Hér vantar einhvern nokkrar "blaðsíður"

Hvort hér skrifar "nútíma" blaðamaður, eða bílstjórinn var (og er)  eitthvað bilaður veit ég ekki, en fréttin kemur ákaflega undarlega út á prenti.

Dettur einhverjum í hug að keyra yfir Markarfljótið, "Þórsmerkurmegin við gömlu brúna"? Og þegar maður missir fótanna í stórfljóti þá flýtur maður niður fljótið en ekki "niður með því". Ég held að sama eigi við um bíla sem fljóta upp.


mbl.is Bifreið bjargað úr Markarfljóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er greinilega tekið mark á þér Helga. Búið að bæta inn þessum blaðsíðum og endurskrifa fréttina. Segiði svo að þessir "blaðamenn" á mbl.is lesi ekki bloggið.

Haraldur Bjarnason, 18.6.2008 kl. 23:55

2 identicon

Áttu nokkuð upprunalegu færsluna frá mbl.is Helga?

þegar ég var að kíkja á þetta var búið að leiðrétta þetta, en ástæðan fyrir því að ég kíkti á svar þitt var fyrirsögnin 

Hér vantar einhvern nokkrar "blaðsíður"

ég hélt að þú ætlaðir að blömmera bílstjórann

en allt í góðu við eigum að blömmera mogga menn ef þeir eru að gera vitleysu samanber þetta 

http://magoo.blog.is/blog/magoo/entry/571046/

Mr;Magoo (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 00:52

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég viðurkenni alveg að fyrirsögnin er ekki góð.

En þetta hefur verið ákaflega undarleg uppákoma eftir því sem fyrst var skrifað. Bíllinn hafði "fests" í ánni, en jafnframt "flogið fleiri hundruð metra niður með henni". 

Það hefur legið eitthvað á að koma þessu á prent. Verst að ekki fylgdu myndir, þær hefði verið gaman að sjá. 

En hvers vegna er verið að keyra yfir ána þarna við brýrnar, og af hverju var farþeginn skilinn eftir á bakkanum? Hég vantar sögu. kv. 

Helga R. Einarsdóttir, 19.6.2008 kl. 07:42

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

"HÉR" VANTAR SÖGU.

Helga R. Einarsdóttir, 19.6.2008 kl. 07:45

5 identicon

ég var á bílnum, og var ekki að reyna að keyra yfir ána, var að snúa við á meðan félagi minn var að taka myndir, sá ekki kantinn og rann ofaní ána.. ég talaði við fréttamanninn í símanum og sagði honum nákvæmlega hvað kom fyrir.. kannski var hann bara ekkert að hlusta..

bílstjóri (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 07:49

6 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

GÓÐUR! Svona eiga bílstjórar að vera, sem eru nýkomnir af ströngu sundi í Markarfljóti. Og sefur ekki einu sinni út?

Ég er búin að lesa síðustu útgáfu sögunnar, af síðum Moggans í dag. 

Til hamingju með að sleppa lifandi. 

Þú átt einhversstaðar góða að, mundu að hugsa hlýlega til þeirra. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 19.6.2008 kl. 08:27

7 identicon

HAHA! Takk fyrir það, ég þurfti að mæta í vinnu klukkan hálf-sex í morgun, og sá að ég væri orðinn hálf frægur og ákvað að láta í mér heyra þegar fólk var farið að kalla mig vitleysing fyrir eitthvað sem ég gerði ekki.

bílstjóri (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 196900

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband