"Það er svo margt að minnast á" og Þyrnirós færi aldrei í framboð - hún er svo ljúf og góð

Ég hef nokkuð mikið að gera þessa dagana. Eiginlega þó mest um helgar, vinnan er bara kærkomin hvíld á milli tarna. Síðasta sólarhring vorum við hjónin í höfuðstaðnum að sinna ýmsum erindum. Við gistum meira að segja - ekki þó á hóteli, það er víst dýrt.

Í gær fór ég til hennar Ingu að sækja greinarnar af rifsinu hennar, hún gaf mér leyfi í haust og ég er búin að hlakka til í allan vetur. Náði þarna í nokkra fína stiklinga.  

Svo var pizzupartí á Pizza Hut. Í morgun fórum við svo í morgunkaffi í Grafarvoginum og þaðan í Garðheima að kaupa rófufræ, það fékkst ekki hér austan heiðar.

"Rófufræ frá Sandvík" stóð á pokunum og ég stóð góða stund við rekkann og sagði þeim sem þar voru að gramsa að þetta rófufræ væri miklu betra en annað fræ. Svo fór ég út með þrjá pakka og líka poka með laukum sem maður á að setja niður svona eins og kartöflur. Þá verða til fjöldamargir laukar og ég þarf aldrei að kaupa lauk allan næsta vetur. Vona ég? Kannski bara rauðlauk.

Eftir hádegið voru svo sinfóníutónleikar í Háskólabíói, með ballett frá Listdansskóla Íslands. Þyrnirós var þar leikin og dönsuð af mikilli list. Gaman.

Ég frétti seinna að frambjóðendur hefðu verið á ferð um bæinnDSCF4466DSCF4484 og gefið gjafir, jafnvel í vesturbænum, en við sáum ekkert af þeim. Svo fórum við heim og þá tók við eitt partí og svo tónleikar hjá afanum. En við Urður látum það ekki trufla okkur, við erum heima að hekla og prjóna og horfa á söngkeppni framhaldsskólanna - óruglað!

Svo ætlum við í sund snemma í fyrramálið. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Ánægð með það hvað þú varst dugleg að auglýsa rófufræið hans pabba  Hann hefði nú samt bara gefið þér fræ ef þú hefðir spurt mig, hehe...

Josiha, 20.4.2009 kl. 22:23

2 identicon

Ertekkiorðin þreytt?

Mýrarljósið (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 18:17

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Nei ljósið mitt, ég er ekkert þreytt.

Samt var ég allan sunnudaginn leigð út með kórhúsinu, svona kaffikona.

En ég sá þig svo í sjónvarpinu í gær, og hresstist öll.kv.

Helga R. Einarsdóttir, 21.4.2009 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 196905

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband