Það voru þrír menn skotnir í nótt

Það er allt að færast í samt lag hjá okkur. Síðasti mánuður hefur verið öðruvísi að mörgu leyti.  Hvar sem fólk hittist  er nærri eingöngu talað um peninga. Hlutabréf, bankahrun, Breta, Rússana, pólitíkina, Davíð, Geir og alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Og svo ótalmargt annað í þeim dúr, flest hundleiðinlegt. En á meðan hefur margt gleymst.

Að MS = væri að fara á hausinn,  það hvarf alveg í hvirfilbylnum. Stærsta dópverksmiðja sem útlendar löggur hafa komist inní fékk lauslega umfjöllun í tvo daga eða svo og í útlöndum hefur fólk verið drepið í tugatali án þess að nokkur tæki eftir því.

Þegar ég vaknaði í morgun, við fréttir klukkan sjö gat ég ekki annað en glaðst-pínulítið- en má auðvitað ekki segja það upphátt. "Það voru þrír menn skotnir í Afganistan í nótt".

Undanfarin ár hef ég undantekningalaust vaknað við að einhver hafi verið drepinn um nóttina einhversstaðar langt útí heimi. Svo langt í burtu, og svo sjálfsagt var þetta orðið, á hverjum einasta morgni, að ég bara gat ekki með nokkru móti fundið til tilfinninga vegna þess. Átti ég að verða sorgmædd? átti ég að vorkenna fjölskyldum, foreldrum, börnum, eiginkonum og ömmum? Ég bara var laus við allt hugarangur vegna þessa, það kom mér ekki við. Það var alltaf að gerast, hvern einasta nýjan dag.

Síðasta mánuð hefur þetta ekki verið nefnt í fréttum kl. sjö.

Það er ekki laust við að mér finnist bankakreppufárið undanfarið svolítið í sama dúr og hörmungarnar úti í heimi. Ég held að við, mörg, gerum okkur enga grein fyrir hvað hefur verið að gerast.  Horfum á þetta álengdar og hlustum með daufum eyrum.  Milljarðar eru svo óskaplega fjarri okkar raunveruleika, hvað þá ef þeir eru saman komnir hundrað eða þúsund. Eins og bíómynd eða lygasaga og við reynum bara að láta dagana líða sem líkast því sem þeir gerðu fyrir  réttir. Þá var lífið einfalt og gott.

En í nótt voru þrír menn drepnir í Afganistan. Ég tók eftir því, og ég tók eftir fréttum í dag, nánari frásögn af þessu vesalings mönnum.  Það er eitthvað öðruvísi í dag en í gær, kannski lífið komist í samt lag aftur? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vildi að allir væru eins og við.. glaðir og sáttir með það sem þeir hafa.. og hafa engan áhuga á að drepa einn eða annan..

Vildi að lífið er yndislegt væri til á öllum tungumálum og að allir myndu lifa eftir textanum...

Helga Krónprinsessa (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 02:14

2 Smámynd: Josiha

Ha, er MS að fara á hausinn?? Það fór alveg framhjá mér...

Gummi var búinn að segja mér frá þessum með mennina sem voru drepnir (og hvaða áhrif það hafði á þig). Fannst það svolítið skondið  
En mikið er ég sammála þér - maður er orðinn svo hundleiður á þessum fréttum. Ég er hætt að horfa á fréttirnar í sjónvarpinu og fer örsjaldan á mbl og vísi. Alveg komin með upp í kok af öllum þessum "kreppu"-fréttum.

Josiha, 26.10.2008 kl. 13:01

3 identicon

Ástandið er nú orðið félegt þegar við "gleðjumst" þegar fréttir berast af drápum í útlöndum, fréttir sem við vorum orðin svo samdauna að við tókum varla eftir þeim.

mýrarljósið (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 197002

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 91
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband