Jörðin skelfur enn

Ég fann nú samt engan jarðskjálfta í dag, enda var ég víst á ferðinni einhversstaðar á milli Hveragerðis og Selfoss. Ég get einhvernvegin ekki séð fyrir mér jarðskjálfta á þessum árstíma og vonandi kemur enginn svo snarpur að fólk þurfi að fara úr húsum eins og við gerðum í vor. Það væri alveg útilokað að hafa það eins og þá, skjótast inn til að sækja mat og hafa svo kósístund með piknik á bak við hús. Því auðvitað urðu allir rosalega svangir um leið og búið var að loka á umgang í ísskápinn.

Þetta ár verður minnisstætt á margan hátt, mikið óskaplega er margt búið að gerast frá sama tíma í fyrra. samt hef ég ekki einu sinni farið til Vestmannaeyja, hvað þá útlanda.

Og tíminn líður svo hratt núna að næsta ár er bara rétt handan við hornið.

Og þá fer að birta, vorið kemur fyrr en varir. 

Síðustu vikur hefur eitt og annað verið að gera. Skreytingadagurinn í skólanum var snemma í desember, kakó og smákökur þegar allt var orðið fínt í stofunum. Svo var umbunarferðin í síðustu  viku, fyrir þá sem hafa 100% mætingu. Við höfum áður farið í bíó og á kajak eða sund á Stokkseyri. Eitthvað svona til að komast útúr okkar daglega umhverfi. En nú er aðhald í öllu og ferðin var farin niður í kjallara þar sem við horfðum á Zorro og fengum einn poka af poppi á mann, djús með. Og það voru allir ánægðir. Krakkarnir eru alveg frábærir, ekkert múður eða væl þó eitt og annað sé látið vanta. Jólaskrautið í stofurnar var haft með minna móti í ár, ekkert keypt en látið duga það sem til var. Þá komu þau bara með eitt og annað að heiman og gerðu þetta reglulega flott.

Ég er búin að fara á jólafundinn karlakórskvenna og búa þar til snjókarl. Ég er búin að baka fjóra umganga af uppáhaldssmákökunum og svo fór einn sunnudagur í laufabrauðsgerð. Systur úr Reykjavík komu um síðustu helgi til að gista og hjálpa til við allan þennan bakstur. Og við mæðgur erum búnar að gera hreint hjá mömmu.

Í morgun fór ég í jólamorgunverð Grínverja og þar fékk ég jólapakka. Við fáum alltaf einn pakka hver í þessum morgunverði og eins núna þó kreppan sé út um allt.

Við höfum alltaf gert svo vel við okkur sjálfar, enda er þessi félagsskapur bara til þess, að við höfum það gott og skemmtilegt sem oftast.

Ég er búin að senda jólakortin til útlanda. Líka til Wales, þó ekkert hafi enn komið þaðan. Það er dularfullt, Cyril hefur alltaf verið snemma í því og kortið frá honum komið í nóvember. Kannski hann sé nú bara dáinn? Það væri ekkert undarlegt, búinn að vera gamall síðan við sáum hann fyrst, sumarið sem Kalli og Díana giftu sig 1981. 

Þá fórum við einmitt líka á krána í London, ljótu sótugu krána þar sem dauði kötturinn hékk í rjáfrinu. Þar var hún þá konan , ólétta með litlu stelpuna.  Kannski var það samt bara strákur, sem ekki hafði verið klipptur, svona tveggja ára, rauðhærður og  kámugur í framan.

Var ekki verið að dæma eitthvað fólk á Englandi í vikunni, fyrir að taka barnið sitt  með á fyllirí? Kannski var það öðruvísi, tók held ég einhverja sjö tíma og krakkinn orðinn kaldur og pissublautur. Við vorum þarna á ferðinni fyrir miðnætti og það var sumar.DSCF9768DSCF3272Scan10001


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var fjandi góð lesning.

Við nennum ekkert að fá jarðskjálfta núna en ég skrapp að erinda út í Eyjar í hinni vikunni eins og þú veist (?) með kúluna. 

mýrarljósið (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 15:15

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

"Eins og þú veist" þá verð ég að fara að koma í heimsókn - eða þú?

Ég gleymdi að skrá í "lesninguna" allt hitt sem hér hefur gerst síðan síðast.

Helga R. Einarsdóttir, 7.12.2008 kl. 16:28

3 identicon

Flott mynd þarna frá jarðskjálftadeginum mikla! 

 Barnið er að koma!!! :D

Helga Guðrún (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 19:25

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Helga mín. Þeir sem lesa þetta halda að þú sért að fæða  - núna!!!

En það er auðvitað ekki, Tútta litla gengur vonandi vel að komast í heiminn. kv og faðm. 

Helga R. Einarsdóttir, 7.12.2008 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 196848

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband