Og enn er vor

Í dag var indælt veður. Fyrst svolítið rakt í lofti, en eftir hádegið þornaði og svo endaði með sólskini. Hitinn var örugglega nær 20 en 10 ég bara gleymdi að gá.

Við vorum svo lánssöm að í dag var ákveðin golfferð hjá hreystihópnum. Fórum uppá golfvöll eftir hádegið gangandi eða hjólandi, (ég gekk)  strákarnir lærðu þar það sem helst þurfti að læra og slógu svo kúlur góða stund. Ég passaði mig að vera fyrir aftan þá og hvergi nærri skotlínu.  Líka rölti ég uppá hólinn og hitti þar tjaldapar. Tók mynd af strákunum úr fjarlægð með Selfoss í baksýn. Svo fór ég niður til þeirra og filmaði snilldartilþrifin. Ég ætla að sýna þeim myndirnar þegar við höldum 10 ára útskriftina hátíðlega eftir ellefu ár. Ég er búin að lofa að vera lifandi þá og vona að mér takist að standa við það.

Svo fórum við aftur heim í skóla og sum okkar fóru þá beint í matreiðslu. Þar bjuggum við til pizzu sem bragðaðist vel. Við vorum auðvitað orðin svöng, ég gleymdi að segja frá byrjuninni, tveggja tíma útileikfimi fyrir hádegi. VorDSCF9176DSCF9192DSCF9193DSCF9208 í Árborg. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 196850

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband