Færsluflokkur: Dægurmál
29.1.2009 | 21:47
Nú hljóp á snærið
Lífið er eintóm hamingja og endalaus heppni. Haldiðekki að ég hafi í gæri komist í kynni við merkisstofnun sem heitir Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
Þar er hægt að fletta og skoða endalaust safni af myndum allt frá því fyrir hundrað árum. Ég er búin að finna þarna ýmislegt skemmtilegt og kunnuglegt. Ekki segi ég nú að ég kannist við allt sem ég sé þarna hundrað ára gamalt, en það eru myndir frá allri öldinni sem leið, teknar af ótalmörgum ljósmyndurum. Einn er þarna góður, Gunnar Rúnar, hann ferðaðist um sveitir Suðurlands og myndaði bæi og fólk. Ég man eftir því.
Ég vona að það sé ekki glæpur að birta hér smá af því sem ég fann, myndirnar eru hvort sem er merktar. Ein er þarna af Þjórsárbrúnni, sem þá var ný og svo er sú elsta þar enn uppi. Ein er af vinnu við flóðavarnir, ekki veit ég hvar, en dettur í hug Vatnsdalurinn.
Svo er líka ein af "heimasætu í Hrunamannahreppi og hundunum á bænum"eins og sagt er í myndatexta. Ég tel mig þekkja stúlkuna en væri fegin ef einhver vildi staðfesta gruninn. Þess vegna ætla ég ekki að segja hvað ég held. Og hver stendur þá í dyragættinni?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.1.2009 | 17:16
Billjónir - eru þá skrilljónir kannski líka til í alvöru?
![]() |
Næsta hrun í Bretlandi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.1.2009 | 14:42
Nú verður gaman
![]() |
Formlegar viðræður hafnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.1.2009 | 21:31
Þjóðviljinn var vondur á bragðið
Ég ætla ekkert að skrifa um pólitík, það er nóg af henni hvert sem litið er.
Það vita líka svo fáir nú orðið hvað sum pólitísku orðin þýða sem munu koma fyrir í þessum pistli. Þetta eru eiginlega orð sem hafa ekki verið notuð í tuttugu ár og þess vegna verð ég líklega að láta orðskýringar fylgja og þar gæt ég kannski nálgast eitthvað sem kalla mætti pólitík. En það er þá bara af illri nauðsyn.
Í sveitinni heima bjuggum við í dálitlu hverfi sem var kallað Grafarhverfi. Í þessu hverfi voru fimm bæir og nábýlið alltaf einstaklega gott, við vorum eiginlega eins og hópur af frændum og frænkum og við krakkarnir gengum óhindrað út og inn á öllum bæjunum.
Á einum bænum bjó ungur maður sem var kommónisti. Hann var ekkert öðruvísi en allir aðrir, en hann keypti dagblað sem hét Þjóðviljinn og þess vegna var hann kommónisti. Hann var ekkert að fara leynt með þetta, fannst það víst bara gott og las blaðið sitt með mestu ánægju, og fékk held ég alveg að hafa það í friði. Allir aðrir keyptu Tímann, nema pabbi, hann keypti Morgunblaðið og þess vegna var hann Sjálfstæðismaður. Ég las líka alltaf Moggann og þegar voru kosningar vöktum við pabbi fram á nætur til að fylgjast með talningunni. Þá var ég svona átta til tíu ára og sjálfstæðismanneskja eins og pabbi. Mamma og strákarnir voru löngu farin að sofa, svo þau voru líklega eins og fólkið á hinum bæjunum, sem keypti Tímann. Það var aldrei mikið talað um hvað fólkið var á þeim bæjum, það keypti bara Tímann. En þegar ég varð stærri komst ég auðvitað að því fyrir forvitni, fólkið á bæjunum sem keypti Tímann var Framsóknarfólkið.
Þessi dagblöð voru ólík. Hausinn á Tímanum var ekki ljótur, en blaðið var alltaf þunnt. Þar voru oft myndir af beljum og körlum með skegg, svona sveitamyndir. Nafnið (það er blaðhausinn) á Mogganum var ekki alveg með ólíku letri og á Tímanum, svona hálfgerð skrautskrift, en nafnið auðvitað miklu lengra og þess vegna heldur minni stafir. Mogginn var alltaf þykkur. Það var fullt í honum, oftast auglýsingar. Líka Markús og minningargreinar, og svo krossgátur í Lesbókinni sem kom á laugardögum.
Þjóðviljinn var líka þunnur, eins og Tíminn, en þar voru ekki dýramyndir. Oftast var þar rosalega mikið skrifað, langar greinar og lítið af myndum. Ef það voru einhverjar myndir voru þær af körlum sem voru frekar reiðir og svo oft af fólki sem hafði ekkert að gera.Og nafnið var bara skrifað með prentstöfum ekki mjög stórum. En það var eins og í þetta blað væri notuð meiri prentsverta en í önnur blöð, það var hálf skuggalegt alltaf. En maðurinn sem keypti Þjóðviljann var samt alveg ágætur.
Á fyrstu árunum komu þessi blöð bara með mjólkurbílnum og þeim var stungið undir haldið á mjólkurbrúsunum sem voru skildir eftir tómir á brúsapöllunum. Við tókum okkar blöð með heim þegar við komum frá Grafarbakka á vagninum sem hann Tanni dró. Við fluttum nefnilega oftast mjólkina á þeim tíma. En þegar fram liðu stundir var gerð brú yfir ána og vegur heim á alla bæi.
Þá var líka farið keyra póstinn heim að bæjum, eða svona næstum því, og dagblöðin þá auðvitað líka. Það var komið upp póstkössum á hlöðum og afleggjurum eftir því hvað hentaði. Þetta var um það bil er við systkinin vorum farin að tínast að heiman og til að bæta "skaðann" fékk pabbi sér hund.
Hringur hét hann, frábærlega góður og skynsamur hundur. Pabbi og Gvendur póstur kenndu honum í sameinungu að sækja Moggann út á veg. Þegar póstbíllinn sást koma hljóp Hringur af stað og Guðmundur rétti honum svo Moggann út um bílgluggann. Þeir þurftu ekki lengi að fylgjast með honum og varð fljótlega alveg ástæðulaust. Hann hljóp heim og skilaði blaðinu þar af sér og stundum öðrum pósti sem fylgdi í stranganum.Einu sinni kom þó fyrir smá óhapp. Hringur var mættur í veg fyrir póstinn og fékk sinn blaðastranga út um gluggann, en Gvendur sá strax að eitthvað var að. Hringur hljóp ekki beina leið heim heldur að polli sem var þarna á veginum og sleppti blaðinu þar ofaní. Guðmundur bremsaði snarlega og fór út úr bílnum til að skamma hundinn. Hann þreif blaðið upp úr pollinum, en sá þá hvers kyns var. Hann hafði látið Hring hafa Þjóðviljann í staðinn fyrir Morgunblaðið. Þetta er hann Hringur.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.1.2009 | 19:55
Ætli það veiti af ! - ?-
![]() |
Óvenjulegt frumkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2009 | 16:30
Nú ættu þau bæði að fara heim og halla sér
![]() |
Ásaka hvert annað um hroka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2009 | 17:20
Þar sem hugsjónina vantar
Er enginn alvöru leiðtogi.
Ég man eftir fólki sem einhenti sér að ákveðnum málum, pólitík eða öðru, af eintómri hugsjón og athafnagleði og hafði slíka útgeislun og áhuga fyrir málefninu að allir hrifust með, hvort sem vit var í athæfinu eða ekki. Þess háttar fólk er ekki til á Íslandi í dag - eða hvað.
![]() |
Fjórir þingmenn aðallega nefndir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2009 | 21:36
Ég ætla í útilegu
Hvað er betra á vetrarkvöldi, ein heima, ekkert á prjónunum og lítið í sjónvarpinu, en að plana útilegu fyrir næsta sumar.
Ég held að við förum á flakk í sumar. Ekki endilega svo langt eða í margar vikur samfleytt, heldur oft og stutt, á staði sem alltaf hafa orðið útundan.
Upp á Rangárvelli til dæmis. þar höfum við ekki tjaldað síðan um árið þegar við lentum í lausamölinni í ánni á leið í Veiðivötn. Bíllinn drap á sér og grófst svo niður í botninn. Mogginn sem var í afturglugganum (Opel´55) og hafði verið tekinn með til að lesa í tjaldinu, varð gegnblautur og aldeilis ónýtur þangað til búið var að dreifa honum til þerris á þúfunum í kjarrinu niðri á Rangárvöllum. Á þeim árum var prentsvertan ekta og leystist ekki upp þó lægi í bleyti nokkra tíma.
Það er líka hægt að fara upp í Þjórsárdal, þar hef ég ekki sofið í tjaldi síðan um árið þegar við vorum þar tvær vinkonur úr Ytri hreppnum næturlangt um verslunarmannahelgi. Pabbi keyrði okkur þangað og skildi eftir síðdegis á laugardegi. Við fórum á ball í Ásaskóla og vorum svo sóttar aftur síðdegis á sunnudegi, þegar við vorum búnar að fara í miðdagskaffi til hennar Dísu á Skriðufelli. Hún seldi gestum kaffi og með því í stofunni sinni um verslunarmannahelgar. Á ballið höfum við væntanlega komist með hjálp einhverra herramanna sem hafa átt leið hjá, varla höfum við farið það gangandi.
Verslunarmannahelgar á þessum árum einkenndust af því að alltaf var þurrkur og mikið að gera í heyskap í Efra-Langholti og uppskerutími grænmetis í hámarki heima hjá mér. Þess vegna höfðum við vinkonurnar ákaflega knappan tíma til útihátíðarhalda.
Í fyrsta skipti sem ég svaf í tjaldi var því tjaldað í Kiðagilinu, fyri framan bæinn í Hvammi og út um ganggluggann heima var hægt að fylgjast með útilegufólkinu, sem var víst um tíu ára aldurinn. Við vorum líklega þrjú eða fjögur.
Þetta gekk ágætlega, við fórum að sofa á kristilegum tíma og foreldrarnir fóru áhyggjulausir í rúmið. En um miðja nótt kom hersingin öll grenjandi í hús. Við höfðum vaknað við það að hestshaus kom yfir okkur, um gat á tjaldhimninum. Árans bikkjan hafði nagað gat þar á og tróð svo hausnum í til að kanna betur innihald þessa fyrirbæris sem hafði verið sett þarna niður, mitt í gómsætu grængresinu í Kiðagilinu.
Þetta var hann Blakkur, ég man það enn. Sonur hennar Jarpar, hennar annað folald á eftir Tinnu. Bæði voru þau hálfgerðar truntur, hann átti þó að heita reiðhestur en hún lagðist í lauslæti og eignaðist folöld á færibandi án þess nokkur maður vissi hvernig þau gætu hafa komið undir. Talað var um folaskratta í Ási. Þar var allt skjótt og vissulega var hún Skjóna litla nokkuð glöggt merki um faðerni af Hrunavellinum.
Það er ekki bara hún Anna á Hesteyri sem getur rakið nöfn og ættir búfjár á miðri öldinni sem leið.
En þetta kemur nú útilegum ekkert við.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.1.2009 | 22:03
Mikið var það gott
![]() |
Eldur logaði í bílskúr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2009 | 21:29
Dróg?
Ég efast um að þetta eigi að skrifa svona í þessu tilfelli. Dró væri viðkunnanlegra.
En ef ég væri að fara á hestbak á morgun gæti vel verið að sú ferð yrði farin á bölvaðri dróg.
![]() |
Dróg sig til baka úr ritaraslagnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar