Sumar í Rauðholti

Einu sinni voru börnin í þéttbýlinu send  í sveit á sumrin og voru talin einstaklega heppin þau sem fengu. Þau voru víst "látin vinna baki brotnu" og fengu fæst borgað fyrir stritið, máttu þakka fyrir að fá að læra að taka til hendinni. Ég þekki þetta vel af því að ég sat við sama borð og þessi blessuð börn, vann allt sem hægt var að nota mig til frá frumbernsku.

Hvað sem sagt er í dag af hinum ýmsu samtökum vog verndarráðum þá áttum við í sveitinni dýrðardaga, borgarbörnin og ég. Unnum jú allt sem hægt var að nýta okkur til, frá morgni til kvölds, en okkur leiddist það hreint ekki. Við fengum matartíma eins og aðrir og alltaf nóg að borða. 

Mér er enn minnisstætt þegar 13DSCF5518DSCF5521DSCF5527 ára stelpa á næsta bæ sagði við mig um eina nýkomna 12 ára sumarstelpu, "Ég held við ættum ekkert að vera að  flæma hana í burtu, hún getur þó unnið". 

Sú sem hafði verið á undan varð víst að gefast upp undan ráðríki okkar tveggja, "en það var hvort sem er ekkert gagn að henni". 

Nú er ég hinumegin við borðið. Með tvær vinnukonur úr borginni í vist hjá mér.

Að vísu misstórar og ólíkar í afköstum þess vegna.

En ég held þeim leiðist ekki frekar en okkur sveitastelpunum á árum áður. 

Um helgina var hér landsmót fornbílaeigenda og því fylgdu ýmis tæki sem þurfti að reyna.    Í dag fórum við í sund og svo líka í búðir og fleira.

Þær sáu svo um kvöldmatinn með mér. Sú eldri hefur smá áhyggjur af að ég sýni hana í tölvu"vinnunni". Fólk gæti haldið að það væri hennar aðalstarf, en það er nú hreint ekki, hún hespar það af á klukkutíma.  Og nú rignir í Rauðholti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er sérlega ánægjulegt að sjá þessar myndarstúlkur leggja hart að sér og hjálpa til í vinnunni. Það er alveg ótrúlegt hvað hún Urður getur afkastað á klukkutíma.

Foreldrarnir í Mílanó (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 126
  • Frá upphafi: 196983

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband