9.10.2008 | 20:27
OMG! Verðum við að færast 30 ár aftur í tímannn í lífsgæðum?
Krakkarnir í skólanum spyrja mig stundum þess dagana um eitt og annað sem snýr að kreppuárunum fyrri.
Hvenær fannst þér mesta kreppan? Var það 1930 eða 1914? Hvað fékkstu að borða þá?
Ég verð að valda þeim vonbrigðum og segja að því miður muni ég ekki það sem gerðist þessi ár, ég var einfaldlega ekki fædd þá. En þessi upphrópum fréttamanns - eða konu - með lífskjörin fyrir 30 árum gengur heldur ekki upp. Ég man ekki betur en allt léki hér í lyndi á þeim tíma. Það var hins vegar fyrir tæpum fjörutíu árum sem heldur var fátt um fína drætti og eiginmaðurinn fór til Svíþjóðar til að vinna í skipasmíðastöð.
Hann var þó ekki verr settur en svo að hann sagði upp vinnu til að fara þangað. Mig minnir samt að "lífsgæðin" væru á þeim tíma síst verri en í nútímanum. Spurning hvernig þau gæði eru metin.
En fyrir um það bil þrjátíu árum man ég að áin hér leit svona út síðsumars. Ég átti stígvél á þeim tíma = síst verr stæð þá en núna, og ég óð útí eyju. Reyndar gekk ég þangað nærri þurrum fótum, ásamt "ljósinu" viðhengi hennar og nokkrum börnum sem við áttum. Þann dag var gaman - það voru lífsgæði.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já eins og ég sagði í mínu bloggi rétt áðan við höfðum það gott fyrir 30 árum. Góðar myndir eins og alltaf hjá þér. Á engin stívéfl í dag en átti þá
Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.10.2008 kl. 20:56
Þrjátíu árum? Ég var ekki tveggja ára þegar ég óð út í Jórukleif...
GK, 10.10.2008 kl. 21:54
Æ--Guðmundur- á því árabili. Ég man ekki daginn. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 11.10.2008 kl. 20:24
Ha ha, og ég var ekki ungabarn :o) en ég man vel eftir þessu. Ég giska á að ég hafi verið svona 7-8 ára þannig að árin eru rétt rúmlega 20.
Já, við Guðmundur viljum hafa þetta á hreinu ... ha ha ha
Helga litla (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 13:07
Smámunasemi erþetta!
Þetta var í byrjun September og árið var ca. 198? kannski3eða4
mýrarljósið (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 18:42
Mig langar heim
Helga Guðrún (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 22:17
Það styttist nú í það að þú komir og þá verður voða gaman að hafa verið í útlöndum. Það fá ekki allir tækifæri til þess og á næstunni verður líklega erfitt að komast til útlanda yfirleitt. kyss og kremj. amma .
Helga R. Einarsdóttir, 14.10.2008 kl. 12:39
já, það er satt.. hlakka til að sjá þig :*
Helga (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 02:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.