.

Krakkagreyin verða kannski alveg hissa þegar þau sjá í haust fíflabreiðuna sem þau töldu sig vera að útrýma í júní?   Reyndar held ég ekki að áhuginn á sumarvinnunni sé svo mikill að þau taki eftir því.

En aftur að fræjunum sem fuku frá biðukollunni. Þau verða von bráðar að nýjum fíflum. Gróskumiklum og fallegum sem vaxa og dafna í gangstéttum, götuköntum, görðum og grasblettum.  Á hverju vori sker ég upp úr minni litlu lóð fleiri hundruð fífla sem hafa komið einhversstaðar úr buskanum. En það eru ekki allir garðeigendur jafn áhugasamir við útrýminguna og ég. Sumir bara hafa ekki nokkurn áhuga á fíflum og skilja ekkert í því hvernig stendur á þessu eilífa illgresi í lóðinni.  Og þar má líka sjá njóla í fjöldaframleiðslu ásamt ýmsu öðru.

Einhverjir segja sjálfsagt að fíflar og njólar séu bara falleg blóm og það er sjónarmið fyrir sig. En þá ætti bara að hafa hluta bæjarins fyrir það fólk. "Þeir sem ætla að rækta fífla, njóla, hvönn og sóleyjar fá úthlutað lóðum hér eða þar". 

Og bærinn á að gera eins og fjöldamörg önnur bæjarfélög, drepa fíflana áður en þeir blómstra og sá sér. Og gera það almennilega - endanlega.  Ræktunarmenn kunna til þess ráð. Það er ekki til neins að bera því við að eitrun sé hættuleg, vond og óvæn umhverfinu. Hvað haldiði að lóðaeigendur sem ekki nenna að skera upp eins og ég, og eru búnir að fá nóg fyrir löngu, noti miklu meira af eitri en nauðsynlegt er til að reyna að halda umhverfinu sæmilega hreinu? Það er eitrað um allan bæ,DSCF9310DSCF9311 en bara svo marklaust að vonlaust er.

Örugglega væri hægt að finna eitthvað uppbyggilegra fyrir krakkana að dunda við þessar vikur sem þau eru í "hreppsvinnunni" en að liggja dögum saman við að blokka blöð af rót, sem bara hlær að þeim. Í minni sveit hefði það í eina tíð verið kallað glórulaust "fokk".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komdu sæl Helga Ragnheiður!

Gaman að lesa þína pistla , í allan vetur hef ég skemmt mér við þann lestur en aldrei látið svo lítið að svo mikið sem kvitta fyrir , er það ekki algjör dónaskapur ? það verður þá að hafa það.

En nú er ég í heimsókn og langar að segja þér að mér finnast fíflar, sóleyjar og njóli fallegar jurtir !!!!!!! Ætti ég kanski að eiga heima í sveitinni ,,,? Og annað mér finnst garðurinn ykkar hjóna afar fallegur , leit yfir hann síðast í morgun .

Bestu fífla-kveðjur. Anna Kolla frá Flúðum

Anna Kolla (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 23:21

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Takk fyrir komuna Anna Kolla. Þu veist væntanlega að þú ert bara ein af mörgum í sömu ætt sem  koma hér reglulega í heimsókn.

Kannski er það "sveitamennskan" sem tengir okkur. Við ættum kannski best heima í því umhverfi eins og fíflarnir. 

Komdu sem oftast. kv. 

Helga R. Einarsdóttir, 23.5.2008 kl. 23:54

3 identicon

Þið eruð nú meiri "fíf......"

mýrarljósið (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 08:42

4 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Við deilum saman áhugamáli um fífla. Ég hef síðustu ár mætt með hníf og skorði upp illgresið, fíflana úr garðinum. Þetta hef ég kallað fíflastríðið. Ég gafst upp fyrir tveim árum, þá voru þeir svo öflugir að ég greip til eiturefna, en stefnan hjá mér er að nota sem minnst af þeim efnum.  Í dag er ég með mjög góða stöðu í stríðinu við fíflana á flötinni hjá mér, en þetta eru baráttuglaðar plöntur.  Sniðugast finnst mér þegar þær vaxa einn sentimetra til að losna við sláttuvélina!  En þá mæta þær bara hnífnum.

Sigurpáll Ingibergsson, 29.5.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 197003

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 92
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband