Færsluflokkur: Dægurmál
24.6.2008 | 19:41
Kannski var þetta norn?
![]() |
Reynt að drekkja konu á Jónsmessuhátíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2008 | 12:48
Einstaklega klaufaleg fyrirsögn
![]() |
Skeiða og Hrunamannavegur lokaður í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2008 | 11:51
Nauðsynlegt að eiga svona búr
![]() |
Héðinn býðst til að smíða ísbjarnarbúr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2008 | 09:56
"Hopið" hraðara?
![]() |
Ís hopar hraðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.6.2008 | 22:44
Hér vantar einhvern nokkrar "blaðsíður"
Hvort hér skrifar "nútíma" blaðamaður, eða bílstjórinn var (og er) eitthvað bilaður veit ég ekki, en fréttin kemur ákaflega undarlega út á prenti.
Dettur einhverjum í hug að keyra yfir Markarfljótið, "Þórsmerkurmegin við gömlu brúna"? Og þegar maður missir fótanna í stórfljóti þá flýtur maður niður fljótið en ekki "niður með því". Ég held að sama eigi við um bíla sem fljóta upp.
![]() |
Bifreið bjargað úr Markarfljóti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.6.2008 | 16:03
Til hamingju góða fólk- en þó veit ég ósköp lítið um ykkur flest
![]() |
11 sæmdir fálkaorðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.6.2008 | 20:49
Það hlaut að koma að því
Mér er farið að förlast- minnið og athyglin eru að gefa sig, hlýtur að vera.
Núna um helgina hefur verið sagt frá því bæði í útvarpi og svo í vefmiðlum að þessa dagana séu haldnir hátíðlegir "Árborgardagar" hér hjá okkur.
Þess vegna þykja það engin undur þó nokkrir séu teknir fullir eða ruglaðir við akstur, eitthvað smáræði finnist af dópi og kveikt sé í þremur bílum. Hátíðin hófst að vísu á föstudag þegar bruggari var gómaður í hesthúsinu sínu.
"Árborgardagar", var þetta kannski brandari fréttamanna með tilvísan í Bíladaga? Við leituðum í öllum staðarblöðum, en fundum ekki orð um þessa hátíð. Keyrðum um göturnar en sáum lítið lífsmark, og ekkert sem benti til hátíðarhalda. Kannski hefur eitthvað verið í gangi á Stokkseyri eða Eyrarbakka? Ég bara veit það ekki.
En kannski er ekki von á góðu. Það er eins og allar svona hátíðir hjá okkur verði að engu og fáir viti af þeim. Allir þekkja "Danska daga" í Stykkishólmi. "Fiskidaga" á Dalvík "Neistaflug" á Neskaupstað, "Blómstrandi dagar" í Hveragerði, "Hafnardagar" í Þorlákshöfn og svo margt fleira sem ég man ekki að nefna. Ég held meira að segja að einhverjir "dagar" séu á Stokkseyri.
En á Selfossi er alltaf öðru hvoru verið að rjúka upp með eitthvað svo "frábært" og ómarkvisst að það týnist eiginlega hvað í öðru. Ég man ekki einu sinni nafnið á því sem var hér um daginn - eitthvað með vor var það þó. Svo held ég að einhvern daginn sé von á morgunmat og einhverja helgi þegar líður að hausti er spilað á gítar á gamla golfvellinum. Ekkert svo spennandi að það dragi að gest frá öðrum landshornum, eða burtflutta til að heimsækja átthagana. Engin stemning, ekkert sem tengir okkur saman.
Hvers vegna er ekki hægt að sameina þetta allt á einni helgi, alltaf þeirri sömu, og láta rakarann halda utanum það? Hann eigum við þó saman, og hann kann að halda hátíð. Ég bara spyr?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.6.2008 | 10:35
Leyfið þeim að "lemjast á"
Er það ekki bara málið? Löggan ætti bara að fá sér helgarfrí og láta gaurana slást í friði. Það myndi örugglega einhver hringja á 112 ef alvarleg slys hlytust af og í slökkviliðið ef verulegur eldur yrði uppi. Venjulegt fólk myndi þá kannski bara halda sig heima og innfæddir breiða upp fyrir haus með tappa í eyrum.
Nei - það er víst engin leið fyrir fávísa íbúa Flóans að skilja hvers vegna fólkið lætur svona.
![]() |
Erfið nótt á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.6.2008 | 22:29
Löggan í útlöndum veit hvar á að leita
![]() |
Eftirlýstur maður handtekinn hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.6.2008 | 19:07
Nú fer eitthvað að gerast!
![]() |
Eldsneytisverðhækkun vegna veikrar stöðu dals og hás olíuverðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar