Skelfilegur klaufaskapur blaðamanna

Hvað eftir annað rekst maður á það í blöðum og heyrir í útvarpi og sjónvarpi hvað blaða og fréttamannastéttin er vanmáttug til sinna starfa. Er ekki lengur lesið yfir? Er ekkert til sem heitir lestur á próförk? Hvaða ábyrgð ber ritstjórn? Á bls 9 í Mbl. í dag er fréttatilkynning um andlát konu. Ég las þessa klausu alveg til enda og þar stendur í síðustu línum "að þau hjónin hafi SÖLSAÐ um" í sínu starfi! Haaa- hvað er í gangi? Þetta er ekki prentvilla, ekki ásláttarvilla eins og svo oft er reynt að afsaka sig með. Þetta er klaufaleg málvilla sem enginn sem fær vinnu við fjölmiðlun ætti að láta frá sér fara.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Sammála þér um þetta, frænka góð. Ætlaði sjálfur að fara að býsnast yfir þessu þegar ég sá að búið var að leiðrétta þetta í annexíunni mbl.is. Sem er þó ekki barnanna best í málfari og réttritun, svo almennt séð.

Kv. í bæinn

Sigurður Hreiðar, 16.2.2011 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 196847

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband