Dagur sjö - og þá týndist sundbolurinn

Una  er mjög áhugasöm um pöddur af öllu tagi.

Í morgun fundum við hlussukónguló utan á gróðurhúsin, hún svaf þar í rifu og átti sér einskis ills von.  Urður sagði systur sinni að pota í hana - ekki hafði hún áhuga á því sjálf. Sú stutta var ekkert bangin við að taka á kvikindinu en ég kom í veg fyrir það. Vildi síður að hún sprengdi bandólétta hlussuna á milli fingranna. Ég hef séð það sem kemur innanúr þegar þær springa. Milljón kóngulóarbörn sem eru fljót að dreifa sér um allt. Kónguær hafa víst ekki vott af móður eða föðurást til afkvæmanna, enda víst dauðar þegar þau fara á stjá.  En ég kom semsagt í veg fyrir frekari þreifingar á skepnunni. Þá datt þeim systrum það snjallræði í hug (ekki veit ég hvorri) að fara inn og sækja úðabrúsa með vatni.

Þær fóru margar ferðir inn til að fylla brúsann, en ég dundaði annað á meðan.

Svo komu þær og báðu mig að koma og sjá hvað þær höfðu afrekað meða vatninu.   Þær voru búnar að drekkja bandóléttri kóngulóarrmömmunni. Hún var orðin að ókennilegri klessu á jörðinni. Ég er fegin að ég var ekki viðstödd, mig grunar að fleiri meðöl en vatnið hafi komið við sögu.

Við fórum svo í sund og þar var Una langa lengi með smáflugu í lófanum að bjarga henni frá drukknun. Seinna í dag komumst við að því að sundbolurinn hennar Urðar hafði gleymst í klefanum. Ég fór að leita en fann ekki.

Kannski kemur hann í leitirnar á morgun, en eins gæti verið að einhver hafi verið "svo heppinn að finna hann".

En stúlkan hefur ekki endilega áhuga á að halda lífi í öllum kvikinum sem hún rekst á. Ég mátti hraða mér til að bjarga lífi járnsmiðsgreys sem hún var að pína á tröppunum síðdegis og gekk ekki of vel að sannfæra hana um að þetta væri ekki kónguló. Auðvitað var það líklegast,DSCF5635DSCF5637DSCF5643 hann skreið, alveg eins og fórnarlambið fyrr í dag.

Svo var lokið við að mála vindskeiðarnar seinni partinn og við Una löbbuðum í Bónus. Þar fengust þessir líka finu "Hello kitty" vinnuvettlingar, einmitt eins og hana hafði sárlega vantað svo hún gæti orðið að einhverju liði.

Gott ef ekki mamma hennar hafði sagt "að Una verður að fá einmitt svona vettlinga". Það er með ólíkindum hvað barnið "man" af svona athugasemdum sem mamman eða pabbinn eða leikskólakennarinn hafa látið sér um munn fara?

Hún gat svo ásamt systur sinni hjálpað afa sem var að snyrta tré á bak við hús. Þetta voru alveg ágætir vinnuvettlingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Madur a ad vera godur vid poddur. Annars koma poddumommurnar og jeta mann.

Foreldrarnir i Milano (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 196826

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband