Dagur átta - sólskinsdagur

Klukkan var ekki nema tíu í morgun þegar við vorum komin í sveitina.

Nú stóð til að taka til hendinni svo um munaði,enda ekki alltaf sem maður hefur tvær vinnukonur til verkanna. 

En þær voru ekki lengi að átta sig á aðstæðum. Eins og veðrið var og allt mannlíf í sveitinni var augljóst að hægt var að finna sér ýmislegt skemmtilegt að fást við annað en að bera á palla eða grisja rófur og reyta arfa.

Þær settust samstundis að samningaborði og tældu fljótlega langömmu sína háaldraða til að vinna öll verstu verkin - að sjálfsögðu með ömmunni og afanum.

Sjálfar lögðust þær út,  eða svo gott sem.

Að vísu komu þær heim til að borða í hádeginu en voru annars að mestu á flandri um sveitina. Léku á trambolíni og lögðu sig í hengirúmi. Fóru á strandblakmót og þeystu um á fjórhjóli. Ömmurnar svitnuðu í rófugarðinum á meðan, báru á kartöflurnar og allt sem átti að fá áburð, en afinn bar á pallinn og sló í kringum trén ömmunnar.

Svo að síðustu komu þær þó á hjólinu með frænku sinni til að líta á verksummerki.

Júlía kom með og Una sýndi henni hvað rófugarðurinn liti orðið ljómandi vel út.        Þær voru alveg sammála um það. Þetta hefði bara tekist nokkuð vel hjá gömlu konunum.  DSCF5644DSCF5649DSCF5645DSCF5677DSCF5670


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Fallelgar myndir Helga mín og veðrið var yndislegt á suðurlandi. Við vorum á Þingvöllum í sól og bliðu.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.6.2009 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 197003

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 92
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband