Færsluflokkur: Dægurmál

Dagur tíu - heitur langur dagur

Og við gerðum allt sem sést á myndunum. Það var ekkert smáræði og það sést ekki þegar við fórum á Arnberg til að kaupa ísinn, eða þegar Una þvoði bílinn meða afa , eða þegar við fórum á grundarólóinn og borðuðum þar nestið, eða þegar við fórum að kaupa sundbolinn. En það sést heilmikið samt.DSCF5791DSCF5803DSCF5797DSCF5806DSCF5813DSCF5834DSCF5836

Dagur níu - þetta er alveg að taka enda

Við gerðum eiginlega ekkert í dag, við erum farnar að gera ýmislegt aftur og aftur.

Við fórum í sund.  Og svo komum við heim nógu seint til þess að við höfðum bara engan tíma fyrir hádegisundirbúning. KFC.

Svo hringdu foreldrarnir - og sendu myndir í tölvuna úr einhverri skemmtisiglingu á milli fjalla.  Og það voru hús utaní fjöllunum. Svo fórum við í Hveragerði á blómahátíð. Það var eiginlega það merkilegasta sem gerðist í dag. Við Urður löbbuðum í gegnum bæinn og tókum myndir af faglegum orsökum en afinn og Una biðu í bílnum á planinu  hjá tuska. Þess vegna lenti Una ekki á mynd í Hveragrði. Svo fórum við  inn í búðina DSCF5709DSCF5701DSCF5525DSCF5777og keyptum axlabönd á Unu. Hviss bang - fórum heim. Með viðkomu í Sunnlenska, Bónus og Strokkhól.

Una sagði allt í einu uppúr þurru í kvöldmatnum: "amma manstu þegar þú komst að sækja mig í flugvélina"?  Haaa - auðvitað sagði ég já, ég hef svo oft sótt á flugvöll að maður man ekki einstakar ferðir. "Og ég hljóp til mömmu", hélt hún áfram. Ég fór að pæla --- Rosalega hefur þetta verið merkileg heimkoma að hún skuli muna svona - örugglega meira en ár aftur í tímann og hún er ekki orðin fjögurra ára.

 


Dagur átta - sólskinsdagur

Klukkan var ekki nema tíu í morgun þegar við vorum komin í sveitina.

Nú stóð til að taka til hendinni svo um munaði,enda ekki alltaf sem maður hefur tvær vinnukonur til verkanna. 

En þær voru ekki lengi að átta sig á aðstæðum. Eins og veðrið var og allt mannlíf í sveitinni var augljóst að hægt var að finna sér ýmislegt skemmtilegt að fást við annað en að bera á palla eða grisja rófur og reyta arfa.

Þær settust samstundis að samningaborði og tældu fljótlega langömmu sína háaldraða til að vinna öll verstu verkin - að sjálfsögðu með ömmunni og afanum.

Sjálfar lögðust þær út,  eða svo gott sem.

Að vísu komu þær heim til að borða í hádeginu en voru annars að mestu á flandri um sveitina. Léku á trambolíni og lögðu sig í hengirúmi. Fóru á strandblakmót og þeystu um á fjórhjóli. Ömmurnar svitnuðu í rófugarðinum á meðan, báru á kartöflurnar og allt sem átti að fá áburð, en afinn bar á pallinn og sló í kringum trén ömmunnar.

Svo að síðustu komu þær þó á hjólinu með frænku sinni til að líta á verksummerki.

Júlía kom með og Una sýndi henni hvað rófugarðurinn liti orðið ljómandi vel út.        Þær voru alveg sammála um það. Þetta hefði bara tekist nokkuð vel hjá gömlu konunum.  DSCF5644DSCF5649DSCF5645DSCF5677DSCF5670


Dagur sjö - og þá týndist sundbolurinn

Una  er mjög áhugasöm um pöddur af öllu tagi.

Í morgun fundum við hlussukónguló utan á gróðurhúsin, hún svaf þar í rifu og átti sér einskis ills von.  Urður sagði systur sinni að pota í hana - ekki hafði hún áhuga á því sjálf. Sú stutta var ekkert bangin við að taka á kvikindinu en ég kom í veg fyrir það. Vildi síður að hún sprengdi bandólétta hlussuna á milli fingranna. Ég hef séð það sem kemur innanúr þegar þær springa. Milljón kóngulóarbörn sem eru fljót að dreifa sér um allt. Kónguær hafa víst ekki vott af móður eða föðurást til afkvæmanna, enda víst dauðar þegar þau fara á stjá.  En ég kom semsagt í veg fyrir frekari þreifingar á skepnunni. Þá datt þeim systrum það snjallræði í hug (ekki veit ég hvorri) að fara inn og sækja úðabrúsa með vatni.

Þær fóru margar ferðir inn til að fylla brúsann, en ég dundaði annað á meðan.

Svo komu þær og báðu mig að koma og sjá hvað þær höfðu afrekað meða vatninu.   Þær voru búnar að drekkja bandóléttri kóngulóarrmömmunni. Hún var orðin að ókennilegri klessu á jörðinni. Ég er fegin að ég var ekki viðstödd, mig grunar að fleiri meðöl en vatnið hafi komið við sögu.

Við fórum svo í sund og þar var Una langa lengi með smáflugu í lófanum að bjarga henni frá drukknun. Seinna í dag komumst við að því að sundbolurinn hennar Urðar hafði gleymst í klefanum. Ég fór að leita en fann ekki.

Kannski kemur hann í leitirnar á morgun, en eins gæti verið að einhver hafi verið "svo heppinn að finna hann".

En stúlkan hefur ekki endilega áhuga á að halda lífi í öllum kvikinum sem hún rekst á. Ég mátti hraða mér til að bjarga lífi járnsmiðsgreys sem hún var að pína á tröppunum síðdegis og gekk ekki of vel að sannfæra hana um að þetta væri ekki kónguló. Auðvitað var það líklegast,DSCF5635DSCF5637DSCF5643 hann skreið, alveg eins og fórnarlambið fyrr í dag.

Svo var lokið við að mála vindskeiðarnar seinni partinn og við Una löbbuðum í Bónus. Þar fengust þessir líka finu "Hello kitty" vinnuvettlingar, einmitt eins og hana hafði sárlega vantað svo hún gæti orðið að einhverju liði.

Gott ef ekki mamma hennar hafði sagt "að Una verður að fá einmitt svona vettlinga". Það er með ólíkindum hvað barnið "man" af svona athugasemdum sem mamman eða pabbinn eða leikskólakennarinn hafa látið sér um munn fara?

Hún gat svo ásamt systur sinni hjálpað afa sem var að snyrta tré á bak við hús. Þetta voru alveg ágætir vinnuvettlingar.


Óþolandi dylgjur og hálfkveðnar yfirlýsingar

Óþolandi fréttaflutningur af því sem engar fréttir eru.

Hættið að gefa fréttamönnum færi á ykkur, villuráfandi stjórnmálamenn.

Farið huldu höfði og reynið að gera það sem við vorum svo vitlaus að ætla ykkur. 

Fréttamenn - farið sem flestir í langt sumarfrí - þið spyrjirð svo ótrúlega glataðra spurninga.  Hvað ef - sé  -kannski - eru það fréttir?

Líklega hefði þjóðstjórn verið illskásti kosturinn.

Ég hef ekki vit til að hafa skoðun á þessu Icesave máli - alla vega ekki til að bitra á prenti.  


mbl.is Umsátur um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur sex

Engin sól í dag - og ekki heldur sund.

Við sáum í Sunnlenska, sem við fengum í gærkvöldi, að það hefðu fundist garðálfar fjöldamargir einhversstaðar úti í bæ. Greinilega eitthvað sem óprúttnir pörupiltar höfðu hnuplað í görðum bæjarbúa.

Ég hef ákveðnar hugmyndir um sálarástand þeirra sem stunda þessa iðju.  Þetta eru krakkar sem ættu eiginlega að vera komnir á unglingastigið en gengur illa að gleyma barnadótinu sínu= gengur illa að hætta að leika sér að bílum og dúkkum og svoleiðis.

Þess vegna verða greyin fyrir "flassbacki" þegar þeir sjá garðdverga og taka þá til að leika sér að eins og barnadótinu sem þeir áttu fyrir frekar fáum árum.  

Greyin, það verður að vorkenna þeim þessa hnökra á þroskanum.

Það er svo örugglega hlegið að þeim þegar þeir fara að leika með dvergana og þá gefast þeir upp. 

Það var fyrir nokkrum árum, að við áttum þrjá eða fjóra svona garðálfa.

Þeim var öllum stolið í skjóli nætur, þeim síðasta á nýársnótt þar sem hann stóð upplýstur og horfði með aðdáun á jólatréð í garðinum. 

                                                                                                                                Þess vegna datt mér í hug að kanna þetta sem tilkynnt var í Sunnlenska. Kannski hafði sá sem tók mína álfa DSCF5621DSCF5624DSCF5626DSCF5634haldið áfram að þroskast og væri jafnvel orðinn fullorðinn núna og fluttur að heiman. Foreldrar hans hefðu svo fundið dvergasafnið innst í horninu á bílskúrnum og ekki haft önnur ráð en að fara með þá á  víðavang og vona að eigendur fyndust. Kannski var einhver minna  álfa í safninu hjá löggunni.

 

Við stöllur fórum þess vegna út á löggustöð og fengum að skoða þar garðálfa.

En enginn var í bláum buxum með skóflu eða rauðri treyju með lukt.

Kannski okkar álfaræningi sé sérstaklega seinþroska?

Eftir hádegið kom Dýrleif í heimsókn og við fórum allar í skógarferð. Með nesti og poka fyrir hundasúrur sem eru nú orðnar fastur liður á matseðlinum.

Það var engin sól, en heldur ekki rigning. Eiginlega bara gott og aðgerðalaust veður.

Síðdegis var svo bara hefðbundin vinna í skúrnum, það er bara einn dagur eftir í vidskeiðamálningu. 

 


Dagur fimm

Þær gera það ekki endasleppt blessaðar vinnukonurnar.

Ekki voru þær fyrr komnar á stjá í morgun en þær voru farnar út á róló. Skömmu síðar kom önnur inn og bað um ílát - þær væru búnar að finna mat handa okkur - og alveg nóg til dagsins. Ég fór á eftir henni út að kanna málið. Þær voru búnar að finna fullt af hundasúru um allan róló. Slitu upp blöð og stöngla.  Blöðin  átu þær jafnóðum, en stönglarnir fóru í skálina og skyldu notaðir í hádeginu.

Sögðu þetta algengan hversdagsmat í Borgarfirði.

Við fengum svo reyndar annan mat með þegar að hádegi kom, og vorum allar saddar og sælar þegar við fórum í sundið.

Við höfum ákveðið að fara bara annan hvern dag í laugina og það passaði vel - í dag var sól og blíða. Júlía er áDSCF5614DSCF5611DSCF5589DSCF5591 sundnámskeði, en kom svo út til okkar og var hjá okkur og kom með okkur heim. Mamma hennar fór í skólann í Reykjavík.  Hún tók Helgu Guðrúnu með sér sem er komin heim úr Vestmannaeyjum í helgarfrí af því hún á afmæli á föstudaginn.DSCF5586

Svo við vorum orðnar fjórar og fjölgaði enn eftir að heim kom, þá fékk Dýrleif Nanna að koma líka.  Við vorum lengi á róló og gerðum þar ýmislegt skemmtilegt.

Systurnar byrjuðu auðvitað á að kenna hinum að þekkja hundasúruna og kosti hennar í kreppunni. Svo tíndum við sprek og byggðum hús og þvottasnúrur með laufblöðum bæði fyrir þök og þvott á snúrunum. 

Svo bara fórum við inn og fengum okkur mjólk og kex og kleinur. 

 


En hvernig væri að hætt þessu biðlaunabulli?

Það eru hvort sem er bara einhverjir hálauna skarfar sem eiga rétt á þeim. Ég held þeir myndu bara fara betur með aurana sína og gætu alveg lifað af þeim í nokkra mánuði, þó bið væri á næsta sæti hjá kerfinu. Ekki kæmi víst til greina að skjótast í hvaða verk sem væri - svona til að brúa bilið.
mbl.is Einar Karl tímabundið í forsætisráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur fjögur

Klukkan átta núll átta - háttatími hjá yngri vinnukonunni- og málið er dautt - ekki meira af henni að segja þann daginn.

Í morgun vöknuðum við upp við rigningu, ekki þó slagveðursrigningu, heldur grasveður af bestu sort. Við fórum samt út að gá til veðurs og kanna mannlífið í hverfinu.

Regnhlífin kom sér vel og það var engin hætta á að hún tækist á loft - það var logn. 

Mannlífið var ekkert utan nokkrir bæjarvinnukrakkar sem kröfsuðu illgresi úr gangstéttarköntum.     

Eftir hádegið fórum við ekkert út, það rigndi endalaust og við fórum í sund í gær, höfum ákveðið að það sé nóg að fara annan hvern dag.

En á  síðustu og  verstu tímum hefur  heimilisiðnaður  af ýmsu tagi vaknað upp hjá þjóðinni og auðvitað líka hjá okkur.  Á meða önnur  prjónaði  vetrarflíkur horfði hin á Bubba byggja og  bauð með sér gestkomandi  frænku sinni. Við héldum reyndar smá stund  að við værum búnar að eyðileggja videotækið, en það slapp. 

Aldeilis heppni fyrir Bubba, Dodda og Sollu stirðu.

 Þar sem til stendur að auka hagvöxtinn í austurbænum í sumar, með endurbótum á húsi og viðbyggingum ýmiskonar, fór afinn í skúrinn eftir vinnu, til að mála vindskeiðar. Urður fór með honum og hjálpaði til. Við Una fórum á meðan í gönguferð - það var að stytta upp, og svo litum við eftir gróðrinum í reitnum, hvort allt hefði náð að blotna þar vel. Svo er nú bara komið kvöld og spáir blíðu á morgun.

Fyrisætur dagsins eru Urður, Una,DSCF5578DSCF5582 Dýrleif Nanna og afi Sigurdór.  Myndirnar eru allar í vitlausri röð, það er eitt sem mér hefur ekki tekist að læra.

DSCF5569DSCF5574 DSCF5532DSCF5566


Tryggingagjöldin?

Er nema furða að við þurfum að borga óheyrilegar upphæðir til trygginganna?
mbl.is Rifta kaupum á húsi í Macau
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband