24.6.2009 | 21:36
Dagur fimm
Þær gera það ekki endasleppt blessaðar vinnukonurnar.
Ekki voru þær fyrr komnar á stjá í morgun en þær voru farnar út á róló. Skömmu síðar kom önnur inn og bað um ílát - þær væru búnar að finna mat handa okkur - og alveg nóg til dagsins. Ég fór á eftir henni út að kanna málið. Þær voru búnar að finna fullt af hundasúru um allan róló. Slitu upp blöð og stöngla. Blöðin átu þær jafnóðum, en stönglarnir fóru í skálina og skyldu notaðir í hádeginu.
Sögðu þetta algengan hversdagsmat í Borgarfirði.
Við fengum svo reyndar annan mat með þegar að hádegi kom, og vorum allar saddar og sælar þegar við fórum í sundið.
Við höfum ákveðið að fara bara annan hvern dag í laugina og það passaði vel - í dag var sól og blíða. Júlía er á sundnámskeði, en kom svo út til okkar og var hjá okkur og kom með okkur heim. Mamma hennar fór í skólann í Reykjavík. Hún tók Helgu Guðrúnu með sér sem er komin heim úr Vestmannaeyjum í helgarfrí af því hún á afmæli á föstudaginn.
Svo við vorum orðnar fjórar og fjölgaði enn eftir að heim kom, þá fékk Dýrleif Nanna að koma líka. Við vorum lengi á róló og gerðum þar ýmislegt skemmtilegt.
Systurnar byrjuðu auðvitað á að kenna hinum að þekkja hundasúruna og kosti hennar í kreppunni. Svo tíndum við sprek og byggðum hús og þvottasnúrur með laufblöðum bæði fyrir þök og þvott á snúrunum.
Svo bara fórum við inn og fengum okkur mjólk og kex og kleinur.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hundasúrur eru ríkar af bætiefnum og vítamínum. Þessar stúlkur eru að upplagi miklir áhugamenn um c-vítamínríkt fæði og engin furða að þær leggi áherslu á betra mataræði með hundasúrum. Tilvalið að nota hundasúrur til að lífga upp á matseðilinn. Hundasúrusalat, fiskur með hundasúrum og þannig.
Foreldrarnir í Lissabon (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.