Færsluflokkur: Dægurmál

Kannski var þetta norn?

Hvað veit maður? Á Jónsmessunótt og lætur sig hverfa sporlaust. "Góðvinurinn" hefur reynt að bjarga samborgurum og  þar með vinum sínum í löggunni frá göldrum og fordæðuskap en var truflaður á síðustu stundu.  Það er ýmislegt til sem við skiljum ekki.
mbl.is Reynt að drekkja konu á Jónsmessuhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstaklega klaufaleg fyrirsögn

Ég get ekki skilið hvers vegna er verið að blanda Skeiðunum í smávægilega ræsagerð vestan við Högnastaðaásinn. Kannski er þessi vegur á korti nefndur svona, (Skeiða og Hrun), en af fyrirsögninni dettur sjálfsagt felstum í hug að lokað sé einhvarsstaðar á Skeiðunum og engin von um hjáleið. Svo er lokunin "staðsett", og hvað er eiginlega málið þegar hægt er að fara aðra leið litlu lengri. Svona er bara tilkynnt með skiltum á staðnum.  Um allt land eru vegaframkvæmdir í gangi og vegfarendum vísað á aðra leið á meðan, það heitir ekki "að vegurinn sé lokaður".
mbl.is Skeiða og Hrunamannavegur lokaður í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðsynlegt að eiga svona búr

 Auðvitað þurfum við að eiga bjarnarbúr og það er sjálfsagt að hafa þau heimasmíðuð, það er atvinnuskapandi.   Sjálfsagt gætu flest ráðuneytin haft gagn af því að eiga eitt eða tvö búr. Dýrabúr fyrir landbúnaðar, bófabúr fyrir dómsmála, aurabúr fyrir fjármála, fiskabúr fyrir sjávarútvegs og svo frv.
mbl.is Héðinn býðst til að smíða ísbjarnarbúr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hopið" hraðara?

Einhver tilfinning segir mér að hér sé undarlega til orða tekið, ef ekki bara klúðurslega og kolvitlaust. En ég er nú bara ríflega miðaldra kona og þar að auki alin upp í sveit. Fyrst hélt ég að málið snerist um allt annað og að þarna vantaði eitt p, en las svo betur og það reyndist ekki vera. En hvernig hefði þá átt að skrifa fyrirsögnina? "Ísinn hopar hraðar"? Eða -  Enginn ís á Norðurpól! - hafa bangsarnir frétt af suðurpólnum og eru lagðir af stað þangað?
mbl.is Ís hopar hraðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér vantar einhvern nokkrar "blaðsíður"

Hvort hér skrifar "nútíma" blaðamaður, eða bílstjórinn var (og er)  eitthvað bilaður veit ég ekki, en fréttin kemur ákaflega undarlega út á prenti.

Dettur einhverjum í hug að keyra yfir Markarfljótið, "Þórsmerkurmegin við gömlu brúna"? Og þegar maður missir fótanna í stórfljóti þá flýtur maður niður fljótið en ekki "niður með því". Ég held að sama eigi við um bíla sem fljóta upp.


mbl.is Bifreið bjargað úr Markarfljóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju góða fólk- en þó veit ég ósköp lítið um ykkur flest

Er ekki nóg að gera þetta einu sinni á ári? Mér finnst orðið allt of mikið um að orðan sé hengd á fólk sem fáir vita deili á. Einhverja sem eru heiðraðir fyrir það eitt að vinna vinnuna sína sómasamlega. Og hvað skyldu þá margir eiga það skilið?
mbl.is 11 sæmdir fálkaorðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það hlaut að koma að því

Mér er farið að förlast- minnið og athyglin eru að gefa sig, hlýtur að vera.

Núna um helgina hefur verið sagt frá því bæði í útvarpi og svo í vefmiðlum að þessa dagana séu haldnir hátíðlegir "Árborgardagar" hér hjá okkur.

Þess vegna þykja það engin undur þó nokkrir séu teknir fullir eða ruglaðir við akstur, eitthvað smáræði finnist af dópi og kveikt sé í þremur bílum. Hátíðin hófst að vísu á föstudag þegar bruggari var gómaður í hesthúsinu sínu.

"Árborgardagar", var þetta kannski brandari fréttamanna með tilvísan í Bíladaga?      Við leituðum í öllum staðarblöðum, en fundum ekki orð um þessa hátíð. Keyrðum um göturnar en sáum lítið lífsmark, og ekkert sem benti til hátíðarhalda. Kannski hefur eitthvað verið í gangi á Stokkseyri eða Eyrarbakka? Ég bara veit það ekki.

En kannski er ekki von á góðu. Það er eins og allar svona hátíðir hjá okkur verði að engu og fáir viti af þeim. Allir þekkja "Danska daga" í Stykkishólmi. "Fiskidaga" á Dalvík "Neistaflug" á Neskaupstað, "Blómstrandi dagar" í Hveragerði, "Hafnardagar" í Þorlákshöfn og svo  margt fleira sem ég man ekki að nefna. Ég held meira að segja að einhverjir "dagar" séu á Stokkseyri.

En á Selfossi er alltaf öðru hvoru verið að rjúka upp með eitthvað svo "frábært" og ómarkvisst að það  týnist eiginlega hvað í öðru. Ég man ekki einu sinni nafnið á því sem var hér um daginn - eitthvað með vor var það þó.  Svo held ég að einhvern daginn sé von á  morgunmat og einhverja helgi þegar líður að hausti er spilað á gítar á gamla golfvellinum. Ekkert svo spennandi að það dragi að gest frá öðrum landshornum, eða burtflutta til að heimsækja átthagana. Engin stemning, ekkert sem tengir okkur saman.

Hvers vegna er ekki hægt að sameina þetta allt á einni helgi, alltaf þeirri sömu, og láta rakarann halda utanum það? Hann eigum við þó saman, og hann kann að halda hátíð. Ég bara spyr?


Leyfið þeim að "lemjast á"

Er það ekki bara málið? Löggan ætti bara að fá sér helgarfrí og láta gaurana slást í friði. Það myndi örugglega einhver hringja á 112 ef alvarleg slys hlytust af og í slökkviliðið ef verulegur eldur yrði uppi.  Venjulegt fólk myndi þá kannski bara halda sig heima og innfæddir breiða upp fyrir haus með tappa í eyrum.

Nei - það er víst engin leið fyrir fávísa íbúa Flóans að skilja hvers vegna fólkið lætur svona.

 


mbl.is Erfið nótt á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löggan í útlöndum veit hvar á að leita

Gangsterar frá útlöndum geta allir komið hingað og fengið vinnu og allt. Við erum kannski orðin fræg í erlendis sem "bestu vinir bófanna"?
mbl.is Eftirlýstur maður handtekinn hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú fer eitthvað að gerast!

Nú er komið að því að við neytendur bregðumst við með því eina móti sem skilst. Það er næsta ljóst að í sumar mun draga stórlega úr óþörfum bíltúrum. Það er til eitthvað sem heitir "þolmörk", ég held að þau séu að nálgast og hvað gera bensínsalar þá?
mbl.is Eldsneytisverðhækkun vegna veikrar stöðu dals og hás olíuverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband