Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
sæl Helga
það er gott að einhver talar um að borga inná ferðamannastaði- það væri þá kannski hægt að girða sómasamlega í kringum hættuleg svæði og annað. jafnvel aðstaða til að pissa ! Kveðja Sunna2
Erla Magna Alexandersdottir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 30. maí 2009
Ég er náttla ekki í lagi!
Æ - Maja mín - ég lít aldrei í gestabókina, svei og skömm. Þakka þér fyrir hlýleg orð, en ég var, eins og Björk, langt í burtu um versló í þetta sinn. Sjáumst bara næst. kv. Helga.
Helga R. Einarsdóttir, mán. 22. sept. 2008
Grafarbakki
Heil og Sæl Ég rakst óvænt inná Grafarbakka Gogl og fann þá þessa fínu grein um Grafarbakka hópinn þettað minti mig á þá gömludaga sem er þó ekki svo langtsíðan finst mér. Enn og aftur kærar þakkir fyrir þessa sögu sem er held ég alveg rétt. Kveðja úr sól og sumaryl í Súðavík Sjáumst kanski um verslunarmannahelgina en það er ætlunin að vera þá á bakkanum þó að það vanti Björk og Árna enn þaug ætla að vera í Kanada enda stór afmæli hjá Árna 7 ágúst. Kveðja Maja stödd í Súðavík
María Kristófersdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 21. júlí 2008
Halló
Kíkti hér inn eins og stundum áður enn kvitta nú.Vonandi eruð þið hætt að 'skjálfa' sÁ AÐ ÞIÐ hefðuð lent í einhverju tjóni.Enn bara líta á björtu hliðarnar .....Kveðja Halla Tómasd
Halla (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 22. júní 2008
Það þarf nú meira til
O- nei Guðbjörg mín - það þarf nú meira til að gleyma þér en að henda þér í næsta hús - alla vega fyrir mig. En það er nú ekki saman að jafna, að taka stúlku í fóstur á unglingsaldri eða dandalast með henni nokkur ár í vinnu. Það er tvennt ólíkt. kv "mamma"
Helga R. Einarsdóttir, þri. 1. apr. 2008
Smáskilaboð
Við lestur gestabókarinnar sé ég að ég er greinilega gleymd enda var mér hent yfir í Sandvík og allt á niðurleið!!Alltaf gaman að lesa bloggið þitt"mamma" Bestu Kveðjur Guðbjörg Elín
Guðbjörg Elín Hjaltadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 31. mars 2008
Takk fyrir mig Inga Jóna
Pálínu hef ég ekki hitt, enda of seint að skila þessu góða boði. En ég ætla bara að þakka fyrir mig og mínar. Og bara svo þú vitir það þá voru Pálína, Halla Linda og Sigga með okkur í anda. (skilurðu dulmál?)
Helga R. Einarsdóttir, mán. 31. mars 2008
Skilaboð.
Sæl Helga og takk fyri síðast í IKEA ekki nógu góður staður til að hittast, en mig langar að biðja þig fyrir skilaboð til Pálínu þar sem ég las það hér fyrir neðan að hún væri komin með frákvarfseinkenni gæti ég bætt úr því og átt pela af Tópas á föstudaginn. Alltaf gaman að lesa bloggið þitt, takk kv.ingajóna
Inga Jóna Einarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 26. mars 2008
sael
blessud helga. langadi bara ad kvitta fyrir komuna. bestu kvedjur fra indlandi!
Egill Bjarnason, lau. 26. jan. 2008
Takk fyrir komuna stelpur.
Helga Móa - mér þykir þú góð að muna svona langt, þú varst nú eiginlega bara smábarn þá. Og Bryndís - ekki láta þér detta í hug að ég gleymi "bestu" börnunum - frekar en þeim "verstu". En auðvitað voruð þið, og eruð, öll jafn góð. Lítið inn sem oftast, verst hvað er erfitt að splæsa góðgerðum hér.
Helga R. Einarsdóttir, fös. 25. jan. 2008
Sæl Helga
Ég varð nú bara að kvitta fyrir komuna þar sem ég rakst á síðuna þína í gegnum síðuna hans Egils. Veit ekki hvort að þú manst eftir mér:) Kv. Bryndís Erlingsdóttir (www.berlings.bloggar.is) fyrrverandi nemandi í Sólvallaskóla:)
Bryndís Erlingsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 22. jan. 2008
Kvittun
Bara að kvitta fyrir, ég lít reglulega "inn" til þín til að fylgjast með því sem þú ert að skrifa. Gaman að sjá þessar snjómyndir frá Selfossi, ég man eftir þessu svona og jafnvel meiri snjó. Segir það ekki að ég sé að drepast úr elli eða þannig? Ég man eftir vetrinum 1968, þótt furðulegt megi virðast. Hann var kaldur, mikill snjór og mikið af ísjökum í Ölfusá, en ég var reyndar ekki há i loftinu þá, kannski platar það aðeins :-) Kv. Helga Móa.
Helga Móa (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 18. jan. 2008
Takk fyrir komuna frænka mín
Ég er allt of gleymin á gestabókina, en einstaka sinnum fæ ég eitthvert hugboð. Gaman að fá að vita af þér. Vertu velkomin hvenær sem er. kv.
Helga R. Einarsdóttir, fim. 13. des. 2007
Sæl frænka
Datt inná síðuna þína og ljómandi er nú gaman að lesa skrifin hjá þér. Kann auðvitað ekki við annað en að kvitta fyrir innlitið. Bestu kveðjur að norðan, Dagný Rósa Úlfarsd.
Dagný Rósa Úlfarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 10. des. 2007
Þakka þér fyrir komuna Halldór á Seli
Til að ná samhengi í þessum skrifum mínum þarft þú að leita nokkuð langt aftur, hvort sem þú síðan nennir að lesa eða ekki. Ég geri þetta aðallega mér til gamans og eingöngu eftir mínu barnsminni, sem getur nú verið eitthvað ruglað. Vonandi geri ég engum óleik eða særi neinn. Hafðu það sem best. kv Helga frá Garði.
Helga R. Einarsdóttir, fim. 25. okt. 2007
Sæl og blessuð Helga frá Garði.
Það var í kjaftahorninu í búðinni hér á Flúðum í morgun, að einhver fór að segja frá þesari bloggsíðu þinni og um hvað hún væri. Ég var eitt spurningamerki og ákvað að leita við tækifæri, sem bar skjótt árangur. Þarf að lesa betur í góðu tómi. Aldrei hefi ég heyrt af skrímsli í Álatjörn. Það eitthvað fyrir Bjarna þingmann. Takk, Halldór frá Syðra-Seli.
Halldór Gestsson (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 24. okt. 2007
Kæra frænka
það er alltaf jafn gaman að lesa línurnar þínar, þó að maður sé nú ekki duglegur við að kvitta fyrir lesturinn. En það er hér með gert.
Erla Björg,Vilberg og Króatinn (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 26. júlí 2007
Frænkur og frændur vinir og félagar.
Ég er rosalega léleg að muna eftir gestabókinni. Þakka ykkur öllum fyrir innlitið. Og Helga Móa auðvitað langar mig til að eiga mynd af frænku minni og bústofninum hennar. kv.
Helga R. Einarsdóttir, þri. 3. júlí 2007
Fráhvarfseinkenni!!!
Já vá maður, hef ekki hitt þig síðan í Leeds, vá vá og ég hef sama og ekkert drukkið síðan þá he he. Mikið rosalega var gaman hjá okkur. En er ekki komin tími á hitting í góða veðrinu og hafa kanski Tópas með ??
Pálína (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 26. júní 2007
Halló frænka
Sá bloggsíðuna í mogganum og gat auðvitað ekki stillt mig um að lesa.Sumir mundu segja af forvitni enn ég held að það stafi af hvað þessi fjölsk er fróðleiksfús.Bið að heilsa bóndanum og öllum afleggjurunum þínum.Kærar kveðjur frá Sauðárkrók Halla T
Halla (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 9. maí 2007
ammmæli
Elsku Helga til hamingju með afmælið í gær, vona að þú sér við góða heilsu, heyrði að þú hefðir verið veik. Kveðja Sirrý
Sigríður Karlsdóttir (Óskráður), þri. 20. mars 2007
Helga til Helgu
Hæ, held að þetta sé besta leiðin til að koma skilaboðum til ættingja. Hef lesið bloggið þitt lengi og líkar vel. Allt gott að frétta af mér og mínum. Það fjölgaði að vísu í fjölskyldunni um daginn þegar Anna Þöll fékk folald í afmælisgjöf, hún skýrði folaldið strax Gjöf. Hestadellan virðist vera ættgeng. Á fína mynd af þeim ef þig langar í. Kv. Helga Móa.
Helga Móa (Óskráður), mið. 28. feb. 2007
nei blessuð Helga
Auðvitað man ég eftir þér, þú varst uppáhalds! gaman að sjá þig hérna á moggabloggi..
Atli Fannar Bjarkason, lau. 27. jan. 2007
Nú getur fólkið í gamla Silfurtúni fylgst með
Blessuð Helga. Bara að sýna þér að við fygljumst með þér frá og með núna. Bestu kveðjur Örn og Marit og Kastró
Örn og Marit (Óskráður), lau. 25. nóv. 2006
Sögumaður af guðsnáð
þú ert nú alveg frábær sögumaður!!
Pálína Vigdís Sigtr. (Óskráður), fim. 12. okt. 2006
Til hamingju...
...með nýja bloggið :-) Nú skal ég fara að setja inn linka fyrir þig :-)
Josiha, fim. 12. okt. 2006
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar