23.10.2009 | 16:32
Myndin eftir Jóhannes
Ég sé ekki betur en að þarna í Auðarskólanum í Búðardal, hangi nákvæmlega eins mynd og er hér á vegg í mínu húsi. Fyrir ekki svo löngu var reynt að bjóða eina myndina enn af sömu gerð á uppboðsvef í Ameríku og var þá reynt að telja væntanlegum kaupendum trú um að Jóhannes þessi væri Kjarval. Sú tilraun mistókst, en það er með ólíkindum hvað Jóhannes hefur verið afkastamikill þarna á sömu þúfunni við bakka Þingvallavatns.
Einhversstaðar í eldgömlu bloggi mínu er heilmikil grein um samskipti mín og Jóhannesar - og reyndar annarra fjölskyldumeðlima. Þessi Jóhannes á þúfunni við Þingvallavatn mun hafa verið Frímannsson, afkastamikill "alþýðumálari" um miðja síðustu öld.
Forsetinn í Dalasýslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.