Færsluflokkur: Dægurmál
29.7.2007 | 20:48
Ráðist gegn illgresinu (í bókstaflegri merkingu)
Ég varð að bæta því við. Þessi fyrirsögn er alveg "brilljant" til að nota við ólíkustu tilefni. Það mætti til dæmis tala um að uppræta ofsaakstur, eða dóp og drykkjuskap. Líka gæti verið um að ræða að koma í veg fyrir rán og þjófnaði, ofbeldi, vændi, ofát, framhjáhald eða skipulagt einelti. Ég gefst upp. Það er of margt til í okkar fyrirmyndar þjóðfélagi, sem gæti flokkast undir dulnefnið "illgresi" til þess að ég geti tíundað það allt hér. Því miður.
En ég fór sem sagt á fjóra fætur í Mýrinni í dag og reytti kartöflugarðinn allan - með höndunum einum. Í hita og sólskini, sem er kjörveður til útrýmingar á þessu skaðræði, sem arfinn er. Og reyndar ekki færri en tíu aðrar tegundir af jurtum sem ekki eiga heima í kartöflugarði. Og þvílík tilfinning að sjá allan ósómann liggja eftir í götunum lamaðan af sól og hita. Allt steindautt eftir örskotsstund. Ég var svo áhugasöm og ofvirk að ég laumaðist inná land míns næsta nágranna og reytti smá hjá honum. Nú er ég viss um að hann heldur að ég ætli að sölsa þá röð undir mig. En ekki vera hræddur minn kæri Vb. garðurinn þinn er þvílik arfadyngja að ég get vel unnt þér þess að eiga eina hreina röð. Satt að segja eru þessar tíu raðir nágrannans svo skelfilegar að mér þætti það meiri háttar áskorun og væri mikill heiður að taka þátt í hreinsunarátaki.
En þá vildi ég hafa með mér níu félaga sem kunna vel til verka og góðan skemmtikraft á hliðarlínunni. Við myndum ljúka þessu á klukkutíma.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.7.2007 | 21:51
Rigningin er góð
Tvær hellidembur á einum degi og önnur nokkuð langdregin. Er hægt að biðja um nokkuð betra?
Allt í einu varð himininn svartur og andaði köldu. Mæðgurnar sem voru i heimsókn töltu út í bakarí til að kaupa eitthvað með kaffinu. Svo áttu þær eftir að labba heim, sín með hvort barnið í vagni og kerru. Sólbrúnar í hlýrabolum.
Demban hefur náð þeim áður en kökurnar voru keyptar. Kannski urðu þær innlyksa í bakaríinu, ég hef þó frekar trú á að þær hafi bara skokkað heim og orðið gegndrepa. Þetta var svo góð rigning.
Eftir að skýin höfðu dottið niður á jörðina varð himininn aftur blár, þangað til næstu ský höfðu náð að verða til. Svo kom demban stóra langa og aftur hreinsaðist himininn.
En það var þurrt í Þrastarskógi.
26.7.2007 | 20:40
Hvernig ég varð svona forvitin um "allt í kring"
Það var þegar ég fyrir óralöngu flutti úr sveitinni á Selfoss. Ég hafði alltaf átt heima í sveitinni, sem heitir Hrunamannahreppur og heitir vonandi um alla framtíð. Það er bara þar sem hreppar og þorp eru sameinuð sem skipt er um nöfn svo enginn veit almennilega lengur hvar hann á heima.
Alla vega, í sveitinni þekkti ég alla og vissi næstum því allt um mitt nánasta umhverfi. Og það fannst mér ákaflega þægilegt. Svo þegar ég kom á Selfoss, sem hét þá bara Selfoss og ég mun alltaf eiga heima á Selfossi, svo lengi sem ég fer ekki eitthvað annað. Já þegar ég flutti hingað þá lenti ég í þeim ósköpum að vita ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég þekkti engan, ég vissi ekkert hvaða hús var hvar eða hver átti heima í því. Ég vissi bara hreint ekki neitt. Það var líklega þá sem þetta kom yfir mig, óskapleg forvitni um "allt í kring".
Mér gekk ágætlega, allt fram að Vestmannaeyjagosi, þá kom svo stór skammtur í einu af fólki að ég ruglaðist aðeins. En það jafnaði sig. En núna aftur á móti, er allt að lenda í klessu. Ef maður hittir í Kaupfélaginu(ég segi bara kaupfélag, það er alltaf verið að breyta) já ef maður hittir þar manneskju sem hefur átt hér heima fleiri ár en fimmtán, þá heilsumst við fagnandi. Og ég hef ekki hugmynd um hvað allar göturnar heita eða hver á heima hvar. Stundum hugsa ég með mér "mikið hlýtur að vera notalegt að búa í Þykkvabænum". Ekki er þetta aldurinn?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.7.2007 | 20:21
Enn af dularfullu miðunum
Selfossbíó 1944 - var Selfossbíó byggt þá? Sennilega.
Íbúar á Selfossi - 1100 - 1200 í Dísarstaða og Hellishólahverfi. Þetta eru ekki bara sögulegar heimildir, hér eru framtíðarspár og alla vega annað nafnið á væntanlegu hverfi þekki ég ekki. Ég hélt að Hellishólar væru í Fljótshlíðinni.
Sunnulækur - 3 ár síðan, já það eru líklega 3 ár síðan Sunnulækjaskóli var tekinn í gagnið.
Hulduheimar - í haust? Bíðum nú við, miðarnir hafa verið skrifaðir á síðasta ári. Hulduheimar eru að verða ársgamlir. Mikill vindur? Hvers vegna það er svona skráð veit ég ekki, kannski var mikill vindur þegar skrifað var.
Brúin núna 1945 - 21. des. 1944 slitnaði gamla brúin. 2 mjólkurbílar - í vestur - 1 flaut á varadekki. Það kunna nú flestir heimamenn þessa sögu. Um það þegar brúin hrundi undan tveimur mjólkurbílum og bílar og menn fóru í ána.
1913 - fleiri en tveir þurftu þeir að labba. það er um takmörkun á umferð yfir brúna á allra fyrstu árum.
Sun.3.feb.1941 þýsk vél loftárás á brúna og braggana. Féllu 3 hermenn.
Fossbæirnir frá 1500 - bara tún? Sá sem skrifar miðana er ekki bara að grafa í gömlum staðreyndum, hann eða hún er líka að tryggja að nútíminn verði skjalfestur. Eða er þetta innflytjandi sem er að reyna að fræðast um sitt nýja "búsvæði"?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2007 | 16:55
Árans druslan - hún stakk af frá þremur litlum börnum
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.7.2007 | 22:33
Ég er á réttri leið
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.7.2007 | 20:03
Meira af gömlum blöðum
1963 gagnfr - hvað gæti það þýtt. Mér dettur í hug að þá hafi fyrst verið útskrifaðir gagnfræðingar úr Barnaskólanum á Selfossi. Þá var enn enginn Sólvallaskóli til og tveimur árum áður útskrifuðust krakkar frá Selfossi með mér frá Skógaskóla.
Bankinn fluttur 1953 - gæti verið að þá hafi Landsbankinn, sem nú er, verið tekinn í notkun. Fluttur yfir götuna frá "Gamla" bankanum? Þá var Púlli tannlæknir með stofu uppi á lofti á austurendanum og Margrét nuddkona var þar líka, hinumegin við ganginn.
1981 fjölbraut - Það hefur væntanlega verið þegar fjölbraut tók til starfa, ekki þegar húsið var tilbúið, það var miklu seinna.
1988 - 99 - Réttarholt til - á þeim árum hefur verið byggt við þá götu, og var þá komið langt austur í sveit. merkilegt nokk - eins og allt hefur þanist út og suður - hefur ekki verið farið lengra í austur - með íbúðarhús. Bara BYKO og hesthús og velli.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2007 | 19:49
Hvernig þekkjast femínistar frá öðrum "istum"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.7.2007 | 22:26
Foreldrar sem henda krökkum
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.7.2007 | 22:07
Það sem mótmælendur vilja
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 197627
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar