Í Mýrinni á öðrum degi vetrar

Í gær fórum við í fjölskylduferð í sveitina. Ekki var þó nema brot af fjölskyldunni með, reyndar svo lítið brot að við komumst í einn bíl.

Fyrst fórum við með Ívar inní Mýri og skildum hann þar eftir. Svo fórum við á Högnastíg og stoppuðum þar í klukkutíma eða svo. Svo fórum við aftur inní Mýri.

Þar er nú allt snævi þakið og megnið af trjánum búið að fella laufið. þarna var þó eitt tré, súlureynir sem ég keypti og plantaði í sumar, hann var enn allaufgaður og varla farinn að fölna í toppinn. Ekki finnst mér það góðs viti. Tré sem eru sein að búa sig undir veturinn verða oft illa úti. 

Tengdasonurinn fullyrti að þarna á leiðinni inneftir væru tófuspor. Hann er veiðimaður og á að þekkja villidýraslóðir,  Ekki kaupi ég það nú samt í fljótheitum eins og tímarnir eru. Þó er víst ekki hægt að þræta fyrir tófu, eiginlega hvar sem er í sveitinni. Hún lætur sig ekki muna um að læðast á milli bæja til að leita að æti.  Max var óskaplega glaður að komst út og fá að hlaupa eins og hann vildi. Mér tókst með naumindum að festa hann á filmu á fljúgandi ferð. 

Og Guðbjörg tyllti sér í sófann, sem er nú að byrja einn veturinn enn, aleinn úti á palli. Ótrúlegur sófi, örugglega búinn að standa þarna í tíu vetur og sér ekki á honum. Enda keyptur í Kjörhúsgögnum hjá Sigurbirni fyrir 30 árum.  Bjöllunni verður víst ekki hringt til kvöldverðar alveg á næstunni, kannski bara á jólunum.

DSCF3014DSCF3011DSCF3012DSCF3013


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Fínar myndir, flottur sófi og fallegur hundur. Já og Guðbjörg er falleg.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.10.2008 kl. 22:50

2 identicon

Haha.. ég sá ekki Max stax á þessari mynd!

Æ hvað það er gaman að sjá myndir af sveitinni sinni og íslenskum snjó, ég er alveg ringluð hérna í Glasgow, fer að koma nóvember og ekki enn kominn frostdagur, bjart á morgnana og engin hálka.. Ekki eitthvað sem íslendingur ætti að venjast!

Sakn í klessu :*

Helga Krónprinsessa (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband