12.5.2010 | 19:46
Menningarvitar og menntamenn orðlausir?
Í gær rakst ég á skjal frá menntasviði Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands. Væntanlega valinn maður þar í hverju rúmi, hver öðrum gáfaðri og allir langlærðir. Á þessu litla plaggi sem í allt var ellefu línur, sá ég þrisvar sinnum orðið "handleiðari" - ha? Handleiðari! hvað skyldi það þýða? Gæti verið fólk sem leiðist hönd í hönd? Stundum er talað um "handleiðslu Guðs" - gæti það verið málið? Með vandlegri skoðun á öllum línunum ellefu fann ég út að líklega væri þarna átt við leiðbeinanda. Hvers vegna ekki er notast við eðlilegt íslenskt orð yfir fyrirbærið skil ég ekki, enda bara undirmálsstarfsmaður í lægsta þrepi menntunar í landinu.
Svo í dag las ég auglýsingu í Dagskránni þar sem auglýst er eftir starfskrafti til félagslegs stuðnings hjá bænum. Þar vantar fólk "liðveitendur"? Ég skil að þarna muni vanta stuðningsaðila, sem gæti þá verið félagsliði eða stuðningsfulltrúi, en finnst orðið liðveitandi hvort sem er í eintölu eða fleirtölu einstaklega kjánalegt. Liggur við að manni detti í hug að klúðara því alveg og sækja um vinnu sem liðveitönd. Neei það er nú bara bull. Þeir sem þarna auglýsa eru samt mjög gáfaðir og vel menntaðir- alla vega eru þeir á mörgum sinnum hærri launum en ég.
Hvernig stendur á að fólk með góða menntun týnir eðlilegum orðum úr málinu? Einangrast það í einhverri stofnanamállysku sem það svo skilur varla sjálft eða eru þetta beinar þýðingar úr einhverjum tungumálum, sem er þá líklega bara flott? Hver veit?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2010 | 20:40
Mér líst á þennan gæja
Cameron verður forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2010 | 21:43
Er ég óvinur lýðveldisins, eða kannski bara dæmigert eintak af "fólkinu í landinu"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2010 | 19:31
Og "herra" Sigurður Einarsson neitar að mæta?
Væri ég grunuð um að stela brauði í Bónus myndi "sýsli" væntanlega kalla mig til yfirheyrslu og ef ég ekki kæmi á réttum tíma myndi hann senda lögguna að sækja mig. Svoleiðis bara gengur réttvísin fyrir sig hérna fyrir austan fjall.
En stórmennið í London, Sigurður Einarsson "vill" ekki koma nema hann fái örugglega að valsa um á eigin forsendum. Hann hefur líka "boðið"saksóknaranum að koma út til að yfirheyra sig. Hvað er að- er ekki löggan í London tilbúin að hirða kauða og senda hann hingað norður í eld og eimyrju? Eða eru til einhver "sértæk" lög fyrir svona kóna?
Gæsluvarðhald staðfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.5.2010 | 20:54
Blámóðan mikla
Það sá ekki til fjalla á Suðurlandi í dag. Jú aðeins Ingólfsfjallið sást í blárri móðu sem annars byrgði fyrir fjallasýn. En það var nú heldur engin þörf á að góna til fjalla akkúrat núna. Dagurinn þétthlaðinn verkefnum.Ég byrjaði á að lesa Moggann rúmelga átta, það var ekkert merkilegt í honum, ekki neitt. Svo kom að fréttablaðinu og þar var örlítið skárra. Þar var auglýst eftir skólastjóra fyrir skólann minn, af hverju auglýsir ekki bærinn í Mogganum? Ef eiginmaðurinn hefði ekki hjólað niður á bensínstöð að sækja Fréttablaðið þá hefði ég ekkert séð þessa auglýsingu. Ekki svo sem eins og ég gæti nokkuð orðið skólastjóri, en hvað með alla hina, sem kannski eiga ekki einu sinni hjól?
Svo var mamma líka í Fréttablaðinu. Smáklausa eftir hana um 70 ára afmæli hernámsins á Íslandi. Þá var hún fimmtán ára kvennaskólamær og bjó á Suðurgötu 2 í Reykjavík. Það var mynd af henni líka, ein ný og svo önnur 70 ára gömul. Ekki var nú meira í þessu blaði. Ég opnaði tölvu og leit eftir pósti og fési. Pósturinn færði mér áminningu frá skólasystrum um hitting um næstu helgi - austur í Mýrdal. Kannski heppin eða kannski ekki? ég kemst ekki í þetta sinn elsku stelpur, en njótið stundarinnar hvort sem verður í öskunni eða annarsstaðar.
Næst var svo búðarferðin og tók ekki nema korter að fylla í allar eyður skápanna svo dugi næstu viku. Og kostaði bara smáaura.
Sóttum svo stóra kerru og fylltum með öllu ruslinu sem ég hef rótað upp af lóðinni undanfarna daga. Greinar, gras mosi grjót, leifar af öllu því sem blómstraði á síðasta sumri. Og ég ákvað svo að fara með á haugana, þessa margumræddu nýju ruslahauga. Þegar við komum niður fyrir Karlakórshús sáum við mikinn reykjarmökk stíga til himins og héldum fyrst að Geirakotsbændur væru að brenna sinu. En svo kom á daginn að þarna lá í loftinu vegaryk ógurlegt sem hreinlátir bæjarbúar þyrluðu undan bílum og kerrum. Ruslahaugavegurinn er ómalbikaður og umferðin var þétt. Þegar þangað kom var okkur vísað til garðaúrgangssvæðis og tæmdum þar kerruna. Þarna er ekki gott að henda rusli í þurrviðri og roki, það er það eina sem ég ennþá veit, hef aldrei farið í rigningu.
Svo skiluðum við kerrunni, fórum heim og skiptum um ham. Hélldum síðan í austurátt. Á Hvolsvelli kíktum við aðeins á fótboltaleik, en það var ekki sjón að sjá fyrir liðið sem við hefðum ætlað að halda með, svo við fórum bara. Slógum í og keyrðum alla leið inn að Fljótsdal að skoða gos. Þar var fullt af fólki og bílum og gosið sást ágætlega. Samt ekkert mikið betur en í myndavélunum á Þórólfsfelli, og engar drunur heyrði ég. En það er alltaf gaman að keyra um Fljótshlíðina á vorin. Lömb á túnum og bændur að slóðadraga, einn á jeppanum, en annar á fjórhjóli. Alveg gekk það fram af mér hvað bændur þarna eiga mikið af hrossum, margir tugir á mörgum túnum og nærri nagað að rót hjá sumum. Við Kaffi Langbrók voru hjólhýsi og húsbílar og fellihýsi í röðum.
Á Hvolsvelli er verið að byggja við Hlíðarenda og sýndist ekki veita af. Þar var fullt af ferðafólki. Móðan bláa byrgði sýn uppá Rangárvellina, Heklu og Búrfellið mátti aðeins greina eins og í bláum draumi. Mér er sagt að blámóðan sé sending frá Evrópusambandinu, umfram mengun sem við fáum í skiptum fyrir öskuna.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2010 | 20:06
Hér er ekki hætta á óróa í stjórnmálum
Elite keppnin á Íslandi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2010 | 22:24
Berlínaraspirnar?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2010 | 20:15
Bloggið sem beðið er eftir
Til ykkar sem eruð langt í burtu í öðrum löndum og vitið ekkert hvað gengur á hér í austurbænum. Ég skoðaði í dag veðurlýsingarnar á "yr.no" og sá að það rignir í Boston. Hér er bara sól og blíða, alveg ágætt svona út um gluggann en heldur er þó kalt í lofti. Það er eins í Minnesund, hjá henni Jóu, meira að segja bláar tölur í bland. Annars er nú víðast að hlýna, eins og á Spáni og í Danmörku og Svíþjóð, þið þar getið farið að spóka ykkur á stuttbuxunum.
Karlakórinn er farinn upp að Flúðum til að halda síðustu vortónleikana. Þeir skildu mig eftir, en ég hafði þó svo sannarlega ætlað að fara með og hlusta á þá í þriðja sinn. Svo verður á heimleiðinni komið við í Hestakránni á Skeiðunum, þar sem boðið er uppá fína súpu og svo sungið enn meira. Við fórum að stoppa þarna eftir uppsveitasönginn þegar við hættum að halda ballið á Flúðum. Kvennaklúbburinn hélt í áratugi ball á Flúðum á eftir síðustu tónleikum, æðislega vel sótt og skemmtilegt ball. En síðustu árin fór að síga á ógæfuhliðina, fólk kann ekki lengur að dansa. Það voru bara við sjálf sem mættum til að dansa og svo nokkrir rosknir aðdáendur, en allt yngra fólkið sat bara við borðin og sötraði bjór. Eða jafnvel á endanum kom ekkert til okkar heldur hékk við barinn á Útlaganum. Þar þarf ekkert að dansa.
En ég sit semsagt heima í kvöld af því ég er akki samkvæmishæf. Með hóstaköst og hnerra, táraflóð og ótótlegt útlit er ekkert gaman að fara á samkomur. Ég bara uni mér ein heima, borða ost og kex og vínber og allt annað sem ég finn í skápunum. Og skrifa svo fáein orð til ykkar.
Þetta er skrýtið ár hér á Íslandi. Ég var að tala um það við hann morgunvin minn um daginn að núna lifðum við tíma sem til dæmis pabbi minn og svo margir aðrir hefðu aldrei látið sér detta í hug að gætu komið - fyrr en kannski í heimsendinum?
Að Mogginn yrði ekki þykkari en Tíminn var á sínum tíma? Óhugsandi! Að allir bankarnir á Íslandi væru komnir á hausinn og engum pólitíkusi hægt að treysta? Útilokað, bankar voru eitthvað sem aldrei gæti brugðist og bankastjórar heiðursmenn. Ég tala nú ekki um Landsbankann.
Að sveitirnar undir Eyjafjöllum sem við keyrðum um til að fara með mig í skólann í Skógum yrðu kolsvartar af ösku í maí? Ekki séns, undir Fjöllunum er allt orðið iðagrænt í maí. Ég horfi stundum á jökulinn í myndavélunum frá Mílu og Vódafóni og hugsa þá gjarnan til þess þegar við skólasystkinin gengum Fimmvörðuháls hér um árið. Hvort við fóru yfir hálsinn eða einhverja aðra leið veit ég eiginlega ekki, en við fórum alla vega yfir og komum öll niður hinumegin.
Að ekki sé hægt að fljúga um heiminn dögum saman útaf ösku frá Íslandi? Það var nú einu sinni búið að finna tæknina upp og þá auðvitað fyrir löngu öskuvarnir á flugvélar- nema hvað? Það gýs nú víðar en á Íslandi
Þið vitið kannski ekki öll hver "morgunvinurinn" minn er? Það er strákur í fimmta bekk sem kemur alltaf við til að verða samferða mér í skólann. Dregur hjólið á eftir sér alla leið og við tölum um svo margt gáfulegt og skemmtilegt. Við þekktumst ekki neitt fyrr en við fórum að hittast á sömu leið í haust.
Ætli við förum ekki með tjaldvagninn í sveitina um næstu helgi, geymum hann þar á milli ferða í sumar. Þá getum við komist að garðhúsgögnunum og sett þau út á pallinn. Næsta víst að þá fer að rigna. Það er ein blómstrandi páskalilja að koma uppúr pallinum. Húsbílafólk er farið að leggjast út um helgar, sumir hafa jafnvel gert það í vetur líka, hörkutól í þeirra hópi eins og víðar.
Mér er sagt að það sé 40cm. klaki í jörðinni í Mýrinni, svo ekki fara nú kartöflurnar niður strax. Við erum samt búin að setja í spírun og það verður ekki minna í þetta sinn en undanfarin ár.
Við þyrftum að fá hálfs mánaðar vætutíð með góðum hita.
Nú kemur hún Fjóla heim eftir viku, það verður gaman. Hún er búin að þvælast um suður Evrópu undanfarinn mánuð og er víst farin að hlakka til að komast í bað og undir almennilega sæng.
Páll Óskar er í sjónvarpinu með Júróvisjón þátt. Mér finns Páll Óskar ágætur en nenni ekki að horfa í þetta sinn. Nóg að heyra. Mér finnst eiginlega alltaf skemmtilegast að skrifa. Og þegar ég byrja á því veit ég aldrei hvað ég ætla að setja á blaðið, það bara kemur. Mikið óskaplega hefði ég viljað uppgötvað þetta fyrr. Mikið hefði ég þá getað glatt hann Jón Jósep, blessaðan íslenskukennarann minn.
En þegar ég er að sitja yfir prófum í skólanum hef ég stundum tekið ritgerðarhluta prófanna sem krakkarnir fá. Og ég hef fengið ágætiseinkunnir.
Það varð smá jarðskjálfti hér síðdegis 2, eitthvað, en það fundu hann furðu margir, ekki þó ég.
Í morgun var skrúðganga, eftir endilöngum Austurveginum, byrjaði hjá Fossnesti. Fyrsta maí ganga. Hún var víst ekki mjög stór, en allt er betra en verið hefur, mörg ár síðan hér var síðast spilað á lúðra fyrir verkalýðinn.
Fyrst komu tveir hestar og lögga, svo kom lúðrasveitin óg spilaði hátt og vel og svo kom dáldill hópur af fólki - tuttugu og eitthvað. Kannski frambjóðendur í bland, þeir þurfa að láta sjá sig.
En sundlaugin er lokuð í dag. Og svoleiðis á víst að vera alla auka rauða daga. Kyndug ráðstöfun. Ræki ég fyrirtæki sem ekki stæði undir sér myndi ég spyrja sjálfa mig "hvað get ég gert til að auka innkomuna" í staðinn fyrir að loka bara og fá ekki neitt. Innfæddir hér leita bara að laugum í nágrannabyggðum og þegar til lengdar lætur tapast enn fleiri kúnnar. "Það er margt skrýtið" eins og maðurinn sagði.
Gengur ekki lengur- enginn les svona langalengju. Bless.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2010 | 20:15
Kyrrsettu Svein fréttamann Kjartan sýslumaður.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2010 | 17:00
Og hvernig skyldu þeir fyrirlesarar hafa verið valdir?
ESB grundvallarþáttur í endurreisninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar