Færsluflokkur: Dægurmál

Sumar í Rauðholti

Einu sinni voru börnin í þéttbýlinu send  í sveit á sumrin og voru talin einstaklega heppin þau sem fengu. Þau voru víst "látin vinna baki brotnu" og fengu fæst borgað fyrir stritið, máttu þakka fyrir að fá að læra að taka til hendinni. Ég þekki þetta vel af því að ég sat við sama borð og þessi blessuð börn, vann allt sem hægt var að nota mig til frá frumbernsku.

Hvað sem sagt er í dag af hinum ýmsu samtökum vog verndarráðum þá áttum við í sveitinni dýrðardaga, borgarbörnin og ég. Unnum jú allt sem hægt var að nýta okkur til, frá morgni til kvölds, en okkur leiddist það hreint ekki. Við fengum matartíma eins og aðrir og alltaf nóg að borða. 

Mér er enn minnisstætt þegar 13DSCF5518DSCF5521DSCF5527 ára stelpa á næsta bæ sagði við mig um eina nýkomna 12 ára sumarstelpu, "Ég held við ættum ekkert að vera að  flæma hana í burtu, hún getur þó unnið". 

Sú sem hafði verið á undan varð víst að gefast upp undan ráðríki okkar tveggja, "en það var hvort sem er ekkert gagn að henni". 

Nú er ég hinumegin við borðið. Með tvær vinnukonur úr borginni í vist hjá mér.

Að vísu misstórar og ólíkar í afköstum þess vegna.

En ég held þeim leiðist ekki frekar en okkur sveitastelpunum á árum áður. 

Um helgina var hér landsmót fornbílaeigenda og því fylgdu ýmis tæki sem þurfti að reyna.    Í dag fórum við í sund og svo líka í búðir og fleira.

Þær sáu svo um kvöldmatinn með mér. Sú eldri hefur smá áhyggjur af að ég sýni hana í tölvu"vinnunni". Fólk gæti haldið að það væri hennar aðalstarf, en það er nú hreint ekki, hún hespar það af á klukkutíma.  Og nú rignir í Rauðholti.

 


Þessi Reykjadalur er í Hrunamannahreppi

Kortið sem hér er birt með fréttinni vísar á bæ í Hrunamannahreppi sem heitir Reykjadalur. Bruninn varð í Reykjadal ofan Hveragerðis - þar er Reykjadalur örnefni.
mbl.is Eldur kviknaði í skála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var enginn með myndavél á svæðinu?

Mér finnst ekkert að marka svona frétt með mynd af einhverju allt öðru umhverfi.

Þá er betra að hafa enga mynd.


mbl.is Skáli brann í Reykjadal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég veit um aðra flösku

Þegar félagsheimilið á Flúðum var í byggingu, á árunum 1956-8 kallaði Stefán yfirsmiður á okkur krakkana í Fúðaskóla og bað okkur að skrifa nöfnin okkar á blað.

Hann setti það síðan í flösku sem hann lagði undir gólfið í salnum.

Ég veit reyndar að síðan er búið að skipta um gólf, en flaskan fannst ekki þá - svo ég viti. 


mbl.is Flöskuskeyti frá 1946 fannst undir gólffjölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boston er besti staðurinn

Það er líka eini staðurinn í Ameríku sem ég gæti rápað um göturnar og alltaf komist heim aftur.  Svo þarf maður varla að nota þar neitt af fötum (yfir sumartímann).

Það er sparnaðarráð að flytja til Boston.


mbl.is Icelandair flytur svæðisskrifstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þá leggst ég út

Sumarfrí - svolítið einkennileg tilfinning alltaf. Ekkert að vakna snemma í fyrramálið, samt veit ég að ég verð vöknuð fyrir sjö eins og venjulega. Ég þarf eitt og annað að snúast, en svo leggst ég út, í bókstaflegum skilningi. Ég leggst á fjóra fætur hér fyrir utan húsið og skríð svo þar um allt þangað til allt illgresi er horfið og allar plöntur komar í þá potta sem passa. Þetta verður bullandi vinna - launalaust.

Seinna fer ég svo kannski í útilegu, svona eins og venjulegt fólk gerir í fríinu.Scan10001Scan10008


Hmmmm?

Í Borgarfirði - undir Akrafjalli? Ég er líklega eitthvað farin að ruglast.
mbl.is Umferðaróhapp undir Akrafjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á sjötta tímanum!

Hefði ekki verið nær að koma sér fyrr heim í bælið?

Dettur engum í hug að breyta þessum ruglaða opnunartíma veitingahúsa?

Þetta er svo algerlega "2007". 


mbl.is Rotaðist í slagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kunnið ykkur þá hóf

Mér finnst bara allt í lagi að taka gjald af fólki sem kemur til að skoða merkilega staði.

Þetta er víða gert í útlöndum og við höfum nú hingað til talið okkur fullsæmd af að apa eitt og annað eftir þeim sem þar búa.

Meira að segja hef ég keypt mig inn í ísgerð í Ameríku, þar sem ég rápaði svo um allt, horfði á video og át ís - og fannst bara fínt. Svona mætti gera hjá Kjörís í Hveragerði.

Kannski íslenskir foreldrar færu að sýna krökkunum sínum Gullfoss og Geysi, Þingvelli og Skógafoss ef það þyrfti að borga, það væri þá kannski "flottara".

Ég vinn í skóla og rek mig á það hvað eftir annað að fjöldamörg börn hafa ekki hugmynd um þessa staði og vita ekkert í hvaða átt ætti að fara til að finna þá.

En eitt verður þó að varast, sem okkur Íslendingum hættir allt of oft til - það má ekki kosta of mikið. 

 


mbl.is Umhverfisgjöldum ætlað að tryggja uppbyggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband