Að bjarga sér í Bónus

Það er enginn leikur að fara í Bónus núna á úrslitasprettinum, en það varð ég nú samt að gera í dag, og var ein á ferð.

Öll bílastæði full og hörkufrost úti. Ég dokaði því við þar til ég sá stæði losna, "rétt við búðarvegginn", henti mér inní það og varð harla glöð. Hefði ekki boðið í að keyra körfu fulla alla leið fram á Vallholt eins og ég sá fólk gera. Jafn gott að ekki sé þar mikið í sem ekki má frjósa. 

Ég tók einu körfuna sem var í boði við innganginn, hefði sjálfsagt getað fundið aðra einhversstaðar í nálægum götum, en þessi dugði, ég var jú alein og réði ekkert við meira.

Búðin var full af fólki og raðir að kössunum lengst inneftir öllu, alveg inn fyrir fiskbúðinginn og grænu baunirnar- hálfa leið inní kæli.

Ég komst fljótlega að því að ómögulegt var fyrir eina manneskju að ferðast þarna um og safna varningi til jólanna. Komst þó inní kæli og þaðan út aftur í sjálfvirkri röð og náði því sem handleggirnir tognuðu til í hillunum. Þetta var ekkert að gera sig. Ég fór því áfram og alveg að enda raðanna löngu. Þar valdi ég mér eldri hjón sem stóðu og studdu sig við eina körfu, og lagði fyrir aftan þau. Svo spurði ég konuna hvort ég mætti ekki bjóða henni að styðja sig við körfuna mína? Hún leit á mig, bara aðeins hissa, en svaraði svo játandi- það vildi hún alveg þiggja :-). Þetta var gott- konan studdi sig alveg óháð manninum, sem var sjálfsagt orðinn hundleiður á búðaferðinni. Karfan mín þokaðist áfram í röðinni og ég hljóp um alla búð og dró í búið það sem hugurinn girntist.  Þegar því var lokið mátti heita að við, fólkið og ég, værum orðin fremst í röðinni. Það getur verið alveg ljómandi gaman að versla í jólaösinni, en það er satt að segja heilmikil ös og margir á ferð.

Ég gat líka glatt tvo ókunnuga menn fyrir utan þegar ég bauð þeim að fá körfuna mína- þegar ég væri búin að tæma hana í bílinn- sagði að það væri örugglega engin önnur í boði þessa stundina.

Þegar ég kom heim, stóð ég góða stund á tröppunum og otaði bíllyklinum - fjarstýrða að útihurðinni- en ekkert gerðist.

En ég er eiginlega búin að kaupa allt sem þarf. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 197003

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 92
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband