Færsluflokkur: Dægurmál
24.7.2007 | 21:58
Af handriti sem fannst í austurbænum
Enginn hefur leitað eftir miðunum sem fundust hér í innkeyrslunni á dögunum. Það er svolítið undarlegt af því ég held að þetta séu merkismiðar ( ekki merkimiðar) og hafi verið skrifað á þá í ákveðnum tilgangi. Ég ætla að nefna hér nokkur atriði sem eru skráð á þetta handrit:
1945 - skólinn fluttur, það er sennilega þegar Barnaskólinn á Selfossi, sem nú er kallaður Sandvíkurdeild Vallaskól, var tekinn í notkun. Makalaust hvað er hægt að gera einfalda hluti flókna. þessi Barnaskóli er ekki einu sinni á Selfossi lengur, hann er í Árborg. (En ég skal nú samt alltaf segja Selfossi)
1947 - kjöt utan á? Hvað gæti það nú þýtt? Mér dettur í hug að þá hafi SS tekið sláturhúsið í notkun,og þar með byrjað að framleiða kjöt fyrir utan á.
Landsímastöðin 1909 - þá hefur gamla símstöðin við Austurveg verið tilbúin?
Ölfusá vatnsmesta á landsins - það vissu nú allir.
Sundhöll =1960 - það hefur verið þegar sundhöllin á Selfossi var tekin í notkun.
1945 - löregluþjónn. Sennilega hefur þá verið settur lögregluþjónn á Selfoss. Ég þarf að finna út hvað hann hét og hvað hann var helst að gera.
Sumt á þessum miðum er svo smátt skrifað og skamstafað að ég get ekki lesið. Ætli ég fari ekki á "dulmálslestrarnámskeið" áður en ég reyni við meira.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.7.2007 | 17:16
Æ og aftur æ
Það ríður ekki við einteyming klúðrið hjá blessuðum fréttamönnunum.
Nú var verið að segja frá niðurstöðum ransókna vegna hugsanlegra neðansjávarganga til Vestmannaeyja.
Ekki er alveg víst að sú framkvæmd muni borga sig, en samt á að skoða málið betur.
Þar á meðal hvernig aðstæður eru á Langeyjarsandi? Er sá sandur kannski úti í eyjum?
Ég vil ekki skrifa tjónið endilega á þann sem les fréttirnar. Getur verið að einhverjir aðrir skili þessu svona til þeirra?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.7.2007 | 21:06
Feimnismál Lúkasar
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.7.2007 | 20:55
Ef það fer nú að gjósa?
Ef svo slysalega tækist til að færi að gjósa norðan Vatnajökuls, gæti þá ekki allt farið til fjandans við Kárahnjúka og þar í kring? Mér fannst verið að ýja að því í kvöldfréttunum.
En ef það færi nú að gjósa í Heklu, segjum svona gos uppá hálft ár, með hraunrennsli og öllu. Gæti þá ekki kannski allt farið til fjandans í öllum virkjunum sunnanlands? Það er alltaf verið að mála skrattann á veggin í fjölmiðlunum. Af hverju er ekki hægt að spá í eitthvað skemmtilegt og jákvætt, svona all vega á meðan ógæfan lætur ekki á sér kræla.
Það er ekki bara í sambandi við virkjanir og stóriðju. Þegar Helgi Seljan talaði við Jón Ólafsson um daginn, var það hans eina áhugamál hvort ekki yrði bölvað að tappa vatni á flöskur í Ölfusinu ef þar kæmi álverksmiðja. Honum var alveg sama um velgengni Jóns í sölumálum. Jón þurfti þá að fræða fréttamanninn um það að vatn hefði þann eiginleika að renna frekar niður en upp og þess vegna gæti þetta bara orðið allt í lagi. Helgi virtist ekkert verða því feginn, nema síður væri.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.7.2007 | 15:08
Fyrirspurn til fuglafræðinga
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.7.2007 | 12:54
Kæri Jón Ó. átt´ekki nóg af vatni?
Mér fyndist að við ættu á senda grönnum okkar á Bretlandi einn eða tvo flugvélarfarma af drykkjarvatni. Eins og áður - af hverju erum við alltaf að velta okkur uppúr einhverju sem er svo víðs fjarri að fæstir hafa á því áhuga eða möguleika á að hafa hundsvit á málunum.
En svo þegar kemur að þeim sem nær okkur standa, búa eða vaða. Þá er eins og okkur komi það ekkert við? Ég gæti reyndar vel trúað eikaaðilum - Jónum eða Jóhannesum - til að gera eitthvað í málinu - en ekki stjórnvöldum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2007 | 22:07
Á Rangárvöllum að leita fortíðar
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.7.2007 | 19:45
Allt er hey í harðindum
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.7.2007 | 18:29
Hvernig er þetta með hana Ingibjörgu Sólrúnu?
Getur verið að ég hafi misst af einhverju? Stendur til að við tökum Palestínu í fóstur?
Hver einasti fréttatími byrjar á ýtarlegri lýsingu á því sem konunni finnst um eitt og annað. Eins og hún geti eitthvað gert í því? Ég trúi því varla. Þarna hefur engum tekist að reisa rönd við árum saman, getur verið að hún sé almáttug?
Einhvernvegin finnst mér að nær væri fyrir utanríkisráðherra á frumstigi að "kynna" sér eitthvað sem nær okkur stendur. Hvað með að skoða þróun innflytjendamála á hinum Norðurlöndunum?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.7.2007 | 13:57
Loksins hægt að taka til hendinni
Sólin var ekki þar í morgun, og hún er ekki komin enn. Hvað er að ske?
Ég sá ekki annað ráð en að setja í þvottavél, fara í klippingu og ýmislegt svona sem maður getur ekki á góðviðrisdögum. Svo fór ég í Blómaval til að kaupa potta fyrir fimmtíu trjáplöntur sem ég á eftir að skipta á. En svo aumt sem það er þá fást engir pottar í þeirri búð. Ekki svonaódýrir hversdagspottar til að ala upp plöntur í. Bara rándýrt drasl til að raða á svalir og palla með einhverjum fullvöxnum rósum og runnum, sem er þá auðvitað líka reynt að selja manni. Verð ég að fara í aðrar sóknir til að leita að svörtum ferköntuðum pottum?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar