Helgin, í myndum og örfáum orðum

Þessi helgi var frekar erfið. En kannski bara ágæt upphitun fyrir þá næstu sem verður miklu erfiðari - eða þannig.

Fljótlega eftir vinnu á föstudag lagði ég af stað í óvissuferð með öðrum "karlakórskonum" og fórum við vítt og breitt um Flóann. Komum við í flottu safni Óla í Forsæti og líka blómabúð í Þorlákshöfn, sem er svo fín að hún er sýnd í sjónvarpinu hvað eftir annað. Þetta er svona búð sem er "nefnd" í Innlit útlit, og búðir sem eru kynntar þar hefur mér skilist að séu "fínar" búðir. Fólkið í þessum þætti verður ekki fyrir verra áfalli en þegar einhver missir útúr sér að hann hafi nú bara keypt eitt eða annað í Rúmfó eða IKEA. Það eru víst ekki "fínar" búðir.

Alla vega við fengum fínar móttökur og veitingar í þessari blómabúð, kannski er það málið, veitingarnar?

Svo vorum við allt í einu komnar að Hótel Hlíð í Ölfusi og þar fengum við góðar viðtökur og dúkuð borðin svignuðu fljótlega undan góðum mat og drykkjum við hæfi.

Svo kom nóttin.

Á laugardaginn fór ég fyrst aðeins í ruslaferð í garðinum en svo komu tvær kaupstaðarmeyjar í helgardvöl hjá ömmu og afa og þar með var ruslið gleymt. Urður og Una tóku svo þátt í að taka á móti öðrum gestum sem tíndust inn síðdegis. Emil kom með mömmu sinni á leið í sveitina og Dýrleif Nanna kom með foreldrunum til að hitta frænkurnar.

Svo kom önnur nótt og það var svolítið á reiki hver svaf í hvaða rúmi.

Stúlkurnar voru svo sóttar af örþreyttum foreldrum uppúr hádegi á sunnudag og þá fórum við að tygja okkur til söngferðar í Reykjavík. Karlakórinn söng í Háteigskirkju síðdegis, en áður kom hann við í garði hér á Selfossi og söng fyrir afmælisgesti í austurbænum. 

Það er engin nauðsyn að fara bara á tónleika til að hlusta á söng, það má alveg gera eitthvað annað í leiðinni og útkoman getur bara verið nokkuð góð. 

Svo var komið kvöld og fljótlega nótt, ég svaf eins og steinn til morguns.

Vonandi geri ég það líka næstu nótt, samt kvíði ég aðeins morgundeginum.

DSCF8464DSCF8535DSCF8567DSCF8606DSCF8607Samræmdu prófin byrja klukkan níu í fyrramálið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Þú gleymdir að minnast á w.c.-ið í rútunni!

Ég sé í hausana á ömmu Báru og Brendu í Háteigskirkju .

Var þatta bara einhver stúlka sem teiknaði svona flottan karlakór?

Tekur þú samræmt próf?....ef svo "brake a leg!"

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 28.4.2008 kl. 23:28

2 Smámynd: Josiha

Gott að fleiri en ég noti ennþá orðið "að tygja"

Josiha, 28.4.2008 kl. 23:38

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Hver gerði þessar fínu tiekningar í bókina? Þú hefur meir en nóg að gera og þetta hefur verið skemmtileg helgi. Ég er svona ófín frú sem gerut keypt i Rúmfatalagernum og Ikea. hahah

Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.4.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 90
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband