Það hlaut að koma að því

Mér er farið að förlast- minnið og athyglin eru að gefa sig, hlýtur að vera.

Núna um helgina hefur verið sagt frá því bæði í útvarpi og svo í vefmiðlum að þessa dagana séu haldnir hátíðlegir "Árborgardagar" hér hjá okkur.

Þess vegna þykja það engin undur þó nokkrir séu teknir fullir eða ruglaðir við akstur, eitthvað smáræði finnist af dópi og kveikt sé í þremur bílum. Hátíðin hófst að vísu á föstudag þegar bruggari var gómaður í hesthúsinu sínu.

"Árborgardagar", var þetta kannski brandari fréttamanna með tilvísan í Bíladaga?      Við leituðum í öllum staðarblöðum, en fundum ekki orð um þessa hátíð. Keyrðum um göturnar en sáum lítið lífsmark, og ekkert sem benti til hátíðarhalda. Kannski hefur eitthvað verið í gangi á Stokkseyri eða Eyrarbakka? Ég bara veit það ekki.

En kannski er ekki von á góðu. Það er eins og allar svona hátíðir hjá okkur verði að engu og fáir viti af þeim. Allir þekkja "Danska daga" í Stykkishólmi. "Fiskidaga" á Dalvík "Neistaflug" á Neskaupstað, "Blómstrandi dagar" í Hveragerði, "Hafnardagar" í Þorlákshöfn og svo  margt fleira sem ég man ekki að nefna. Ég held meira að segja að einhverjir "dagar" séu á Stokkseyri.

En á Selfossi er alltaf öðru hvoru verið að rjúka upp með eitthvað svo "frábært" og ómarkvisst að það  týnist eiginlega hvað í öðru. Ég man ekki einu sinni nafnið á því sem var hér um daginn - eitthvað með vor var það þó.  Svo held ég að einhvern daginn sé von á  morgunmat og einhverja helgi þegar líður að hausti er spilað á gítar á gamla golfvellinum. Ekkert svo spennandi að það dragi að gest frá öðrum landshornum, eða burtflutta til að heimsækja átthagana. Engin stemning, ekkert sem tengir okkur saman.

Hvers vegna er ekki hægt að sameina þetta allt á einni helgi, alltaf þeirri sömu, og láta rakarann halda utanum það? Hann eigum við þó saman, og hann kann að halda hátíð. Ég bara spyr?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þú gleymir að nefna Humarhátíðina á Hornafirði, eða veit fólk ekki af henni?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 15.6.2008 kl. 21:31

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Jú - auðvitað veit ég um hana, og mér finnst svo góður humar og hefur alltaf langað til að koma. En eins og ég sagði, þetta er svo víða að maður man ekki allt í einu.

Kveðja til allra fyrir austan Rósalín. Hildigerður Skaftadóttir á að fá sérkveðju ef þú þekkir hana og hittir. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 15.6.2008 kl. 22:02

3 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Já Helga þetta er stórgóð hugmynd hjá þér.  Ertu búin að tala við Rakarann.  Hann er sko betri en enginn.

Bryggjuhátíð heitir þetta víst á Stokkseyri og svo er Jónsmessugleði á Eyrarbakka og báðar þessar hátíðir hafa verið fjölmennar og eru alltaf að verða fjölmennari og fjölmennari. 

Hvernig er með þetta "Sumar á Selfossi"?  Er það ekki einhver svona hátíð sem fólk hefur sótt á? 

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 15.6.2008 kl. 23:33

4 identicon

Þetta er góð hugmynd. Ég held að ef þessu væri öllu pakkað í eina helgi myndi ég taka mér frí þá helgi til þess að heimsækja gamla bæinn minn. :)

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 13:32

5 identicon

Best að að klára þetta vesen af á einni helgi. Það þarf þá ekki að vera að hreinsa rusl og skít eftir aðra, fyllibyttur og annan fénað gólandi og gapandi um allar koppagrundir.

Má kannski ekki vera svona neikvæður?  

mýrarljósið (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 14:08

6 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Æ-- ljósið mitt. Ég hlustaði á útvarpið í hádeginu, kem til þín í kvöld.

kv. og sérstakt knús.

Helga R. Einarsdóttir, 16.6.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 196812

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband