Færsluflokkur: Dægurmál

Hefur hann einhverntíman átt þetta fyrirtæki?

Auðvitað er þessi maður ólíkur öllu venjulegu fólki og getur sjálfsagt allt sem ég get ekki. En þegar ég kaupi eitthvað finnst mér ég ekki eiga það fyrr en búið er að borga.
mbl.is Björgólfur að missa Actavis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Vogabúar

Það eru ekki öll sveitarfélög jafn vel stödd - eru til  skýringar á því?
mbl.is Framkvæmt fyrir 100 milljónir í Vogum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kyndugt auglýsingarferli?

Embættið var auglýst fyrir jól, á vef Þjóðkirkjunnar. En það eru sóknarbörn sem myndu óska eftir kosningum ef til þess kæmi. Sjáfsagt eru fjöldamörg sóknarbörn að randa um vefsvæði kirkjunnar daginn út og inn, en ég trúi þó að flest hafi þau fyrst séð auglýsinguna í dagblaði núna um eða eftir helgi. Alla vaga sá ég hana þá fyrst, en ég er nú líka svo "athyglisbrostin" og sljó. Kannski var hún birt í blöðum miklu fyrr?
mbl.is Ekki prestskosning á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"inntöku lausnarinnar"?

Hvers konar talsmáti er þetta eiginlega og hvað er verið að tala um? Kraftaverkalausn í flösku - lausn á hverju?
mbl.is MMS-lausnin skaðleg öfugt við lýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er oft búið að segja

"Jón Jónsson telur, NN segir, hinn eða þessi hefur þá skoðun".
Til hvers í ósköpunum hafa allir þessir menn sagt eitt og annað eða lýst skoðunum sínum?
Það hlustar enginn eða tekur mark á neinu.
Ég gæti nákvæmlega eins sagt sem svo "ég er ekki í nokkrum vafa um rétt minn til að sleppa því að borga skatta og skyldur þetta árið".
mbl.is Leita þarf utanaðkomandi aðstoðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki segja svona upphátt

Elsku kellingin mín, ef þú virkilega hefur áhuga á að fá þennan kall til hjálpar, þá máttu alls ekki gera þetta svona. Hversu góð sem hugmynd er mun enginn viðurkenna hana eða samþykkja nema geta komið því svo fyrir að hann hafi fengið hana sjálfur fyrst af öllum og enginn annar. Laumastu að Steingrími einhverntíman þegar hann blundar í þinginu og hvíslaðu í vinstra eyrað aftur og aftur og aftur - "Joscha Fischer - Joscha Fischer _ Joscha Fisher - það síast inní undirmeðvitundina og hann vaknar upp með þessa brilljant hugmynd.
mbl.is Vill þýskan sáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir skrifuðu undir áskorun um þjóðaratkvæðagreiðslu?

Ekki ég-  hef ekki kynnt mér málið nægilega til að taka þátt í svo afdrifaríkum gjörningi.

En einhverjar 60.000 manneskjur skráðu sig þarna og hafa þá væntanlega þekkingu á málinu - eða hvað?

Tuttugu og fimm prósent kjósenda, það er vænn hópur.

Þarna hafa örugglega skráð sig allmörg ungmenni sem hafa fengið kosningaréttinn síðustu ár. Algerlega brilljant krakkar sem taka þátt í öllum leikjum og spurningakeppnum sem finnast á netinu. Takkaglaða kynslóðin. En það er nú engin hætta á að þau viti ekki öll hvað málið snýst um, svona eldklár í öllu? Kannski þau séu svona 1/4 af þessum 60.000?

Svo er ákveðinn hópur sem þolir ekki hana Jóhönnu, eða Evrópubandalags áformin hennar. Ótrúlega stór hópur, eins og Jóhanna er klár. En þarna blandast auðvitað líka öfund og karlremba inní. Svei mér ef þarna gæti ekki verið annar fjórði hluti hópsins, svona 15.000.

 Margir sjálfstæðismenn og heittrúaðir framsóknarmenn held ég að væru til í að skrifa undir hvað sem er, bara til að hrekkja Steingrím og Jóhönnu, það er bara eðlileg pólitík, hún gengur útá að pirra andstæðinginn. Þar er örugglega 1/4 = 15.000. 

Ef mér förlast ekki reikningslistin þá er nú bara eftir 1/4 af þessum 60.000 sem skráðu sig hjá "Indifence", eða hét það ekki eitthvað svoleiðis, eins þjóðlegt og það er nú?

Einn fjórði - það eru þá 15.000 manneskjur, sem hafa skrifað á listann í bestu vitund og trú á hið góða í heiminum. Kannski var það rétt hjá þeim - kannski ekki?

Hvað veit ég svo sem um það sem hef ekki einu sinni nennt að lesa ICESAVE samninginn eða hlusta á ömurlega leiðinlegan fréttaflutning af öllu saman.

Oftar en ekki eins konar ekkifréttir byggðar á því sem "kannski verður- eða skyldi ske"?

Ég hef ekki þá þekkingu á málinu sem þarf til að kjósa um það.    

 


Undarlegt mál

og búið að veltast í fréttum fjölmiðla langa lengi, en samt er - alla vega ég jafn nær. Hvað gerði þessi maður af sér svo nauðsynlegt væri að segja honum upp?
mbl.is Finna þyrfti leið til að segja yfirlækni upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá var nú bara lokað fyrir rafmagnið

Einu sinni fyrir langa löngu var  lítið til af peningum á Íslandi.

Unga fólkið sem var að byrja búskap og byggja sér hús átti yfirleitt ekki krónu.

Þá höfðu þó engir víkingar farið um landið með ránum og svívirðu, peningarnir voru bara hvergi til, allt í klúðri og aumingjaskap.

En það varð alltaf að borga.

4.220 króna vikulaun hjá K.Á. voru horfin áður en þau komust í vasann.

 Átta hundruð í húsaleigu (K.Á. leigði frumbyggjunum á meðan verið var að byggja).

Tvö þúsund og fimmhundruð uppi reikninginn sem byggingarefnið var tekið út á hjá K.Á.  Fjögurhundruð í bensín og "annað". 

Svo kom rafmagnsreikningurinn reglulega, og öll gjöldin til hreppsins eftir að húsið fór að sjást ofanjarðar. 

 Svona 3-400 krónur, sem gátu líka farið niður í 100, voru eftir fyrir fjögurra manna fjölskylduna að lifa af fram á næsta föstudag.

Þá var ekkert tiltökumál að lokað væri fyrir rafmagnið í húsunum í kring. Ekki staðið í skilum, ekkert rafmagn.

Kemur kannksi að því að það verði klippt á þessa snúru sem tengir okkur við umheiminn? 

  


mbl.is Farice í vanskilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki merki um kreppu

Sem betur fer hefur allt þetta fólk fengið nóg að borða og drekka um jólin- einhverjir hafa það gott - og bara vonandi sem flestir
mbl.is Steikinni brennt í ræktinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband