Færsluflokkur: Dægurmál
18.1.2009 | 10:29
Bætur fyrir tjónið
Örugglega verður hægt að koma plöntunum í jörð, bara leggja nokkra hausa í bleyti og finna lausnir. Ég get vel tekið eitthvað af þeim - og jafnvel borgað fyrir.
Mér sýnist þessi frétt bera keim af því sem kalla mætti "bótaveiðar kerfisfræðinganna".
Hér kemur viðbót eftir nokkur heilabrot: Ef það verða kosningar á árinu er vandinn leystur. Flokkarnir hafa oft reynt að tæla til sín kjósendur með trjáplöntum. Þarna geta þeir keypt þær fyrir krónurnar sem við(ríkissjóður) gefum þeim árlega. Og svo gefið okkur.
![]() |
Milljón trjáplöntur á haugana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.1.2009 | 23:12
Kannski fór hann til Íslands?
![]() |
Sjóðsstjóri gufar upp og peningarnir líka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.1.2009 | 20:44
"Og var það þá svona gamalt fótstigið"?
Ó - Ragnhildur Steinunn! Seinheppin alla tíð, kannski alvöru ljóska?
Af því lagahöfundurinn var að nálgast sjötugt og hafði samið lagið sitt á orgel, datt henni Ragnhildi - í alvöru - helst í hug að orgelið væri "svona gamalt fótstigið". Brilljant
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2009 | 17:24
"Ríkiskerfið" hvað?
Er "greyinu Geir" algerlega fyrirmunað að viðurkenna mistök. "Ríkiskerfið" þarna þýðir auðvitað ÉG á nútíma íslensku. Dæmalaust "gremjulegt", hvað er að manninum?
Mér fannst einu sinni að hann væri svo"mjúkur" og traustvekjandi.
En síðan eru liðin mörg ár.
![]() |
Geir: Árið verður mjög erfitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2009 | 22:16
Og hvernig á annað að vera?
Alveg með ólíkindum - hvað eftir annað poppa upp svona "fagnaðarerindi", en til hvers?
Venjulegu fólki eins og mér(ég vona það) gengur betur að skilja þann boðskap sem í erindunum felst heldur en þeim sem telja sig öllum öðrum fremri og öllu ráða.
Þessi blessaður Benedikt segir auðvitað meiningu sína á dulmáli, enginn áhangandi sjálfstæðisflokknum vogar sér annað, en ég meira að segja skil það.
"Látið þá víkja sem enginn treystir, stingið bófunum inn og reynið að sýna að almenningur á Íslandi sé heiðarlegt fólk".
![]() |
Telja að óreiðumenn stjórni bönkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.1.2009 | 20:11
Ekkert sem er leiðinlegt
Bara góðar fréttir hér, bara gaman í vinnunni, bara gott veður, allt gott.
Fimmtánda janúar á síðasta ári hringdi ég í eiginmanninn síðdegis og sagði honum að hann ætt bíl undir fönn við íþróttahús fjölbrautarskólans. Svo labbaði ég heim.
Hann fór svo eftir vinnu að leita að þessum bíl og það þurfti tvo bíla og þrjú slitin tóg til að ná honum út af planinu. Þegar bílnum hafði verið komið inn í skúr, fékk hann að vera þar einhverjar vikur í friði fyrir mér.
Mesta snjóatímabil í mínu minni var á síðasta ári, síðari hluti janúar og fram í febrúar, en nú er öldin önnur. Blíðviðri með einstaka skúr eða éli af og til. Ekki undan neinu að kvarta og ég fer gangandi í skólann alla daga. Það er gott.
Nú er bensínið að hækka, engin ástæða til að eyða því þegar ekki þarf, gott mál.
Í kvöld var frumsýnd auglýsing frá símanum, um örugga netnotkun. Þar var eitt barnabarnið í hlutverki og henni tókst það vel. Norpandi á tröppunum og var svo útilokuð. Allir krakkarnir skiluðu sínu svo vel að ég fékk hroll, og eiginlega tár. Líklega þýðir það að auglýsingin hafi áhrif, fólk hugsar sinn gang. Og það er gott.
Eftir áramótin hefur verið rólegheita yfirbragð á öllu og (flestum) í skólanum. Auðvitað koma einstaka uppþot, eins og hlýtur að verða í svona stóru samfélagi. En í heildina er bragurinn afslappaður og þægilegur. Það er mjög gott.
Á morgun er föstudagur, helgin er að koma einu sinni enn. Tíminn líður alveg ótrúlega, sem kannski er ekki alveg það æskilegasta. En sumarið nálgast og það er gott.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.1.2009 | 18:24
Orð sem ég hef aldrei áður séð - en sjálfsagt jafn gott fyrir það?
Óumflúið - ég hefði í barnaskap mínum skrifað þarna óumflýjanlegt.
En auðvitað er allt í heiminum hverfult, eins og við þekkjum nú svo vel.
Kannski hefði alveg eins mátt segja "óflúið", hvað veit ég?
![]() |
Óumflúið að Gæslan segi upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2009 | 21:11
Þar sem Samfylkingin kemur nærri fer allt til fjandans
![]() |
Fjöldauppsagnir á Karólínska sjúkrahúsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.1.2009 | 21:16
Kannski kemur Gulli þangað líka?
![]() |
Mótmæla breytingum harðlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2009 | 21:13
Skjóta fyrst og miða svo?
![]() |
Heimsótti sjúkrahúsið á Sauðárkróki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 197605
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar