Nú skil ég ekki?

 1.Áður en bankarnir voru einkavæddir átti ríkið þá og allt sem þar hékk á veggjum af listavekum.

Er þetta ekki rétt?

2.Svo voru bankarnir seldir og af einhverjum óskiljanlegum ástæðum "gleymdist" þá alveg að taka listaverkin af veggjunum og undanskilja frá "sölunni". Margmilljónavirði af sígildri list lenti í höndum gróðafíklanna, fyrir slikk.

Er þetta rétt?

3.Svo fara þeir á hausinn með allt saman og ríkið eignast bankana aftur - og listaverkin með, skyldi maður ætla.

Er það ekki?

4.Hvers vegna þarf þá að gera sérstakar ráðstafanir til að ríkið eignist þessi listaverk aftur? Voru gaurarnir búnir að tína þau af veggjum bankanna og hengja upp heima hjá sér?

Ha?

 


mbl.is Vill listaverk bankanna í ríkiseigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er verið að tryggja að listaverkin fylgi ekki með ef það slys skildi gerast aftur að bankarnir yrðu einkavæddir.

Héðinn Björnsson, 19.2.2009 kl. 14:09

2 identicon

Þetta snýst um að listaverkin verði ekki lengur skráð sem hluti af eign bankanna (þótt ríkið eigi nú bankana) heldur verði þau færð sem sérstök eign ríkisins. Það verður svo fróðlegt að frétta hvort einhver verk hafa "horfið" eða verið seld vissum mönnum meðan glæpahundarnir léku lausum hala.

Jón Garðar (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 14:09

3 identicon

Er þetta eitt af þessi stóru smámálum?

Voru málverkin ekki metin þegar bankarnir voru einkavæddir? Voru þau kannski metin á sama hátt og klósettpappírinn sem eftir var á rúllunum í salernum bankanna?

Er sagan að endurtaka sig?

Agla (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 14:36

4 identicon

Héðinn, væri það slys ef bankarnir yrðu einkavæddir aftur? Bentu mér á vestrænt ríki sem hefur ríkiskavætt bankakerfi. Veistu afhverju þú finnur ekki vestrænt ríki með ríkisvætt bankakerfi? Mæli með að þú finnir þér góða byrjendabók í hagræði og leggjist yfir hana. Einkavæddir bankar eru skilvirkari í lánveitingum og stuðla að meiri hagvexti. Til eru fjöldamargar rannsóknir sem sýna fram á þetta. Hér eru tvær:

http://www.sciencedirect.com/science?_ob=MImg&_imagekey=B6V84-4CJVG9S-2-2&_cdi=5860&_user=711966&_orig=search&_coverDate=09%2F30%2F2004&_sk=999159996&view=c&wchp=dGLbVlb-zSkWz&md5=021f1927191b518c3019aa11d288e218&ie=/sdarticle.pdf 

http://www.sciencedirect.com/science?_ob=MImg&_imagekey=B6VCY-4KGG5WY-D-1&_cdi=5967&_user=711966&_orig=search&_coverDate=01%2F31%2F2007&_sk=999689998&view=c&wchp=dGLbVlz-zSkWA&md5=16f991c4af47c9f0f8f344eaa5bc6afd&ie=/sdarticle.pdf 

Kveðja,

Gulli

Gulli (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 15:58

5 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Fatta þetta ekki heldur.  Kannski er þetta til þess að listaverkin detti ekki af veggjunum

Eyjólfur Sturlaugsson, 19.2.2009 kl. 21:18

6 identicon

Gulli. Ég tek undir áhyggjur Héðins, ég hef ekki litið á þessar rannsóknir sem þú bendir á, ég sé bara ástandið eins og það er í dag eftir einkavæðingu bankana. Það kann vel að vera að hjá öðrum ríkjum hafi einkavæðing skilað hagræðingu, hér hefur hún bara skilað okkur skuldum fyrir alla þjóðina.

Helga, bestu kveðjur til þín og þinna.

Burkni (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband