Færsluflokkur: Dægurmál

En hvað gerum við þá?

Ef þeim tekst nú að drepa "svínið", eins og manni sýnist eina markmið ýmissa afla í þjóðfélaginu, hvað gerum við þá? "Krónan", sem er verslun, hækkar allt í himinhæðir og engin alvöru lágvöruverslun verður til í landinu. En við - ótíndur lýðurinn getum bara ekki komist af án þess að hafa aðgang að svona verslunum. Við höfum ekkert val, við urðum aldrei rík í "góðærinu". Peningarnir fóru eitthvað allt annað en í okkar vasa.

Við sóttum til Bónusverslananna þá kjarabót sem ofurlaunaðir verkalýðsforkólfar áttu að semja um fyrir okkur. En svo einkennilegt sem það nú er þá getum við þakkað roluskap þeirra að við urðum aldrei rík, svo við eigum núna ekki mikið af peningum til að tapa.

Svona er nú lífið skrýtið á ÍslandiWink.


mbl.is „Dapurleg jólagjöf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endilega drífið ykkur í frí -

 - ekki síðar en strax.  Börnin í fyrsta og öðrum bekk fá jólafríið sitt í dag - fyrir alla muni látið ekki hafa neitt af ykkur.  Svo er lýðurinn  réttur til að standa í streðinu fram á aðfangadag, fussum svei!
mbl.is Vilja heim um miðnætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju afmælisbörn

Þið tvö sem ég þekki og eigið afmæli í dag - 16. desember.

Ég veit ekki einu sinni hvar þið eruð, annað þó örugglega á Íslandi - ennþá.

Annað er nú komið á þrítugsaldurinn, en hitt eitthvað meira. Ótrúlega líður tímin, bara örstutt síðan þið voruð bæði blessuð börn. Og blessuð eruð þið enn, og verðið vonandi alltaf og allir sem standa ykkur nærri.  Bestu afmæliskveðjur og svo bara jóla í leiðinni. Gaman væri að frétta af ykkur öðru hvoru. kv. Helga.


Hvar er okkar samstaða?

Ég man þegar Pólverjarnir stofnuðu sína Samstöðu. Af einhverjum ástæðum fannst mér þetta góð samtök og ég hélt með þeim. Hafði samt aldrei fyrr haft nokkurn áhuga á Póllandi. Solidarnost og Lech Walesa (kannski vitlaust skrifað), það voru spennandi tímar og von til framtíðar í Póllandi.

Svo fór ég að hugsa - í nótt - . Til að stofana svona samtök þarf EINN sterkan leiðtoga, eigum við bara nokkurn slíkan? Einhvern sem er tilbúinn að leggja sjálfan sig undir eingöngu fyrir hugsjón. Ég kem ekki auga á hann eða hana svona í fljótheitum.

Kannski næstu nótt?  


mbl.is Kasparov stofnar Samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á að skera niður í stjórnsýslunni?

Hvað með sendiráð og ráðuneyti, mætti ekki draga svolítið úr þar?  Og kannski ættu allir þingmenn og aðrir í ráðandi stöðum að láta sér nægja eitt launað starf. Og þingmenn eiga ekki að vera í námi meðfram þingmennskunni. Þeir eru kosnir til að vera á vinnustað á vinnutíma og fá alveg bærilega borgað fyrir það.  Og ef þeir fara að snúa sér alfarið að því sem við réðum þá til, þá geta þeir sagt aðstoðarmönnum og ráðgjöfum upp og séð sjálfir um sín mál. 

Aðstoðarmenn ráðherra og þingmanna komu til sögunnar um leið og allt það mislukkaða sem við ætlum nú að kasta á bak við okkur eins og hann Jesús gerði við syndir mannanna hér í eina tíð. Ég veit ekki hvort hann gefur séns á þessháttar þjónustu lengur, trúi varla að hann kæmist yfir það með góðu móti.  Kannski er líka liðin tíð að nokkur maður biðji hann um þessháttar greiða.


mbl.is Tillögur um mikinn niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skortur á hreinskilni eða upplýsandi fréttum

 Ég taldi víst að þetta væri hækkað mánaðargjald í 17.900 - maður á von á tjóni úr öllum áttum.

Nú borga ég "nefskatt" sem er ætlaður útvarpinu, 35.940 á ári, þe. 2995 á mánuði,  sem þýðir væntanlega að það á eftir að klína "vaskinum"  og kannski einhverju enn meiru á þessi 17900. Hvers vegna er þetta ekki kynnt "með öllu" í staðinn fyrir að vera að "blöffa" svona?


mbl.is Gjald vegna RÚV verður 17.900
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þegar Glaumbær brann --

--- og fólkið fann - sér annan samastað". Æjá- Ég var ein af þeim sem áttu þarna góðar stundir fyrir margt löngu. Gott að ekki fór eins illa núna.
mbl.is Tilkynnt um eld í Listasafninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er annað hægt en að efast

Þar sem allir í vitrænum heimi vita að við erum á bólakafi í vandræðum, finnst þeim örugglega að þingmenn okkar og aðrir með hlutverk í stjórnsýslunni ættu að snúa bökum saman og reyna að klóra í bakkann, í staðinn fyrir að jagast og kýta til þess eins að upphefja sjálfa sig á kostnað annarra. Er ekki að verða komið nóg af þessu bulli, skröki, gróusögum og sjálfbirginsrugli - á launum hjá mér.
mbl.is Skilur að Bretar efist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar gekk hún Helga um hagana, en Guðríður aldrei

Mikið hefði mér fundist meira viðeigandi að kirkjan fengi að heita í höfuðið á henni Helgu ömmu minni sem átti þarna ófá sporin á æskuárum sínum sem heimasæta í Grafarholti. Seinna byggði hún ásamt Hreiðari afa nýbýlið Engi í norðurjaðri holtsins. Þar fæddist ég svo í fyllingu tímans og fékk nafnið hennar ömmu í skírninni. Þarna hefur því nýtt hverfi verið byggt á "Helgum" slóðum en götur allar nefndar einstaklega  mislukkuðum nöfnum.

"Finnst mér", á maður alltaf að segja, þar sem einstrengingslegar fullyrðingar eru varasamar.

En ég er viss um  að fallegri götunöfn hefði mátt finna útfrá örnefnum í holtinu, sem nóg er af og ýmsir kunna.  Alla vega - það finnst mér.


mbl.is Biskup vígði Guðríðarkirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jörðin skelfur enn

Ég fann nú samt engan jarðskjálfta í dag, enda var ég víst á ferðinni einhversstaðar á milli Hveragerðis og Selfoss. Ég get einhvernvegin ekki séð fyrir mér jarðskjálfta á þessum árstíma og vonandi kemur enginn svo snarpur að fólk þurfi að fara úr húsum eins og við gerðum í vor. Það væri alveg útilokað að hafa það eins og þá, skjótast inn til að sækja mat og hafa svo kósístund með piknik á bak við hús. Því auðvitað urðu allir rosalega svangir um leið og búið var að loka á umgang í ísskápinn.

Þetta ár verður minnisstætt á margan hátt, mikið óskaplega er margt búið að gerast frá sama tíma í fyrra. samt hef ég ekki einu sinni farið til Vestmannaeyja, hvað þá útlanda.

Og tíminn líður svo hratt núna að næsta ár er bara rétt handan við hornið.

Og þá fer að birta, vorið kemur fyrr en varir. 

Síðustu vikur hefur eitt og annað verið að gera. Skreytingadagurinn í skólanum var snemma í desember, kakó og smákökur þegar allt var orðið fínt í stofunum. Svo var umbunarferðin í síðustu  viku, fyrir þá sem hafa 100% mætingu. Við höfum áður farið í bíó og á kajak eða sund á Stokkseyri. Eitthvað svona til að komast útúr okkar daglega umhverfi. En nú er aðhald í öllu og ferðin var farin niður í kjallara þar sem við horfðum á Zorro og fengum einn poka af poppi á mann, djús með. Og það voru allir ánægðir. Krakkarnir eru alveg frábærir, ekkert múður eða væl þó eitt og annað sé látið vanta. Jólaskrautið í stofurnar var haft með minna móti í ár, ekkert keypt en látið duga það sem til var. Þá komu þau bara með eitt og annað að heiman og gerðu þetta reglulega flott.

Ég er búin að fara á jólafundinn karlakórskvenna og búa þar til snjókarl. Ég er búin að baka fjóra umganga af uppáhaldssmákökunum og svo fór einn sunnudagur í laufabrauðsgerð. Systur úr Reykjavík komu um síðustu helgi til að gista og hjálpa til við allan þennan bakstur. Og við mæðgur erum búnar að gera hreint hjá mömmu.

Í morgun fór ég í jólamorgunverð Grínverja og þar fékk ég jólapakka. Við fáum alltaf einn pakka hver í þessum morgunverði og eins núna þó kreppan sé út um allt.

Við höfum alltaf gert svo vel við okkur sjálfar, enda er þessi félagsskapur bara til þess, að við höfum það gott og skemmtilegt sem oftast.

Ég er búin að senda jólakortin til útlanda. Líka til Wales, þó ekkert hafi enn komið þaðan. Það er dularfullt, Cyril hefur alltaf verið snemma í því og kortið frá honum komið í nóvember. Kannski hann sé nú bara dáinn? Það væri ekkert undarlegt, búinn að vera gamall síðan við sáum hann fyrst, sumarið sem Kalli og Díana giftu sig 1981. 

Þá fórum við einmitt líka á krána í London, ljótu sótugu krána þar sem dauði kötturinn hékk í rjáfrinu. Þar var hún þá konan , ólétta með litlu stelpuna.  Kannski var það samt bara strákur, sem ekki hafði verið klipptur, svona tveggja ára, rauðhærður og  kámugur í framan.

Var ekki verið að dæma eitthvað fólk á Englandi í vikunni, fyrir að taka barnið sitt  með á fyllirí? Kannski var það öðruvísi, tók held ég einhverja sjö tíma og krakkinn orðinn kaldur og pissublautur. Við vorum þarna á ferðinni fyrir miðnætti og það var sumar.DSCF9768DSCF3272Scan10001


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband