Færsluflokkur: Dægurmál
14.11.2009 | 22:17
Jákvætt blogg - dúkurinn hennar ömmu
Fyrir nokkrum vikum var ég að róta í skápunum hjá mömmu, taldi mig víst vera að taka til eða eitthvað í þá áttina. Ég var í þetta sinn stödd í suma og prjónaskápnum. Þar er fullt af garni og efnum, prjónaprufum, uppskriftum og útsaumsdóti. Hægt að finna þar ýmislegt skemmtilegt.
Ég dró fram efnisstranga, nokkuð gulnaðan, vandlega samanbrotinn. Þegar ég rakti hann í sundur kom í ljós að þetta var áteiknaður dúkur hringlaga alveg bærilega stór. Alla vega var heilmikið teiknað á hann, sem átti alveg eftir að sauma í. Ekkert saumagarn fylgdi.
"Hvað er þetta"? spurði ég mömmu, sem sat í stólnum sínum og fylgdist með mér, álengdar. Hún telur það vissara. Mér hættir svolítið til að henda ekki sömu hlutum og hún myndi henda, eða stinga niður í poka minn því sem hún telur algerlega út í hött að geyma. Við eru samt stundum sammála.
Hún sagði þetta dúk sem hún hefði fundið í fórum mömmu sinnar(ömmu minnar) eftir að hún dó. Hefði svo bara gleymt honum í skápnum. "Þetta er ekkert drasl, örugglega hör". Það var reyndar nokkuð ljóst að dúkurinn var frá forsögulegu tímabili, í einu horninu hafði verið skrifað á hann að hann ætti að kosta 7.50, það gat ekki verið nýlega skrifað. Svona frá 1940-43 hélt mamma. "Hún amma þín var ekki að sauma svona dót eftir að barnabörnin fóru að fæðast", sagði hún. Og þar sem ég er elsta barnabarnið, fædd´44 er aldurinn á dúknum nokkuð ljós.
Ég spurði hvort henni fyndist ekki kominn tími til að gera eitthvað í málinu? Jú hún var svo sem alveg með á því, en það var ekkert garn. Má ég ekki bara kaupa garn og sauma svo, spurði ég. Jú það mátti ég alveg - og þá gerði ég það.
Ég taldi ekki vikurnar, en þær voru ekki margar. Ég get aldrei dundað við það sem er löngu ljóst að þurfi að ljúka. Ég tala nú ekki um þennan dúk, hann var löngu tímabært að ljúka við. Í hvert sinn sem mamma kom við og sá hvernig gekk, sló hún sér á lær og upphrópaði . "ja hérna, það held ég hún amma þín skemmti sér yfir þessu núna".
Amma er vitanlega á himnum, en auðvitað vona ég að hún sé ánægð með mig.
Já -það ætla bara ég rétt að vona, og ég er líka að hugsa um að semja við mömmu um að ég fái að eiga dúkinn. Hún hefði hvort sem er örugglega hent honum í næstu tiltekt. Ég veit ekkert hvað sporin í honum eru mörg, en bara hringurinn utanum er kappmellaður með 1830 sporum. Hitt nennti ég ekki að telja.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.11.2009 | 21:58
Þörf áminning - jákvætt blogg
Hér eftir ætla ég eingöngu að skrifa um það sem gott er og jákvætt og það er til fullt af því svo ég verð ekki í nokkrum vandræðum með efni.
Ég fékk tímabæra áminningu og tel ekkert eftir mér að reyna að bæta ráð mitt- það er jákvætt.
Veðrið í vikunni hefur verið alveg einstaklega gott og ekkert lát á því. Varla hefur það oft komið fyrir að fólk væri ekki farið að draga fram kuldagallana um miðjan nóvember.
Það er alltaf gaman í vinnunni. Góðir vinnufélagar og skemmtilegir krakkar.
Engir árekstrar eða leiðindi alla vikuna.
Ég er samferða ungum manni í vinnuna flesta morgna. Stundum hleypur hann mig uppi og stundum næ ég honum með lengri skrefum. Í morgun var hann langt á undan mér þegar hann varð var við mig á eftir sér. Hann sneri þá við og hljóp á móti mér svo við gætum spjallað saman lengur. í þetta sinn um lyfjaiðnaðinn og hvernig tannburstar eru búnir til. Ég vissi ekki áður að fyrstu pillurnar voru búnar til ein og ein í einu með höndunum einum.
Það var sund í morgun og ég fór í útiklefann. Vindurinn næddi í gegn, en það var ekki kalt. Það var eiginlega bara þurrkur þarna inni, sem kom sér vel, sparnaður á handklæðinu í kreppunni .
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2009 | 15:14
Er það eðlilegt?
Samþykkt að sameina átta prestaköll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2009 | 20:53
Er ekki komið nóg af þessum "stofum"?
Frumvarp um Íslandsstofu lagt fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.10.2009 | 22:00
Víkurhverfi?
Hafnaði á hvolfi ofan í skurði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.10.2009 | 16:32
Myndin eftir Jóhannes
Ég sé ekki betur en að þarna í Auðarskólanum í Búðardal, hangi nákvæmlega eins mynd og er hér á vegg í mínu húsi. Fyrir ekki svo löngu var reynt að bjóða eina myndina enn af sömu gerð á uppboðsvef í Ameríku og var þá reynt að telja væntanlegum kaupendum trú um að Jóhannes þessi væri Kjarval. Sú tilraun mistókst, en það er með ólíkindum hvað Jóhannes hefur verið afkastamikill þarna á sömu þúfunni við bakka Þingvallavatns.
Einhversstaðar í eldgömlu bloggi mínu er heilmikil grein um samskipti mín og Jóhannesar - og reyndar annarra fjölskyldumeðlima. Þessi Jóhannes á þúfunni við Þingvallavatn mun hafa verið Frímannsson, afkastamikill "alþýðumálari" um miðja síðustu öld.
Forsetinn í Dalasýslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2009 | 20:30
Siglingu vesturfyrir?
Nú stend ég í þeirri meiningu að skip sem er að koma frá Bandaríkjunum og á leið til Rússlands hljóti að vera á leiðinni AUSTUR FYRIR Ísland, en þarna kemur annað í ljós. Skipið er sagt vera á vesturleið?
Ekki getur verið að blaðamenn í ríki Davíðs kunni ekki mun á austri og vestri? Heldur ólíkegt.
Gæslan fylgist með olíuskipi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
15.10.2009 | 20:51
Hvað er námskrá?
Það hefur verið svolítið skemmtileg umræða í gangi í vinnunni síðustu daga.
Kannski vonum seinna að þessi umræða færi í gang af því að umræðuefnið hefur sveimað í kringum okkur árum saman.
Námsskrá grunnskóla. Orðið "námskrá", eða eins og margir telja að rita skuli "námsskrá", varð víst til í Menntamálaráðuneytinu fyrir mörgum árum. Tilgáta vinnufélaga er sú að við tilurð þessa orðs hafi óheppinn starfsmaður ráðuneytisins látið frá sér fara orðskrípi sem ekkert þýðir og er í raun ekki til. Óvart orðið það á að gleyma einu essi, en ekki fengið sig til að leiðrétta seinna. Við ýtarlega leit í virtustu orðasöfnum okkar finnst alls ekki orðið námskrá, það er ekki til. Námsskrá hins vegar er til og allir skilja hvað það þýðir
Það má vel ætla að það muni vera erfitt fyrir ráðuneyti menntamála að játa á sig réttritunarmistök, miklu líklegra að eftir nokkur ár verði sú yfirlýsing send út til okkar óbreyttra "að hvort tveggja sé rétt" námskrá eða námsskrá. Því hefur áður verið svarað þegar fræðimönnum verður á í messunni. "Það er bæði rétt".
En mikið væri nú gaman ef maðurinn sem bjó til orðið kæmi fram og segði kannski sem svo: "Æ- æ - ég gleymdi alltaf að laga það. Ég gerði smá vitleysu þegar ég sendi frá mér reglugerðina þarna um árið, þessa um námsefnið í skólunum. Auðvitað átti það að heita Námsskrá grunnskóla með tveimur essum - annað essið bara datt óvart út".
En kannski er blessaður maðurinn löngu dáinn, tíminn líður svo hratt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.10.2009 | 20:19
Er nú ekki kominn tími til að biðja Guð -
Hyggst hafa boðskap biskups að engu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.10.2009 | 19:39
Lóan fer ekki fet
Á ferð um lágsveitir í dag sá ég, eins og reyndar um síðustu helgi líka, stóra lóuhópa á öllum túnum. Við fórum í dag austur að Skógum að heilsa uppá Þórð. Hann var eins og alltaf, hinn hressasti. En ekki alveg nógu ánægður samt. Við ætluðum að fá okkur kaffi í safninu, en þar var þá ekkert kaffi að hafa. Þórði þótti skömm að því og hringdi á bæi til að biðja konur undir fjöllunum að hella á, þó ég reyndi að sannfæra hann um að við myndum alveg lifa af. Hann rétti mér svo símann og bað mig að tala við þessa konu sem hafði víst að engu óskir hans um sjálfsagða gestrisna, að honum fannst.
Ég sagði hins vegar konunni að við værum ekkert illa komin og allt í lagi þó við færum kaffilaus til baka. Enda hefðum við ekki verið í vandræðum með að leita á eigin spýtur til vina og kunningja í sveitinni. Við skoðuðum framkvæmdir í Bakkafjöru og vorum ekki þau einu. Þangað lá óslitinn straumur farartækja á breiðum og beinum veginum sem okkur fannst furðu langur. Enda er maður á leiðarenda nærri kominn til Eyja.
En það sem undraði okkur mest í þessu ferðalagi voru lóurnar. Öll tún frá Selfossi að Skógum voru þakin stórum hópum af lóu. Mér er sagt að eðlilegast sé að þær kveðji landið seint í ágúst og svo fyrri hluta september, en nú virðast þær allar sitja sem fastast. Í vetrarbúningi sem við höfum aldrei áður séð. Svarta bringan orðin grá eins og reyndar fuglinn allur, en kollurinn þó dökkur.
Hvað það er sem veldur þessum breytingum gæti maður fyrst látið sér detta í hug að væru óhagstæðir vindar? Er búin að vera stöðug sunnan eða austanátt í margar vikur eða jafnvel mánuði? Á hún ekki að fara til Bretlands - alla vega í fyrsta flugi? Er hún að lýsa frati á Bretana - sýna samstöðu með okkur? Geta þessi grey með nokkru móti lifað veturinn hérna?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar