15.11.2009 | 20:37
Stelpuferð á sunnudegi - jákvætt blogg
Við fórum í sunnudagsbíltúr allar stelpurnar í fjölskyldunni, sem vorum heimavið í dag. Eins og sjálfsagt er í nóvember síðari tíma var veðrið alveg yndislegt, frábært gluggaveður og færðin líka góð.
Við fórum niður að strönd, eða svona nærri því, við fórum í "Sveitabúðina Sóley". þar er alltaf gaman að koma og skiptir veður og færð reyndar engu máli í því sambandi. Þar var komið jóladót til að skoða og þar er fólki boðið uppá djús eða kaffi. þar er líka hægt að fara í útihúsin og skoða hænurnar og kálfana og það gerðum við Júlía og Dýrleif á meðan mömmurnar voru að velta fyrir sér dótinu í búðinni. Ég var löngu búin að því og kaupa líka. Ömmur eru ekki eins gefnar fyrir að velta fyrir sér, þær bara vaða í verkið og snúa sér svo að öðru. Það kom sér vel í þetta sinn, því stúlkunum litlu fannst reglulega gaman að skoða hænurnar,en kálfarnir voru sumir heldur stórir. Þetta var góð ferð.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 197259
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.