Stelpuferð á sunnudegi - jákvætt blogg

Við fórum í sunnudagsbíltúr allar stelpurnar í fjölskyldunni, sem vorum heimavið í dag. Eins og sjálfsagt er í nóvember síðari tíma var veðrið alveg yndislegt, frábært gluggaveður og færðin líka góð.

Við fórum niður að strönd, eða svona nærri því, við fórum í "Sveitabúðina Sóley". þar er alltaf gaman að koma og skiptir veður og færð reyndar engu máli í því sambandi. Þar var komið jóladót til að skoða og þar er fólki boðið uppá djús eða kaffi. þar er líka hægt að fara í útihúsin og skoða hænurnar og kálfana og það gerðum við Júlía og Dýrleif á meðan mömmurnar voru að velta fyrir sér dótinu í búðinni. Ég var löngu búin að því og kaupa líka. Ömmur eru ekki eins gefnar fyrir að velta fyrir sér, þær bara vaða í verkið og snúa sér svo að öðru. Það kom sér vel í þetta sinn, því stúlkunum litlu fannst reglulega gaman að skoða hænurnar,en  kálfarnir voru sumir heldur stórir. Þetta var góð ferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 197259

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband