22.12.2010 | 17:15
Að bjarga sér í Bónus
Það er enginn leikur að fara í Bónus núna á úrslitasprettinum, en það varð ég nú samt að gera í dag, og var ein á ferð.
Öll bílastæði full og hörkufrost úti. Ég dokaði því við þar til ég sá stæði losna, "rétt við búðarvegginn", henti mér inní það og varð harla glöð. Hefði ekki boðið í að keyra körfu fulla alla leið fram á Vallholt eins og ég sá fólk gera. Jafn gott að ekki sé þar mikið í sem ekki má frjósa.
Ég tók einu körfuna sem var í boði við innganginn, hefði sjálfsagt getað fundið aðra einhversstaðar í nálægum götum, en þessi dugði, ég var jú alein og réði ekkert við meira.
Búðin var full af fólki og raðir að kössunum lengst inneftir öllu, alveg inn fyrir fiskbúðinginn og grænu baunirnar- hálfa leið inní kæli.
Ég komst fljótlega að því að ómögulegt var fyrir eina manneskju að ferðast þarna um og safna varningi til jólanna. Komst þó inní kæli og þaðan út aftur í sjálfvirkri röð og náði því sem handleggirnir tognuðu til í hillunum. Þetta var ekkert að gera sig. Ég fór því áfram og alveg að enda raðanna löngu. Þar valdi ég mér eldri hjón sem stóðu og studdu sig við eina körfu, og lagði fyrir aftan þau. Svo spurði ég konuna hvort ég mætti ekki bjóða henni að styðja sig við körfuna mína? Hún leit á mig, bara aðeins hissa, en svaraði svo játandi- það vildi hún alveg þiggja :-). Þetta var gott- konan studdi sig alveg óháð manninum, sem var sjálfsagt orðinn hundleiður á búðaferðinni. Karfan mín þokaðist áfram í röðinni og ég hljóp um alla búð og dró í búið það sem hugurinn girntist. Þegar því var lokið mátti heita að við, fólkið og ég, værum orðin fremst í röðinni. Það getur verið alveg ljómandi gaman að versla í jólaösinni, en það er satt að segja heilmikil ös og margir á ferð.
Ég gat líka glatt tvo ókunnuga menn fyrir utan þegar ég bauð þeim að fá körfuna mína- þegar ég væri búin að tæma hana í bílinn- sagði að það væri örugglega engin önnur í boði þessa stundina.
Þegar ég kom heim, stóð ég góða stund á tröppunum og otaði bíllyklinum - fjarstýrða að útihurðinni- en ekkert gerðist.
En ég er eiginlega búin að kaupa allt sem þarf.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2010 | 08:50
Vansvefta þingmenn
Mér finnst að menn sem hanga á vinnustaðnum langt fram á nætur og mæta svo kannski aftur um hádegi ef þeir þá yfirleitt mæta, séu þess engan veginn umkomnir að ráðskast með fótaferð eða háttatíma annarra landsmanna. Þeir vita varla nokkuð um svefnvenjur sinna eigin barna og hæpið að eiginkonurnar vaki eftir þeim til að ræða þau mál. Svo eru þær og krakkarnir farin í vinnu og skóla löngu áður en "húsbóndinn" rumskar.
Einn klukkutími til eða frá breytir engu, það er heilbrigt líf og reglulegur svefn sem skiptir máli.
Væri kannski reynandi að taka upp einhverskonar "vökulög" á alþingi, t.d. að allir eigi að vera mættir kl. 8.00 og farnir heim kl. 18.00. Ef ekki væri með þessu móti hægt að komast yfir það sem þarf að gera mætti jafnvel stytta jóla, páska eða sumarfrí? Það væri nær að skoða það.
Það hlýtur að vera hægt að finna eitthvað þarfara málefni til að vekja athygli á tilveru sinni þarna við Austurvöllinn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2010 | 19:07
Veikur sjúklingur?
Farþegaflugvél lenti með sjúkling | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
3.11.2010 | 21:22
Í daglegu amstri
Langt síðan ég hef skrifað hér eitthvað frá eigin brjósti.
Eigin brjósti? Þá er líklega ekki átt við beinlínis brjóst - og varla einu sinni brjósthol? Frekar undarlega til orða tekið þegar verið er að meina hjartað- alla vega tel ég að meiningin sé sú, að maður skrifi frá hjartanu.
Það hefur bara svo ósköp lítið verði að gerast undanfarið, svo litlu hefur verið frá að segja. Ég er auðvitað í skólanum eins og áður. Á mínum aldri fer maður ekki að bröltast í að breyta um vinnustað, sérstaklega ekki þegar maður unir sér eins og best má verða. Ef allt fer sem horfir, heilsan sýnist í lagi og allt verður með felldu, get ég fengið að vinna í skólanum í hérumbil fjögur ár enn.
Fjögur ár eru nú samt ekki lengi að líða, svo óhjákvæmilega er ég farin að hugleiða hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur að þeim loknum. Þegar þetta berst í tal þá segja allir "þú verður nú ekki í vandræðum með það, allt fullt að gera í starfi eldri borgara". Örugglega er það alveg rétt. Ég heyrði í dag af vinkvennahóp sem væri í vandræðum með að finna tíma til að hittast af því þær tvær sem komnar eru "á aldur" væru svo uppteknar að engin leið væri að ná í þær.
En ég er sem sagt farin að hugsa, og jafnvel undirbúa aðeins. Þó ég geti ekki lengur verið starfsmaður í skóla er enginn sem segir að ég geti ekki gert eitthvð annað. En hvað ætti það að vera. Til að komast að því fór ég í rannsókn. Ekki svona eins og hjá læki með blóðprufu og myndatöku eða yfirheyrslum í tilfellinu einhverskonar heilabilun. Neei- eg fór í áhugasviðspróf, rándýrt próf. Mér hefur nefnilega dottið eitt og annað í hug, sem ég gæti alveg hugsað mér að gera. Ég gæti alveg opnað hannyrðaverslun, kann vel að hekla og prjóna og sauma með ýmsu móti. Lærði meira að segja einu sinni vefnað ásamt mörgu öðru nytsamlegu í Húsó Reykjavík. Auk þess finnst mér gaman að smala saman peningum og það er gaman að hitta fólk. Allt ætti þetta að ganga, einmitt á þeim tíma sem Ísland verður að rísa úr öskunni eftir þrjú til fjögur ár. Verst að það vantar svona búð hérna NÚNA, hættan er sú að einhver verði á undan mér.
Svo var það þetta með Njálulesturinn. Að lesa Njálu og aðrar hundleiðinlegar fornbókmenntir, með, eða fyrir framhaldsskólanema. Lesa með tilþrifum sem gætu þá kannski haldið greyunum vakandi og eitthvað sæti kannski eftir í heilabúinu.En tilþrifin þurfa þá auðvitað að vera nokkuð góð, ég geri mér alveg grein fyrir því.
Svo ætla ég auðvitað að skrifa ævisöguna mína. Verst að ég er eiginlega langt komin með hana, alveg fram yfir miðja ævi(sem ég miða alltaf við 50). það tekur enga stund að ljúka þeirri sögu, svona eins og mér er fært, svo verða bara aðrir að ljúka. Af því mér finnst ævisaga eigi að vera svoleiðis, segja frá ævinni frá upphafi til enda.
En ég get svo auðvitað líka skrifað sögur um einhverja aðra, kannski ævisögur forfeðranna eða bara ættanna minna, svona eins og hægt er. "Saga Asthon fjölskyldunnar" er mér alltaf minnisstæð.
En sem sagt, til að fá úr því skorið hvað af þessu hentar mér best tók ég þetta próf. Margar blaðsíður af spurningum um allt mögulegt- nærri 300 spurningar minnir mig.
Það var fjöldamargt undarlegt sem þarna var spurt um, en sjálfsagt kemur það allt að gagni og ég er bara spennt að fá niðurstöðuna. Auðvitað tekur þetta smá tíma, það er ekki kastað til höndunum við úrvinnslu svona merkilegrar könnunar. Kannski segi ég ykkur frá úrslitunum þegar þar að kemur, þetta er spennandi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.11.2010 | 19:58
Nú datt mér eitt í hug!
Af því að allt er í klessu í pólitíkinni og næstum sama hvað gert verður við hana í framtíðinni datt mér í hug hvort ekki mætti breyta svolítið til í næstu kosningum, hvenær sem þær verða. Hvernig væri að fólki byðist einn kostur í viðbót við venjulega flokkakosningu- þetta venjulega
xG -XS - XD eða B. Þar væri bara ein lína fyrir XÞ sem þýddi þjóðstjórn. Sú stjórn yrði svo skipuð með handafli af einhverjum lögskipuðum dánumönnum? Ef ég ætti kost á svona kosningum núna myndi ég setja x við Þ. Alltaf dettur manni eitthvað í hug!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.11.2010 | 18:16
Nú gerist kannski eitthvað?
En það verður ekki gert fyrir "fólkið í landinu" - neei- það verður gert fyrir atkvæðin.
Sem s. til að reyna að bjarga eigin skinni. Við þekkjum þetta orðið.
Fylgi ríkisstjórnarinnar hrynur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.10.2010 | 19:57
Sjúkrahús eða banka
"Við munum ekki reka mörg fullbúin sjúkrahús á Íslandi"- en hvað með bankana?
Hvað eru reknar margar "fullbúnar" bankastofnanir á Íslandi? Eru þær allar nauðsynlegar?
Sjúkrahúsin þurftu uppskurð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2010 | 21:55
Við Selfoss?
Flughált við Selfoss - 2 bílveltur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.10.2010 | 13:57
Hverju er að fagna?
Gylfi endurkjörinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.10.2010 | 18:27
Var nokkuð fjölgað þarna umfram efni?
Erfið stund fyrir marga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar