Færsluflokkur: Dægurmál
22.7.2008 | 21:44
Þá hækkar bensínið á morgun
Alveg pottþétt, þeir hækkuðu þegar sagt var að hún Dolly yrði hugsanlega fellibylur og lækkuðu þegar hún róaðist aðeins. Svo það er nokkuð ljóst hvað gerist núna.
Þetta er endalaust bull.
![]() |
Hitabeltisstormurinn Dolly verður fellibylur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.7.2008 | 22:14
Krakkarnir í Bónus
![]() |
Tveir svindlarar á ferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.7.2008 | 11:54
Hann fannst nú líka á Selfossi
![]() |
Jarðskjálfti á Suðurlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.7.2008 | 16:21
"Æfingabúðir" blaðamanna
Og reyndar ekkert nema gott um það að segja. Einhversstaðar verða byrjendur að vera og kannski bara í góðum höndum "alvitra" bloggara. Hvað er frétt og hvað er ekki frétt er svo afstætt. En það sem ég hnaut um hér var einn stafur, sem reyndar hefur truflað mig nokkuð lengi og miklu víðar en hér. Það er i -ið í reip -i -tog. Á það að vera þarna?
Ég hef einhverja tilfinningu frá fortíðinni sem segir mér að reiptog eigi að vera nóg - en kannski er það vitleysa - getur einhver sagt mér það?
![]() |
Slasaðist illa í reipitogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.7.2008 | 13:41
Hvar á ég þá heima?
Alltaf finna þeir uppá einhverju. Hvað á þetta eftir að kosta mikið vesen og klúður - og bara örugglega peninga - sem við eigum enga til?!
Það þarf að endurskrifa orðabókina - eitthvað kostar það.
Nú er ég sem sagt "hagsmunaaðili, sem býr í einkvæmu húsi á hnitsettum stað". Er það ekki rétt skilið? En hvar á ég þá heima? Hvert er "staðfangið" mitt?
![]() |
Nýtt staðfangakerfi fasteigna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.7.2008 | 10:01
Er það ekki bara allt í lagi?
Eins og fréttir í ljósvakamiðlum eru þessa dagana væri kannski bara allt í lagi að sleppa þeim? "Allt vont, ekkert gott", eins og maðurinn sagði, en það var nú reyndar um það sem á boðstólum var þegar hann mætti að matarborði.
Barlómur, svartsýni, vol og væl, það er fátt annað í boði og ég held að við landsbyggðarfólk myndum bara lifa jafngóðu lífi þó við bjástruðum við vandamálin í friði.
Og úr því ég er byrjuð, í gær var verið að velta sér uppúr þjálfara og dómaravandamálum í sjónvarpinu, og þáttur fréttamanna kom til tals. Það er alveg rétt, þeirra sök er nokkuð mikil. Þeir yrða helst ekki á nokkurn mann án þess að leita eftir leiðindum og eru allra áhugasamastir ef árekstrar hafa orðið. Það er nú bara þannig og væri nær að reyna að sjá ljósið í myrkrinu og gera gott úr málinu, en ekki eilíflega egna til frekari ýfinga.
Og hana nú!
![]() |
Landsbyggðarfréttum fækkar hjá Ríkisútvarpinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2008 | 23:17
Nóg að gera hjá vinnukonunni
Við vorum snemma á fótum og vorum lagðar af stað í búðina fyrir kl. 10.00. Veðrið var eins og best mátti vera, sólskin logn og hiti. Við komum við á E38 til að hitta Júlíu og mömmu hennar, þær voru víst rétt komnar á fætur. Eftir hádegið fór vinnukonan aðeins út að viðra Fjólu og Dimmu, en þá kom demba og þær urðu að flýta sér heim. Fengu reyndar húsaskjól í Fossnesti á meðan verst var.
Svo höfum við verið að gera eitt og annað. Fara í gegnum ruslpóstinn og setja í uppþvottavélina og svona. Við enduðum svo á CHAT fundi með Unu og fjölskyldu. Það fannst frænkunum gaman. Auðvitað tekur þetta allt á og mestu dugnaðarkonur eru alveg úrvinda eftir langan og strangan dag. Reyndar var það strax um kl. fjögur, en bara smá lúr. Þá var svo miklu fljótlegra að sofna í kvöld.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.6.2008 | 17:14
Borga fyrir aðgang að náttúruperlum?
Ég held að víðast erlendis þyki það sjálfsagður hlutur. Útlendingar í heimsókn hér skilja margir ekkert í þessu örlæti okkar Íslendinga að leyfa óheftan aðgang hvar sem er. En gjaldið verður að vera lágt og er það líklega þröskuldurinn sem við munum síðast komast yfir. Okkur er svo tamt að setja uppskrúfað verð á allt, skiljum ekki að hófleg upphæð skilar margfalt meiru þegar öllu er á "botninn hvolft". Hvað þýðir nú eiginlega þetta orðatiltæki?
Svo er líka annað mál, það má fara í aðrar matarholur, sé hóflega að farið. Einu sinni var ég í útlandi og keypti mig þar inní heljarstóra ísgerð til að skoða söguna og framleiðsluna. Þá var mér hugsað til Kjöríss, sögulegar heimildir, hlutir og fleira er þar örugglega til, en svona þarf að skipuleggja með stæl og halda vel utanum. Og selja aðganginn á lægra verði en á flestum söfnum á Íslandi.
![]() |
Skipulagðar hópferðir að Kerinu stöðvaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2008 | 23:12
Vantar hann ekki varaforsetaefni?
![]() |
Obama safnar fyrir Clinton |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.6.2008 | 23:00
"Leynivinir" - ég bara sé engan tilgang
Mér þykir það leitt, en ég get með engu móti þegið viskap einhverra sem ekki gefa upp nafn og númer. Á vafasamri íslensku - "sorrý".
Ég ætla næstu daga að njóta lífsins og hafa "vinnukonu". Uppþvottavélin er að vísu góð, en það þarf meira til.
Hún kom í kvöld, eftir mat, þegar ég var búin að setja í vélina og það leið ekki nema hálftími þá var hún sofnuð. Bara si svona, lagðist í bólið og sönglaði við sjálfa sig þangað til hún sofnað sætt og rótt. Ég var að vísu búin með fjórar blaðsíður af Dodda eitt Faðirvor og Siggu litlu systur og Fiðrildin hvítu sem flugu.
Ég verð svo víst að taka sjálf úr vélinni. Reyni að halda henni vakandi á morgun. Að vísu er hún bar tveggja ára og heitir Dýrleif Nanna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 197612
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar