Færsluflokkur: Dægurmál
2.1.2009 | 14:15
Örugglega bara gefa honum skriflega lýsingu á ástandinu -
![]() |
Ganga á fund fjármálaráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2009 | 14:11
Hvað er gert í svona "nornabúðum"?
Ég er nú svo græn að ég verð bara að spyrja. Mér finnst skárra að spyrja heldur en ekki. Sá sem aldrei spyr er alltaf jafnvitlaus.
Hvað er konan að gera á myndinni? Nornast eitthvað reikna ég með - en með hanska og sprautu, áður dugði pottur og kústur - hvað er í gangi?
![]() |
Ráðist gegn Nornabúðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.1.2009 | 15:33
Kannski þarf að endurskoða þetta eins og annað?
Ég hef reyndar hugsað um það nokkuð lengi - í einhver ár.
Örugglega á þetta fólk skilið að fá viðurkenningu og hrós fyrir sín störf, hugsjónamál og afrek. Jón í Vorsabæ er vel kominn sem Sunnlendingur liðins árs, eins og Sunnlenska fréttablaðið valdi hann. En er ekki óþarfi að spreða krossum á svona stóran hóp?
Svona tvær til fimm manneskjur einu sinni á ári - það væri miklu betra og alveg nóg.
Það væri þá eftirtektarvert afrek og landsmenn kannski vissu hverjir fengju í hvert sinn.
Nú tekur varla nokkur maður eftir þessu, nema þeir nánustu, enda er þetta yfirleitt fólk sem almenningur þekkir ekkert til. Fólk sem er bara að vinna sína sjálfsögðu launuðu vinnu og gerir það örugglega vel.
Fáiir á hverju ári og þá væriað sjálfsögðu gert meira úr því en nú er.
Riddararnir kynntir fyrir þjóðinni með jákvæðum þáttum og greinum í fjölmiðlum. Kannski verður einhverntíman til fréttamiðill á Íslandi sem vill hampa því jákvæða?
Þetta á að vera fólk sem fær viðurkenningu fyrir sjaldgæf afrek og hugsjónastörf.
Til hamingju góða fólk.
![]() |
Ellefu sæmdir heiðursmerkjum fálkaorðunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.12.2008 | 12:58
Kæra fallega fólk
Ættingjar og vinir. Bloggvinir, aðrir lesendur og leynigestir. Í Kaupmannahöfn jafnt sem Egilsstöðum, Sauðárkróki Kópavogi og Keflavík. Líka í Svíþjóð á Höfn, Hvolsvelli, Þorlákshöfn og Ameríku.
Hvar sem þið eruð.
Kærar þakkir fyrir árið sem er á förum. Það var ekki svo slæmt þrátt fyrir fannfergi, skjálfta og kreppu.
Vorið kom snemma og það var sumar með eintómri blíðu. Sprettan var góð og uppskeran í hámarki. Margar góðar samkomur ættingja og vina, ferðalög og fjallgöngur með nesti í poka. Sennilega verður þetta ógleymanlegt ár.
Ég óska ykkur alls góðs á árinu sem er að byrja, það verður örugglega ennþá betra en það gamla.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.12.2008 | 20:26
Og hvað svo?

![]() |
Íslenskar snyrtivörur í útrás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
29.12.2008 | 14:30
Nú er allt á réttri leið
Til birtunnar, vorsins og sumarsins, með bjartar nætur og blóm í haga.
Eins og ég hef víst oft sagt þá eru jólin í minum huga hátíð ljóssins í raunverulegri merkingu. Ekki kertaljósa eða rafmagns, seríufjöldinn skiptir ekki máli. Það er sólarljósið sem ég veit að fer nú vaxandi með hverjum degi. Ég hugsa stundum til þess tíma sem við vöktuðum gangbrautina við skólann. Þegar við höfðum litlu börnin hjá okkur og þurftum að fylgja þeim yfir götuna í morgunsárið. Í svartamyrkri í desember, en svo vaxandi skímu eftir því sem leið á janúar. Við skiptumst á, eina viku í senn, og það var svo spennandi að koma eftir viku hlé og líta eftir því í austrinu hvað dagsbrúnin færðist fyrr uppá himininn. Það er ótrúlegt hvað þetta gerist fljótt.
Á litlu jólunum um daginn höfðum við stofujól hjá okkur. Áður en samkoman sjálf byrjaði vorum við smástund í stofunni okkar og skiptumst á pökkum, borðuðum smákökur og höfðum kósý. Ég sagði þá krökkunum aðeins frá því hvernig lífið var "í gamla daga" áður en rafmagnið kom almennt á Íslandi. Þegar sólin var eini raunverulegi ljósgjafinn.
Þegar börn voru böðuð í hveravatni sem hafði verið látið kólna yfir daginn og þegar ljósin á jólatrjánum voru á kertunum einum. Líka hvaða skelfilegu afleiðingar gátu orðið af kertaljósum á jólatré.
Einu sinni varð svo átakanlegt slys í Keflavík vegna þessa, að börnin mín sátu hljóð góða stund eftir frásögnina og þarf þó nokkuð mikið til að tíundi bekkur með allmörgum "höfuðpaurum" blikni. Við vorum víst öll sammála um að það er gott að halda jól "í boði Landsvirkjunar".
Kortið frá honum Cyril í Wales kom á síðustu dögum fyri jólin. Hann er sem sagt lifandi enn. Reyndar sagðist hann vera eitthvað ræfilslegur, en ekki þó verri en svo að hann veit hvað er í gangi á Íslandi og sagðist vera óskaplega "sorry" vegna bankanna.
Það var sama sagan í öllum öðrum kortum sem komu frá útlöndum. Allir voru verulega leiðir fyrir mína hönd, samt hafði ég sent þeim orð fyrst í desember um það að ég væri þokkalega haldin. Ein vinkonan í Noregi ætlar nú bara að koma - loksins eftir öll þessi ár ætlar hún að láta verða af því að koma í heimsókn - og hver veit nema hún taki með sér eitthvað af olíuauðnum? Ég vissi það alltaf, það getur borgað sig að halda góðum samböndum við.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.12.2008 | 12:00
Lán í óláni?
Svo er okkur smælingjunum sagt að ekki sé skynsamlegt að lifa af lánum.
Kannski er það líka allt annað, að taka "lítil lán" en þessi stóru. Sem eru ryndar svo stór og flókin í vöxtum og punktum að við þessi "lánlausu" botnum ekki neitt í neinu. Hvað skyldi til dæmis REIBOR vera á islensku?
![]() |
OR tekur fimm milljarða króna lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.12.2008 | 21:59
Er ekki nær að hugsa um "samhengið" hér heima?
![]() |
Báðir ábyrgir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.12.2008 | 21:55
Það er gott að kunna að skammast sín
Mikið óskaplega er ég þakklát og fegin að hefa fengið sómasamlegt uppeldi.
Það munaði svooo litlu að ég færi í jólafríið með þungan bagga á bakinu, en það slapp. Mér fannst ég hafa komið illa fram við ákveðna manneskju og velti mér uppúr því í heilan sólarhring. En á síðustu stundu tók ég af skarið og baðst fyrirgefningar - og fékk ekkert nema ljúft viðmót.
Ég bara get ekki hugsað það til enda ef ég hefði farið í fríið án þess að gera hreint fyrir mínum dyrum. Það er ótrúlega mikils virði að geta viðurkennt eigin mistök og verið manneskja til að segja það upphátt. Húrra fyrir mömmu og pabba!
Og í framhaldi af þessu gengu jólin alveg ágætlega hér á bæ. Matseldin tókst bara vel og pakkarnir stóðu undir væntingum. Afmælisveislan á þorláksmessu var vel sótt, öll börn og barnabörn komu á jóladag og stórfjölskyladan mín mætti svo á annan. Að vísu er ég svo síðustu daga farin að sofa til tíu eða meira en það er allt í lagi, það koma ekki fleiri gestir fyrr en eftir miðnætti á nýársnótt. Auðvitað er öllum velkomið að "droppa" inn hvenær sem er, en helst þó ekki fyrr en orðið er ratljóst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.12.2008 | 19:04
Hver fylgist svo með því að börnin borði þennan góða og ódýra mat?
![]() |
Áskrift að skólamáltíðum fjölgar í Reykjanesbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar