Aldrei of seint að iðrast - og bæta ráð sitt

Það er orðið alltof langt síðan ég hef bloggað eitthvað af viti. Þegar ég "datt í fésið", fyrir ótöldum mánuðum hætti ég satt að segja alveg að hugsa, nema bara í stuttum setningum og klausum. Ég lenti satt að segja í eintómri feisbúkk óreiðu.Nú er ég búin að vera í sumarfríi frá júníbyrjun og hefur á þeim tíma tekist að fara á þrjú ættarmót, eina ferð til Rússlands og Finnlands, og svo stutta reisu norður í land.

Auk þess þurfti að taka til hendinni hér í garðinum og svo er allnokkur ræktun í gangi í Mýrinni. Það sér hver heilvita maður að með öllu þessu hefur ekki verið hugsað mikið- nema þá kannski í stuttum og takmörkuðum fesbúkksetningum.En nú er svo komið að velflestum ferðum og mótum er lokið. Ég tala ekki um tvær eða þrjár afmælisveislur og svolítið skógarhögg inní Mýri. Í skóginum er reyndar alveg ljómandi gott að hugsa- jafnvel í löngum setningum og stundum vitrænum pælingum(finnst mér).

Já nú er bara svo komið að ég hugsa lengur og pæli meira en undanfarna mánuði og ætla þess vegana að færa mig að einhverju leyti aftur á bloggið. Eins og góð kona sagði einhverntíman við mig " þú bæði bloggar og búkkar", og ég þarf bara að láta frá mér meira en rúmast á fésinu svo vel sé. Best  að láta á það reyna hvernig tekst að skila því frá mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna

Það er gott að hugsa og pæla. Velkomin á bloggið aftur.

Jóhanna, 13.7.2011 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 196848

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband