Julegave fra familien Dehs í Vågåmo

Jólin 1962 eru mér minnisstæðari en önnur jól. Þann vetur var ég í skóla í Guðbrandsdalnum í Noregi, "Gudbrandsdal Fylkesskule" hét hann og var góður skóli. Engin áform höfðu verið gerð að heiman um þessi  jól, líklegast að skólastjórahjónin myndu taka mig að sér af sinni alkunnu góðsemi, sem enginn þekkti þó til á Íslandi. Fyrirfram hafði ég engar áhyggjur af  jólunum frekar en öðru, ég var búin að ákveða að vera þarna heilt ár og sennilega hefði ég bara  þraukað um jólin í herberginu mínu hefði ekki annað komið til. Mér finnst stundum ótrúlegt að hugsa um það hvað ég get gert með þrjóskunni einni saman.

En þegar leið að því að allir krakkar færu heim í jólafrí var ég svo heppin að stúlka sem var með mér í herbergi bauð mér að koma með sér heim og dvelja yfir jól og áramót. Auðvitað þáði ég það. Ég var búin að fá pakka að heiman, en aldrei talaði ég við foreldrana í síma, það bara var ekkert hægt. Sennilega sagði ég þeim frá boðinu í bréfi, einu af fjöldamörgum sem ég skrifaði þetta ár. 

Ég tók svo saman dótið mitt um leið og allir aðrir og steig uppí lest sem flutti okkur upp eftir þessu langa landi.  Eins og talað er um "uppsveitir Árnessýslu eða Borgarfjarðar" hefði víst verið sagt að við hefðum haldið til uppsveita Guðbrandsdalsins- til Vågå.

Vågå var í minningunni frekar lítið þorp í sveit, líklega hét sveitin sjálf Vågå en þéttbýlið var kallað Vågåmói. Þarna var allt á kafi í snjó, alveg ekta jólastaður og ef þar var borinn út póstur hefur það örugglega verið gert á sleða. Þarna átti ég svo yndisleg jól með fjölskyldunni hennar Kari. Þau vissu ekki hvað þau gátu best fyrir mig gert og ég fékk gjafir frá öllum - kettinum líka. Við fengum kódelettur sem hétu ribbe og surkål - sem ég get núna keypt í Júróprís og heitir bara súrkál. Þau voru svolítið að vorkenna mér fjarlægðina frá foreldrunum, en þess þurfti ekki neitt, mér leiddist ekki. 

Ég á enn eina af gjöfunum frá "familien Dehs", fallegan málaðan trédisk, koparskálinni sem kötturinn gaf mér er ég hins vegar búin að týna. DSCF0569


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 196848

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband