Sláturtíð og rok og skírn

Synd og skömm hvað ég er orðin löt að skrifa. Ég hef rekið mig á að skriftir eru eitthvað sem ég fæst ekki við nema lítið sé að gera. Og nú er bara alltaf svo allt of mikið að gera. Eða kannski er ég orðin svona gömul að mér finnst allt meira en það raunverulega er.

Nei - það er nú örugglega ekki það - mér finnst ég alltaf jafn "lítið gömul", en núna undanfarið er ég bara farin að gera ólíklegustu hluti sem mér hefði aldrei dottið í hug áður.

Nú er ég farin að taka slátur á hverju ári, meira að segja bjó ég til rúsínublóðmör í dag (eða öllu heldur í kvöld). Nokkuð sem ég hef aldrei smakkað eða séð hvernig á að búa til. Ég bara lét hugmyndaflugið ráða og  úr varð þessi fíni blóðmör.

Ég hef líka verið að prjóna og hekla og sauma eins og ég sé með tólf manna fjölskyldu sem engin ráð hefur með að klæða sig í neitt nema ég búi það til. Svo fann ég í skáp hjá mömmu um daginn áteiknaðan dúk sem mamma hennar(amma mín) hafði látið eftir sig ósaumaðan. Mamma hafði heldur ekki einu sinni keypt í hann garn. Ég auðvitað hirti dúkinn keypti garn og er langt komin með að ljúka honum. Hann kostaði 7.50 þegar amma keypti hann í einhverri búð, kannski Erlu á Snorrabraut, ef sú búð hefur verið til um miðja síðustu öld. 

Svo eru auðvitað öll uppskerustörfin búin, nema rófurnar reyndar, þær verða teknar upp í einhverri hlákunni í nóvember. Rófur nefnilega eru gæddar þeim hæfileika að halda áfram að vaxa í hverjum hlýindakafla sem Guð gefur, langt fram á hustið. 

Sáning á trjáfræjum er búin. Það er nú eitt sem ég hef tekið uppá undanfarið, að tína ber af öllum trjám sem ég finn með berjum og sá í reitinn minn á bakvið hús. Það er svo spennandi að sjá hvað kemur þar upp á vorin. Einstaka tegundir láta ekki á sér kræla fyrr en eftir tvö þrjú ár, en yfirleitt kemur einhventíman eitthvað. 

Það var ekki neitt voðaveður hér í gær. Austanáttin er ekki svo slæm hér. Það er útsynningurinn sem gerir hér mestan usla.

Í morgun fórum við í bæinn og það var enn hvasst undir fjallinu og þegar nær dró borginni. Ég fór í fimleika á Þróttarheimilinu. Ekki það að fimleikar séu á meðal þess sem ég er farin að stunda uppá síðkastið, en ég fór með henni Unu. Hún er að verða fjögurra ára og þá er mjög gott að æfa sig í fimleikum einu sinni í viku.

Svo eftir hádegið var hún Hrafnhildur Eva skírð heima hjá afa og ömmu í Grafarv.

Hún er voða falleg stelpa og sofnaði um leið og hún var búin að fá nafnið sitt.

Í heimleiðinni komum við svo til Helgu Guðrúnar í Hraunbænum og í Bónus í Hveragerði. Langur og notadrjúgur dagur kominn að kveldi eins og þar stendur.

Eða stendur það annars ekki? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 196905

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband