Færsluflokkur: Dægurmál
17.9.2008 | 17:08
Hvar eru peningarnir mínir -
-sem ég er búin að borga í lífeyrissjóði lengst af ævinni?
Eru þeir kannski farnir til útlanda í vösum gráðugra misheiðarlegra fjárglæframanna?
Kemur að því að lífeyrissjóðirnir finni ekki aftur krónurnar sem þeir lögðu í eitt og annað "arðvænlegt"?
Kannski ekki stórmál, þær eru víst einskis virði hvort sem er.
![]() |
Nýsir á barmi gjaldþrots |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.9.2008 | 16:50
Skálavörður eða blaðamaður á rangri hillu?
Hvar er "bílaplanið í Þórsmörk", þar sem enginn hefur "komið til skaða"?
Og ég veit ekki betur en að laugin í Húsadal hafi verið gerð af manna höndum fyrir fáum árum.
![]() |
Krossá þrefaldaðist á hálfum sólarhring |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.9.2008 | 19:49
Ætt og afkomendur Þingvallapresta á átjándu og nítjandu öld
Ég var að taka til um daginn, í skúffum og hillum, möppum og kössum.
Af því varð til stór bunki af handskrifuðum blöðum og voru sum orðin snjáð og illa læsileg. Reyndar svo langt komin á leiðinni til glötunar að ég sá að hér þyrfti skýra hugsun og snör handtök til bjargar. Minnispunktar frá minni ævi, eitt og annað af forfeðrum minum og svo þykkur bunki sem Kristrún frænka mín hefur skrifað og trúað mér fyrir að varðveita.
Þar mátti ekki tæpara standa. Þingvallaprestar og afkomendur þeirra, (hraunfólkið), prestar og tengdasynir sýslumanna og biskupa út um allt land, voru svo nærri því að hverfa af blöðunum að ekki mátti lengur dragast að bæta þar úr.
Mér er ekki lagið að hugsa margt í einu, ekki svona. Best að vinda sér í að koma öllum þessum fróðleik í fast og sýnilegt form í tölvunni og hugsa ekki um annað á meðan.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.9.2008 | 21:24
Ég var klukkuð og svara í þetta eina sinn
En ekki ætla ég að lofa því að fara ekki útaf sporinu og jafnvel í skáldlegar ógöngur.
Og svo vil ég fá til baka skýringar á sjálfri mér út frá þeim svörum sem ég læt fljóta hér inn. Okey?
1. Fjögur störf sem ég hef unnið:
Hér skrái ég bara þau störf sem ég hef haft mest gaman af og gæti hugsað mér að vinna aftur hvenær sem er.
Garðyrkjustörf: Vann við þau á hverju sumri í uppvextinum og síðan meira og minna hvert sumar.
Verslunarstörf: Afgreiðslu "yfir borðið" að fornum sið.
Tjaldstæðisvörður: Á tjaldstæðinu á Selfossi og komst stundum í ævintýri þar. Einu sinni við að sinna sjötugum skátaforingja frá Ungverjalandi sem hafði með sér tólf skátadrengi og enginn kunni annað en móðurmálið.
Stuðningsfulltrúi í grunnskóla: Það sem ég geri núna og hlakka til að sofna á hverju kvöldi af því þá líður tíminn svo fljótt þangað til ég kemst í vinnuna aftur.
Fjórar bíómyndir sem ég held uppá:
Ég fer eiginlega aldrei í bíó. Fór reyndar tvisvar í viku árið sem ég var í Noregi af því skólastjórinn minn var í bíóstjórninni og fékk miðana okkar ódýrt. Ég man samt varla eftir nokkurri mynd frá þeim tíma.
Flugþrá.
Mýrin.
Cold Fever.
Í takt við tímann.
Þeir sem vita hvers veegna fá sérstaka viðurkenningu.
Fjórir staðir sem ég hef átt heima á:
Hrunamannahreppur.
Selfoss.
Guðbrandsdalurinn í Noregi.
Ég hef líka átt rúmið mitt í nokkra mánuði
í Mosfellssveitinni
og Austur Eyjafjallasveit.
Fjórir sjónvarpsþættir sem ég horfi helst á:
Aðþrengdar eiginkonur
Fréttir og veður
Formúlan
Taggart
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Þeir sem ég hef heimsótt oft og gæti vel hugsað mér að heimsækja aftur - og aftur.
Bretland
Borgarfjörður eystri
Rauðisandur
Boston
Fjórar síður sem ég heimsæki daglega (reglulega):
Þær eru nú bara ekki til. Ég er ekki á netflakki yfirleitt.
Mbl.is
Flickr - myndasíða dóttur minnar
Boston globe
Bloggsíða Helgu Guðrúnar í Glasgow
Fjórir réttir sem mér finnst góðir:
Humarsúpa á Stokkseyri
Bláber með rjóma
Pönnusteikt lúða
Fiskisúpan mín
Fjórar bækur sem ég les amk. árlega:
Ditta mannsbarn
Híbýli vindanna og lífsins tré
Halla og heiðarbýlið
Sunnlenskar byggðir í fimm bindum.
Ég ætla ekki að senda keflið áfram nema einhver óski eftir því? Þá sendu mér orð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.9.2008 | 20:59
"Það er svo undarlegt - með fréttamenn"
Kannski var það í kvöldfréttum útvarps? Veit það ekki.
En annars hef ég ekki heyrt orð um þetta stóra tjón í nokkrum fjölmiðli. Samt er þetta áfall, tjón og stórskaði fyrir Ístak, og yfirleitt leiðist nú engum að senda svoleiðis fréttir út á öldur ljósvakans.
Manni gæti stundum dottið í hug að fréttir frá löndunum sem næst okkur liggja þyki af einhverjum ástæðum "engar fréttir", þar gerist að minnsta kosti ákaflega lítið fréttnæmt. Reyndar var ein frá Svíþjóð í kvöld, dæmigerð fyrir fréttamat okkar manna, misþyrmingar á minnimáttar - spennandi?
Það væri gaman ef einhver vildi segja mér hvernig fréttir berast til landsins frá útlöndum?
Er leitað eftir þeim, og hvers vegna þá helst frá fjarlægustu löndunum, eða koma þær bara í frjálsu flugi án þess að eftir sé leitað og engin leið að verjast?
![]() |
Eldur í húsi Ístaks á Grænlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.9.2008 | 22:32
" þú átt að skamma hann pabba þinn"
Þetta heyrði ég kallað þegar ég kom að skólanum í morgun. Strákur sem kom á hjóli sendi öðrum þessa ótvíræðu áskorun. Og hann lét ekki þar við sitja. Sá sem átti að skamma pabbann vissi greinilega ekki hvað var athugavert við hegðun hans.
"Hann er alveg bilaður, leggur bílnum á miðja gangbrautina". "Segðu honum að það sé bannað, hann á að leggja á götunni".
Aldeilis góður pistill sem þarna var lesinn fyrir utan skólann fyrir klukkan átta í morgun.
Pabbagreyið hafði líklega stoppað á gangbrautinni, sem jafnframt er hraðahindrun, til að hleypa barninu út og þar með tafið för þess sem kom á hjólinu.
Auðvitað var þetta alveg rétt hjá honum, svona má ekki gera.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.8.2008 | 21:41
Gengur ekki lengur
Það er eins og ég sé heimsins uppteknasta manneskja, hef engan tíma til að henda hér inn orði af og til.
Sumarið er bráðum búið. Það er einn af göllunum við þennan óralanga skóla hjá börnunum - og mér. Einhvernvegin endar sumarið þegar við komum aftur saman,samt er þá bara rúmlega hálfnaður ágúst. Ekki gott. En það er samt alltaf jafngott að koma aftur í skólann. Svo spennandi að vita: Hvað á ég að gera í vetur? Hverjir koma nýir til að vinna? Fáum við nýja krakka í bekkinn? Hver hefur stækkað mest? Endalaust eitthvað skemmtilegt og óvænt.
Ég var svo heppin að fá að vera áfram með bekknum mínum. Síðasti veturinn okkar saman, við erum í tíunda bekk. Næsta haust verð ég þess vegna algerlega í lausu lofti, gæti þess vegna lent í fyrsta bekk. En vona þó ekki krakkagreyjanna vegna, ég er löngu búin að gleyma hvernig á að umgangast svo lítil börn. Aðallega að snýta þeim og þurrka tár, minnir mig. Helst vildi ég vera unglingur að eilífu.
Spurning hvort ég ætti að reyna að fylgja félögum mínum uppí fjölbraut? Nei, ég held ekki, það er sagt að námskröfurnar þar séu meiri en við höfum vanist og þetta er nóg fyrir mig.
Við fengum líka nýja krakka í bekkinn, strák og stelpu. Óralangt síðan það gerðist síðast. Krakkarnir voru í fyrra farin að kvarta undan þessu."Aldrei gerist neitt í okkar bekk". "Enginn nýr og við þekkjumst orðið öll ógeðslega vel. Sambúðin var orðin þreytt og tilbreytingalaus fannst sumum. Vonandi lagast það núna. Samt kemur okkur öllum mjög vel saman og það er góð tilfinning að tilheyra svona hóp.
Sunnudagurinn fyrir viku var merkilegur.
Ættarmótið sem hafði verið í undirbúningi frá áramótum, var þá helgi haldið í Hlíð í Ölfusinu og tókst vel. Það endaði á sunnudeginum. Handboltalandsliðið fékk silfur í Kína á sunnudaginn. Helga Guðrún fór til Glasgow á sunnudaginn, til að vera þar í nokkra mánuði. Ég sagði henni endilega að líta í kringum sig eftir rauðhærða gæjanum sem leikur í "TAGGART". Ég man ekki hvað hann heitir, en hann á að vera þarna einhversstaðar.
Svo í vikunni kom vitlaust rok og fortjaldið við hjólhýsið í Mýrinni rústaðist.
Við tókum tætlurnar saman í dag í dúndurblíðu. Bara smá saumsprettur sem verða saumaðar í vetur. Svo tókum við upp kartöflurnar og mátti varla seinna vera. Þær voru svo stórar. Tíföld uppskera og ekkert smælki.
Svo tíndi ég hindber og sólber í skóginum í Mýrinni, reyndi líka að finna lerkisveppi, en þeir voru annaðhvort gamlir og ljótir eða þá kannski á kafi í grasi.
Svo rak ég nokkur hross úr gulrótagarðinum austur við á. Þau voru svo sólgin í gulræturnar að ég varð að ýta þeim útfyrir með handafli. Það er eitt og annað að gera í sveitinni.
Það hefur alveg fullt meira gerst, en ég bara man ekki allt í einu. Enná vakna ég í björtu. Hvernig ætli það sé í Glasgow?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.8.2008 | 17:05
Hvers vegna er Reykjavíkursvæðið mikilvægara?
Af hverju dettur þeim ekki í hug að fækka blaðberum á höfuðborgarsvæðinu og sleppa þar bara nokkrum hverfum? Það á áfram að flytja blöðin til "litlu bæjanna", en ekki bera þau út? Mér fyndist allt í lagi að sleppa t.d. hverfum þar sem vitað er að fáir eru læsir á íslensku. Eða bara burtséð frá því, setja upp svona kassa í miðbæ Hafnarfjarðar, Breiðholtinu, alla vega hálfu, Grafarholti, Norðlingaholti og hálfum Kópavogi.
Er þá ekki búið að spara svo sem svarar landsbyggðarbæjunum?
![]() |
Breytingar á dreifingu Fréttablaðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.8.2008 | 22:15
Ég bara skil ekki eitt
Hvernig stóð á þessum myndatökumanni, í startholunum um leið og bíllinn birtist?
Var hann látinn vita?
Eftir að ég skrifaði þessi upphafsorð las ég nokkrar bloggfærslur um málið og sé að kannski var hann þarna vegna skólabyrjunar. Vonandi var það þannig.
En ég las líka alveg ótrúleg skrif frá fólki sem reynir að réttlæta þessa hegðun. Einhversstaðar er eitthvað mikið að.
![]() |
Ofsaakstur á skólalóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2008 | 12:29
Er það ekki bannað?
![]() |
Börn selja börnum tóbak í Borgarnesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar