Nú vantar mig rigningu

IMG_1480IMG_1468Þegar "vorverkunum" er lokið í heimagarðinum, verður að snúa sér að því að gera fínt í Mýrinni.Ég er "lurkum lamin" eftir dagsverkið, búin að skríða um allan sparigarðinn, reyta frá fínu trjánum og raka svo allt stykkið og "hirða heyið". Ætli sé ekki mögulegt fyrir "smábændur" að selja hey til þeirra sem búa með td. kanínur og hamstra? Ég á alla vega fullt af fínni töðu ef einhver vill. Nú er allt fínt inní Mýri- búið að reyta og grisja rófur og rauðrófur, kartöflurnar vel komnar upp og gulræturnar líka. Aspasinn lifir góðu lífi og vex, samt á hann nú aðallega að koma sér fyrir í jörðinni þetta sumarið, ekki uppskera fyrr en næsta ár. Allt er slegið og rakað og þar að auki stórt stykki slegið af órækt. Það liggur reyndar flatt og má vel þorna áður en reynt verður að raka saman. Eiginlega vantar mig múgavél- vita ekki allir hvernig vél það er? Þetta varð heldur meira en til stóð og örugglega mesta puð að raka saman með handaflinu einu.

Samt myndi ég frekar vilja rigningu, væri alveg sátt við að "fá ofaní" flekkinn stóra sem liggur flatur, það vantar svo sárlega vökvun á ræktunina. Ekki bara hjá mér, heldur öllum hinum sem hafa lifibrauðið af hvers konar ræktun. Það er víða búið að slá og rúllur eru á túnum, enginn vandi að heyja í þessari tíð. En rúllurnar eru færri en stundum áður, það hefur ekki verið nein rífandi spretta fram að þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mýrarljósið (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 196848

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband